Dalamanni ársins sagt upp fyrir að tala of mikið Árni Sæberg skrifar 1. nóvember 2022 06:00 Rebecca rekur dýraathvarf í Dölunum. Hún ætlar að halda áfram að bjarga dýrum þar og bjóða fólki í heimsókn. Facebook Rebeccu Cathrine Kaad Ostenfeld, sem útnefnd var Dalamaður ársins 2022, var í gær sagt upp störfum í Krambúðinni í Búðardal. Formleg ástæða uppsagnarinnar var skipulagsbreyting en verslunarstjórinn sagði Rebeccu einfaldlega tala of mikið við viðskiptavini. Rebecca hafði starfað fyrir krambúðina og fyrirrennara hennar í Búðardal í rúm tíu ár. Hún er dönsk en hefur búið hér á landi í tuttugu ár. Í störfum sínum hefur hún getið sér orðstír sem hjartahlý og jákvæð manneskja sem tekur öllum viðskiptavinum opnum örmum. Það varð, meðal annars, til þess að hún var útnefnd Dalamaður ársins í sumar. Nú er hins vegar ljóst að Rebecca, eða Rebba eins og hún er ávallt kölluð, mun ekki framar taka á móti viðskiptavinum með brosi eða jafnvel faðmlagi. Hún var nefnilega rekin í gærmorgun. Í samtali við Vísi segir hún að hún hafi ákveðið að greina frá uppsögninni opinberlega enda fréttist hlutirnir hratt í litlu samfélagi eins og Dölunum. Viðbrögðin hafa vægast sagt ekki setið á sér, gríðarlegur fjöldi fólks hefur ritað athugasemdir við færslu hennar á Facebook og lýst yfir gríðarlegri óánægju sinni með ákvörðun Samkaupa, sem reka Krambúðina. Viðskiptavinir eru í öngum sínum Rebecca segir að mikill fjöldi fólks hafi haft persónulega samband við hana í dag. Síminn hafi ekki stoppað frá því að henni var sagt upp í morgun og hún hafi grátið í allan dag. „Mér finnst þetta svo ósanngjarnt, að mínum viðskiptavinum líði illa yfir þessu. Það hringdi einn grátandi áðan og sagði fyrirgefðu að ég hafi talað svona mikið við þig í vinnunni. Ég vona að það sé ekki mér að kenna að þú hafir verið rekin,“ segir Rebecca. Einn dyggur viðskiptavinur hafði samband við Vísi í kvöld til þess að vekja athygli á málinu. Sá lýsti Rebeccu einfaldlega sem jákvæðustu konu landsins. „Ég hef oft farið þarna og þá á rútu með fólk og alltaf er talað um jákvæðu og brosmildu konuna í búðinni,“ segir hann. Fylgdist með börnum vaxa úr grasi Sem áður segir hafði Rebecca starfað í búðinni í tíu ár og búið í Dölunum í tvo áratugi. Á þeim tíma hefur hún tengst fólkinu í sveitinni miklum böndum. Hún segist hafa fylgst með börnum vaxa úr grasi og verða fullorðnir viðskiptavinir hennar. Hún hafi meira að segja rétt fólki í sveitinni hjálparhönd þegar það hefur gengið í gegnum erfiðleika. Þó eru það ekki einungis vinir úr sveitinni sem munu sakna hennar. „Fólk kemur hérna til mín, sem ég þekki ekki neitt og segir, veistu það Rebba, ég er að stoppa hérna af því það er svo svo gaman að koma til þín. Takk fyrir að vera svona dásamleg. Svo er maður bara rekinn, bara sagt upp vegna skipulagsbreytinga,“ segir Rebecca. „Mér finnst svo mikilvægt að við tölum saman, stöndum saman til að gera lífið betra. Eitt lítið bros, eitt lítið knús, smá grín, þetta sakar ekki neinn. Og ég er að vinna, það er ekki eins og ég sitji bara á stól og sé að kjafta,“ segir Rebecca að lokum. Dalabyggð Vinnumarkaður Verslun Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Rebecca hafði starfað fyrir krambúðina og fyrirrennara hennar í Búðardal í rúm tíu ár. Hún er dönsk en hefur búið hér á landi í tuttugu ár. Í störfum sínum hefur hún getið sér orðstír sem hjartahlý og jákvæð manneskja sem tekur öllum viðskiptavinum opnum örmum. Það varð, meðal annars, til þess að hún var útnefnd Dalamaður ársins í sumar. Nú er hins vegar ljóst að Rebecca, eða Rebba eins og hún er ávallt kölluð, mun ekki framar taka á móti viðskiptavinum með brosi eða jafnvel faðmlagi. Hún var nefnilega rekin í gærmorgun. Í samtali við Vísi segir hún að hún hafi ákveðið að greina frá uppsögninni opinberlega enda fréttist hlutirnir hratt í litlu samfélagi eins og Dölunum. Viðbrögðin hafa vægast sagt ekki setið á sér, gríðarlegur fjöldi fólks hefur ritað athugasemdir við færslu hennar á Facebook og lýst yfir gríðarlegri óánægju sinni með ákvörðun Samkaupa, sem reka Krambúðina. Viðskiptavinir eru í öngum sínum Rebecca segir að mikill fjöldi fólks hafi haft persónulega samband við hana í dag. Síminn hafi ekki stoppað frá því að henni var sagt upp í morgun og hún hafi grátið í allan dag. „Mér finnst þetta svo ósanngjarnt, að mínum viðskiptavinum líði illa yfir þessu. Það hringdi einn grátandi áðan og sagði fyrirgefðu að ég hafi talað svona mikið við þig í vinnunni. Ég vona að það sé ekki mér að kenna að þú hafir verið rekin,“ segir Rebecca. Einn dyggur viðskiptavinur hafði samband við Vísi í kvöld til þess að vekja athygli á málinu. Sá lýsti Rebeccu einfaldlega sem jákvæðustu konu landsins. „Ég hef oft farið þarna og þá á rútu með fólk og alltaf er talað um jákvæðu og brosmildu konuna í búðinni,“ segir hann. Fylgdist með börnum vaxa úr grasi Sem áður segir hafði Rebecca starfað í búðinni í tíu ár og búið í Dölunum í tvo áratugi. Á þeim tíma hefur hún tengst fólkinu í sveitinni miklum böndum. Hún segist hafa fylgst með börnum vaxa úr grasi og verða fullorðnir viðskiptavinir hennar. Hún hafi meira að segja rétt fólki í sveitinni hjálparhönd þegar það hefur gengið í gegnum erfiðleika. Þó eru það ekki einungis vinir úr sveitinni sem munu sakna hennar. „Fólk kemur hérna til mín, sem ég þekki ekki neitt og segir, veistu það Rebba, ég er að stoppa hérna af því það er svo svo gaman að koma til þín. Takk fyrir að vera svona dásamleg. Svo er maður bara rekinn, bara sagt upp vegna skipulagsbreytinga,“ segir Rebecca. „Mér finnst svo mikilvægt að við tölum saman, stöndum saman til að gera lífið betra. Eitt lítið bros, eitt lítið knús, smá grín, þetta sakar ekki neinn. Og ég er að vinna, það er ekki eins og ég sitji bara á stól og sé að kjafta,“ segir Rebecca að lokum.
Dalabyggð Vinnumarkaður Verslun Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira