„Ekkert annað en eðlilegt og réttlátt“ Árni Sæberg og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 31. október 2022 21:16 Baráttuhugur er í Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Vísir/Vilhelm Efling krefst 167 þúsund króna krónutöluhækkunar allra launa á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í kröfugerð sem félagið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins. Þá krefst félagið þrjátíu daga orlofs fyrir alla félagsmenn auk þess sem ræða þurfi af fullri alvöru um styttingu vinnuvikunnar hjá félagsmönnum. Formaður Eflingar telur kröfur þess sanngjarnar og raunsæjar. „Okkur í samninganefnd Eflingar finnst þetta sanngjarnar og raunsæjar kröfur. Við byggjum þarna á fyrirmynd lífskjarasamningsins, förum fram á krónutöluhækkanir. Nálgun okkar ver verka- og láglaunafólk gegn áhrifum verðbólgunnar og tryggir hlutdeild þess í hagvextinum sem vinna þeirra sannarlega skapar. Og vegna þess að við förum fram á krónutöluhækkanir þá spornum við líka gegn launaskriði í efri stigum samfélagsins. Það var algjör einhugur um þessa nálgun,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún segir samningsnefndina vera stolta og glaða með kröfugerðina og nálgun hennar vera skynsamlega og rétta. Eflingarfólk snúi hjólum atvinnulífsins „Við höfum fulla trú á því að niðurstaðan verði okkur í hag. Eflingarfólk er ómissandi fólk í íslensku samfélagi. Það er sannarlega vinna þeirra sem keyrir hér hjól atvinnulífsins. Topparnir í þessu samfélagi hafa tekið til sín gríðarlega fjármuni en fyrirtækin skila gríðarlegum hagnaði. Það er ekkert annað en eðlilegt og réttlátt að komið sé til móts við þessar kröfur. Hún segist hafa fulla trú á því að með samstöðu og raunverulegum baráttuvilja Eflingarfólks muni það ná alla leið í komandi kjarabaráttu. Útilokar ekki að ganga til liðs við Ragnar Þór og Vilhjálm Að lokum segist hún ekki útiloka að Efling gangi til liðs við bandalag Landssambands verslunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands. „Ég er í mjög góðum samskiptum við bæði Vilhjálm Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson. Svo verðum við bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. 31. október 2022 13:16 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
„Okkur í samninganefnd Eflingar finnst þetta sanngjarnar og raunsæjar kröfur. Við byggjum þarna á fyrirmynd lífskjarasamningsins, förum fram á krónutöluhækkanir. Nálgun okkar ver verka- og láglaunafólk gegn áhrifum verðbólgunnar og tryggir hlutdeild þess í hagvextinum sem vinna þeirra sannarlega skapar. Og vegna þess að við förum fram á krónutöluhækkanir þá spornum við líka gegn launaskriði í efri stigum samfélagsins. Það var algjör einhugur um þessa nálgun,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún segir samningsnefndina vera stolta og glaða með kröfugerðina og nálgun hennar vera skynsamlega og rétta. Eflingarfólk snúi hjólum atvinnulífsins „Við höfum fulla trú á því að niðurstaðan verði okkur í hag. Eflingarfólk er ómissandi fólk í íslensku samfélagi. Það er sannarlega vinna þeirra sem keyrir hér hjól atvinnulífsins. Topparnir í þessu samfélagi hafa tekið til sín gríðarlega fjármuni en fyrirtækin skila gríðarlegum hagnaði. Það er ekkert annað en eðlilegt og réttlátt að komið sé til móts við þessar kröfur. Hún segist hafa fulla trú á því að með samstöðu og raunverulegum baráttuvilja Eflingarfólks muni það ná alla leið í komandi kjarabaráttu. Útilokar ekki að ganga til liðs við Ragnar Þór og Vilhjálm Að lokum segist hún ekki útiloka að Efling gangi til liðs við bandalag Landssambands verslunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands. „Ég er í mjög góðum samskiptum við bæði Vilhjálm Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson. Svo verðum við bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.
Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. 31. október 2022 13:16 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. 31. október 2022 13:16