Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Kristján Már Unnarsson skrifar 7. nóvember 2022 21:21 Sævar Hreiðarsson er skógarvörður í Heiðmörk. Fyrir aftan má timburstafla úr skóginum. Arnar Halldórsson Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt var meðal annars fjallað um starfsemi Skógræktarfélagsins en borgarstjórn Reykjavíkur fól félaginu á sínum tíma umsjón með Elliðavatnsjörðinni í tengslum við uppgræðslu Heiðmerkur. „Núna er mjög mikið vaxtarskeið í skóginum. Greniskógurinn í Heiðmörk tvöfaldar lífmassann sinn fimmta hvert ár,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Auður Kjartansdóttir er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.Arnar Halldórsson Í rjóðri skammt frá Elliðavatnsbænum er komin sögunarmylla. Hér stunda menn skógarhögg. „Jú, heldur betur, eins og þið sjáið hérna fyrir aftan okkur. Við erum að fella svona 200 til 300 rúmmetra á ári og þyrfti að gera meira,“ segir Sævar Hreiðarsson, skógarvörður í Heiðmörk. Drumbarnir eru sagaðir niður í borðvið sem nýtist meðal annars í veggi og gólf. „Svo erum við með verslun þar sem við seljum bæði borðvið og bolvið og eldivið og kurl,“ segir Auður. Sævar sýnir okkur gólffjöl eða parket. „Já, þetta var sett á hús, hundrað fermetra hús, og lítur mjög vel út,“ segir hann. Trjádrumbar úr Heiðmörk sagaðir niður í borðvið.Arnar Halldórsson Hér eru framleiddir hátt í tvöhundruð rúmmetrar af eldivið á ári. Utanhúss er starfsnemar frá landbúnaðarháskóla í Frakklandi að fletta berki af trjábolum, sem fara eiga í húsvegg. Svo sýnir hann okkur flaggstangir þar sem búið er að renna toppana. Einnig þurrkuð borð sem verða að veggþiljum. Og Heiðmörkin er meira að segja farin að gefa sér gilda bjálka. Upp í 20 x 20 sentímetra í þvermál og sex metra langa. Í þættinum Um land allt er fjallað um samfélagið við Elliðavatn. Þáttinn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Kópavogur Garðabær Tengdar fréttir Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Oslóartréð fellt í Heiðmörk Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, felldi Oslóartréð sem prýða mun Austurvöll yfir hátíðarnar í morgun. Borgarstjórinn naut aðstoðar Sævars Hreiðarssonar, skógarvarðar hjá Skógaræktarfélagi Reykjavíkur við að saga tréð og fella það. 20. nóvember 2021 14:57 Gróðursettu fjögur þúsund tré í Heiðmörk Björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðar frá Skógræktarfélagi Íslands og Skógræktarfélagi Reykjavíkur gróðursettu um fjögur þúsund rótarskot í Heiðmörk á dögunum. Á svæði sem varð illa úti í gróðureldunum í vor. 8. október 2021 15:54 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt var meðal annars fjallað um starfsemi Skógræktarfélagsins en borgarstjórn Reykjavíkur fól félaginu á sínum tíma umsjón með Elliðavatnsjörðinni í tengslum við uppgræðslu Heiðmerkur. „Núna er mjög mikið vaxtarskeið í skóginum. Greniskógurinn í Heiðmörk tvöfaldar lífmassann sinn fimmta hvert ár,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Auður Kjartansdóttir er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.Arnar Halldórsson Í rjóðri skammt frá Elliðavatnsbænum er komin sögunarmylla. Hér stunda menn skógarhögg. „Jú, heldur betur, eins og þið sjáið hérna fyrir aftan okkur. Við erum að fella svona 200 til 300 rúmmetra á ári og þyrfti að gera meira,“ segir Sævar Hreiðarsson, skógarvörður í Heiðmörk. Drumbarnir eru sagaðir niður í borðvið sem nýtist meðal annars í veggi og gólf. „Svo erum við með verslun þar sem við seljum bæði borðvið og bolvið og eldivið og kurl,“ segir Auður. Sævar sýnir okkur gólffjöl eða parket. „Já, þetta var sett á hús, hundrað fermetra hús, og lítur mjög vel út,“ segir hann. Trjádrumbar úr Heiðmörk sagaðir niður í borðvið.Arnar Halldórsson Hér eru framleiddir hátt í tvöhundruð rúmmetrar af eldivið á ári. Utanhúss er starfsnemar frá landbúnaðarháskóla í Frakklandi að fletta berki af trjábolum, sem fara eiga í húsvegg. Svo sýnir hann okkur flaggstangir þar sem búið er að renna toppana. Einnig þurrkuð borð sem verða að veggþiljum. Og Heiðmörkin er meira að segja farin að gefa sér gilda bjálka. Upp í 20 x 20 sentímetra í þvermál og sex metra langa. Í þættinum Um land allt er fjallað um samfélagið við Elliðavatn. Þáttinn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Kópavogur Garðabær Tengdar fréttir Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Oslóartréð fellt í Heiðmörk Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, felldi Oslóartréð sem prýða mun Austurvöll yfir hátíðarnar í morgun. Borgarstjórinn naut aðstoðar Sævars Hreiðarssonar, skógarvarðar hjá Skógaræktarfélagi Reykjavíkur við að saga tréð og fella það. 20. nóvember 2021 14:57 Gróðursettu fjögur þúsund tré í Heiðmörk Björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðar frá Skógræktarfélagi Íslands og Skógræktarfélagi Reykjavíkur gróðursettu um fjögur þúsund rótarskot í Heiðmörk á dögunum. Á svæði sem varð illa úti í gróðureldunum í vor. 8. október 2021 15:54 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53
Oslóartréð fellt í Heiðmörk Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, felldi Oslóartréð sem prýða mun Austurvöll yfir hátíðarnar í morgun. Borgarstjórinn naut aðstoðar Sævars Hreiðarssonar, skógarvarðar hjá Skógaræktarfélagi Reykjavíkur við að saga tréð og fella það. 20. nóvember 2021 14:57
Gróðursettu fjögur þúsund tré í Heiðmörk Björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðar frá Skógræktarfélagi Íslands og Skógræktarfélagi Reykjavíkur gróðursettu um fjögur þúsund rótarskot í Heiðmörk á dögunum. Á svæði sem varð illa úti í gróðureldunum í vor. 8. október 2021 15:54