Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Kristján Már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2022 10:10 Syðri hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk, sem núna er búið að taka í notkun. Til hægri sést hvar nýja flugstöðin rís. Fjær sést gamla flugbrautin. Kalaallit Airports Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Alls voru 930 metrar af fyrirhugaðri 2.200 metra langri flugbraut teknir í notkun. Fyrsta flugtakið var síðastliðinn fimmtudagsmorgun þegar Dash 8-200 flugvél Air Greenland hóf sig til flugs af nýju brautinni áleiðis til Kangerlussuaq-flugvallar. Flugvél Icelandair við núverandi flugstöð í Nuuk. Gamla flugbrautin til hægri. Ofar og fjær til hægri sést í syðri hluta nýju brautarinnar. Ofarlega vinstra megin sést svo nýja flugstöðin rísa.Kalaallit Airports Gamla flugbrautin er 950 metra löng en hún var tekin í notkun árið 1979. Með því að flytja flugumferðina af gömlu brautinni skapast betra svigrúm fyrir verktaka til að ljúka gerð nýju brautarinnar, sem á að vera fullbúin árið 2024. Jafnframt er unnið að byggingu nýrrar flugstöðvar en Nuuk-flugvelli er ætlað að taka við hlutverki Kangerlussuaq sem aðalflugvöllur Grænlands. Nýja flugstöðin verður vegleg bygging.Kalaallit Airports Samhliða stækkun Nuuk-flugvallar er verið að leggja nýja 2.200 metra langa flugbraut við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa og á það verk einnig að klárast árið 2024. Þriðja stóra flugvallaframkvæmdin er gerð nýs flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Brautin þar verður 1.500 metra löng og er áætlað að hún verði tilbúin árið 2025. Hér má sjá fyrsta flugtakið af nýju brautinni í Nuuk síðastliðinn fimmtudag í myndbandi frá Kalaallit Airports, flugvallafélagi Grænlands: Í þessari frétt fyrir þremur árum var flugvallauppbyggingu Grænlands lýst með viðtali við Kim Kielsen, þáverandi forsætisráðherra: Grænland Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Vonast til að öryggis- og varnarsamstarf borgi rekstur Kangerlussuaq-flugvallar Stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands, Siumut, vonast til að samningar um öryggis- og varnarsamstarf við danska herinn, og hugsanlega einnig Bandaríkin, greiði hluta af þeim kostnaði sem fylgir því að reka flugvöllinn í Kangerlussuaq áfram eftir að hann missir hlutverk sitt sem aðalflugvöllur Grænlands eftir tvö ár. Þetta sagði talsmaður flokksins, Doris J. Jensen, í umræðum í grænlenska þinginu í liðinni viku. 2. október 2022 11:08 Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. 26. febrúar 2022 08:48 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Sjá meira
Alls voru 930 metrar af fyrirhugaðri 2.200 metra langri flugbraut teknir í notkun. Fyrsta flugtakið var síðastliðinn fimmtudagsmorgun þegar Dash 8-200 flugvél Air Greenland hóf sig til flugs af nýju brautinni áleiðis til Kangerlussuaq-flugvallar. Flugvél Icelandair við núverandi flugstöð í Nuuk. Gamla flugbrautin til hægri. Ofar og fjær til hægri sést í syðri hluta nýju brautarinnar. Ofarlega vinstra megin sést svo nýja flugstöðin rísa.Kalaallit Airports Gamla flugbrautin er 950 metra löng en hún var tekin í notkun árið 1979. Með því að flytja flugumferðina af gömlu brautinni skapast betra svigrúm fyrir verktaka til að ljúka gerð nýju brautarinnar, sem á að vera fullbúin árið 2024. Jafnframt er unnið að byggingu nýrrar flugstöðvar en Nuuk-flugvelli er ætlað að taka við hlutverki Kangerlussuaq sem aðalflugvöllur Grænlands. Nýja flugstöðin verður vegleg bygging.Kalaallit Airports Samhliða stækkun Nuuk-flugvallar er verið að leggja nýja 2.200 metra langa flugbraut við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa og á það verk einnig að klárast árið 2024. Þriðja stóra flugvallaframkvæmdin er gerð nýs flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Brautin þar verður 1.500 metra löng og er áætlað að hún verði tilbúin árið 2025. Hér má sjá fyrsta flugtakið af nýju brautinni í Nuuk síðastliðinn fimmtudag í myndbandi frá Kalaallit Airports, flugvallafélagi Grænlands: Í þessari frétt fyrir þremur árum var flugvallauppbyggingu Grænlands lýst með viðtali við Kim Kielsen, þáverandi forsætisráðherra:
Grænland Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Vonast til að öryggis- og varnarsamstarf borgi rekstur Kangerlussuaq-flugvallar Stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands, Siumut, vonast til að samningar um öryggis- og varnarsamstarf við danska herinn, og hugsanlega einnig Bandaríkin, greiði hluta af þeim kostnaði sem fylgir því að reka flugvöllinn í Kangerlussuaq áfram eftir að hann missir hlutverk sitt sem aðalflugvöllur Grænlands eftir tvö ár. Þetta sagði talsmaður flokksins, Doris J. Jensen, í umræðum í grænlenska þinginu í liðinni viku. 2. október 2022 11:08 Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. 26. febrúar 2022 08:48 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Sjá meira
Vonast til að öryggis- og varnarsamstarf borgi rekstur Kangerlussuaq-flugvallar Stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands, Siumut, vonast til að samningar um öryggis- og varnarsamstarf við danska herinn, og hugsanlega einnig Bandaríkin, greiði hluta af þeim kostnaði sem fylgir því að reka flugvöllinn í Kangerlussuaq áfram eftir að hann missir hlutverk sitt sem aðalflugvöllur Grænlands eftir tvö ár. Þetta sagði talsmaður flokksins, Doris J. Jensen, í umræðum í grænlenska þinginu í liðinni viku. 2. október 2022 11:08
Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. 26. febrúar 2022 08:48
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24