Besti leikmaður MLS deildarinnar spilar í kántrýborginni Nashville Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 13:31 Hany Mukhtar á ferðinni í leik með Nashville SC. Getty/Jeremy Reper Þýski knattspyrnumaðurinn Hany Mukhtar, sem hefur aldrei fengið tækifæri með þýska A-landsliðinu, var í gær kosinn besti leikmaðurinn í bandarísku deildinni. Mukhtar er 27 ára miðjumaður Nashville SC. Hann fékk í gær Landon Donovan verðlaunin sem MLS-deildin veitir fyrir mikilvægasta leikmanni deildarinnar. MOST. VALUABLE. Hany Mukhtar is your 2022 Landon Donovan @MLS MVP pic.twitter.com/QnUEjSfXri— Nashville SC (@NashvilleSC) November 1, 2022 Mukhtar skoraði 23 mörk á tímabilinu og var einnig markakóngur deildarinnar. Mukhtar fékk 48 prósent atkvæða en kosningarétt höfðu leikmenn deildarinnar, starfsmenn liðanna og fjölmiðlamenn. Mukhtar fékk yfirburðarkosningu en Sebastian Driussi hjá Austin FC varð í öðru sæti með tæplega sautján prósent atkvæði. Mukhtar kom alls að 34 mörkum Nashville liðsins. Auk markanna 23 þá gaf hann 11 stoðsendingar. Hann skoraði eða lagði upp 65 prósent marka Nashville SC liðsins á leiktíðinni. Aðeins fjórir leikmenn í sögu MLS-deildarinnar hafa náð að koma að fleiri mörkum á einu tímabili. Það fylgir líka sögunni að Mukhtar er bæði fyrsti Þjóðverjinn og fyrsti leikmaðurinn í sögu Nashville SC til að fá þessi eftirsóttu verðlaun. Hann kom til liðsins árið 2020 frá danska félaginu Bröndby þar sem Hany Mukhtar lék á árunum 2017 til 2020. With 23 goals and seven assists, Hany Mukhtar is named the 2022 MLS MVP (via @MLS)pic.twitter.com/frrnWwasFY— B/R Football (@brfootball) November 1, 2022 Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Mukhtar er 27 ára miðjumaður Nashville SC. Hann fékk í gær Landon Donovan verðlaunin sem MLS-deildin veitir fyrir mikilvægasta leikmanni deildarinnar. MOST. VALUABLE. Hany Mukhtar is your 2022 Landon Donovan @MLS MVP pic.twitter.com/QnUEjSfXri— Nashville SC (@NashvilleSC) November 1, 2022 Mukhtar skoraði 23 mörk á tímabilinu og var einnig markakóngur deildarinnar. Mukhtar fékk 48 prósent atkvæða en kosningarétt höfðu leikmenn deildarinnar, starfsmenn liðanna og fjölmiðlamenn. Mukhtar fékk yfirburðarkosningu en Sebastian Driussi hjá Austin FC varð í öðru sæti með tæplega sautján prósent atkvæði. Mukhtar kom alls að 34 mörkum Nashville liðsins. Auk markanna 23 þá gaf hann 11 stoðsendingar. Hann skoraði eða lagði upp 65 prósent marka Nashville SC liðsins á leiktíðinni. Aðeins fjórir leikmenn í sögu MLS-deildarinnar hafa náð að koma að fleiri mörkum á einu tímabili. Það fylgir líka sögunni að Mukhtar er bæði fyrsti Þjóðverjinn og fyrsti leikmaðurinn í sögu Nashville SC til að fá þessi eftirsóttu verðlaun. Hann kom til liðsins árið 2020 frá danska félaginu Bröndby þar sem Hany Mukhtar lék á árunum 2017 til 2020. With 23 goals and seven assists, Hany Mukhtar is named the 2022 MLS MVP (via @MLS)pic.twitter.com/frrnWwasFY— B/R Football (@brfootball) November 1, 2022
Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira