Býst við öðru gosi áður en langt um líður Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. nóvember 2022 18:05 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir staðsetningu síðustu tveggja gosa einstaklega heppilega. Vísir/Vilhelm Eldfjallafræðingur býst við nýju gosi í Fagradalsfjalli áður en langt um líður. Staðsetning síðustu tveggja eldgosa hafi verið mikil heppni en slíkt verði ekki næst þar sem búið er að fylla alla dali. Hraunið mun þá flæða beint af fjallinu. Fjöldi ferðamanna leggur leið sína á hverjum degi að Fagradalsfjalli til að skoða gíga og hraun sem mynduðust í eldgosunum tveimur þar. Fátt bendir til þess að þar gjósi alveg á næstunni en Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er þó á því að gjósa muni þar á ný. „Miðað við það sem við vitum um eldvirkni á Reykjanesskaga þá er þetta það sem við köllum eldar. Þannig við erum með tímabil, tíu, tuttugu, þrjátíu ár þar sem það eru tíð gos og í eldum þá gýs sama kerfið nokkrum sinnum,“ segir Þorvaldur sem býst við gosi áður en langt um líður. „Við getum heldur ekki útilokað að Reykjanesið sjálft fari af stað. Þá erum við að tala um svæðið við Reykjanesvitann og þar í kring. Krýsuvíkin gæti farið líka af stað og Brennisteinsfjöllin gætu líka farið af stað.“ Hann segir staðsetningu síðustu tveggja gosa því hafa verið einstaklega heppilega. „Við hefðum ekki getað verið heppnari með staðsetningu vegna þess að gosið kemur upp inni í þessum fjallaklasa sem við köllum Fagradalsfjall og hraunið rennur niður í lokaða dali og fyllir þessa dali og ef það kemur aftur gos í Fagradalsfjalli þá verðum við ekki svona heppin því það er búið að fylla eiginlega allt geymslurýmið þarna. Þannig að næsta gos þá er alveg næsta ljóst að hraunið flæðir bara af fjallinu og svo bara spurning hvort það fer til suðurs í átt að Suðurstrandavegi eða í einhverja aðra átt,“ segir Þorvaldur að lokum. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Sjá meira
Fjöldi ferðamanna leggur leið sína á hverjum degi að Fagradalsfjalli til að skoða gíga og hraun sem mynduðust í eldgosunum tveimur þar. Fátt bendir til þess að þar gjósi alveg á næstunni en Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er þó á því að gjósa muni þar á ný. „Miðað við það sem við vitum um eldvirkni á Reykjanesskaga þá er þetta það sem við köllum eldar. Þannig við erum með tímabil, tíu, tuttugu, þrjátíu ár þar sem það eru tíð gos og í eldum þá gýs sama kerfið nokkrum sinnum,“ segir Þorvaldur sem býst við gosi áður en langt um líður. „Við getum heldur ekki útilokað að Reykjanesið sjálft fari af stað. Þá erum við að tala um svæðið við Reykjanesvitann og þar í kring. Krýsuvíkin gæti farið líka af stað og Brennisteinsfjöllin gætu líka farið af stað.“ Hann segir staðsetningu síðustu tveggja gosa því hafa verið einstaklega heppilega. „Við hefðum ekki getað verið heppnari með staðsetningu vegna þess að gosið kemur upp inni í þessum fjallaklasa sem við köllum Fagradalsfjall og hraunið rennur niður í lokaða dali og fyllir þessa dali og ef það kemur aftur gos í Fagradalsfjalli þá verðum við ekki svona heppin því það er búið að fylla eiginlega allt geymslurýmið þarna. Þannig að næsta gos þá er alveg næsta ljóst að hraunið flæðir bara af fjallinu og svo bara spurning hvort það fer til suðurs í átt að Suðurstrandavegi eða í einhverja aðra átt,“ segir Þorvaldur að lokum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Sjá meira