Óþolandi að stór hrunmál eyðileggist vegna klúðurs Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 07:00 Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, (t.h.) rak mörg stór hrunmál á sínum tíma. Hann horfir nú upp á sakfellingar í nokkrum þeirra felldar niður vegna ágreinings um lagatúlkun á milli Hæstaréttar og endurupptökudóms. Vísir/Vilhelm Vararíkissaksóknari segir það óþolandi að stór hrunmál sem sakfellt var í skuli nú eyðileggjast vegna klúðurs í kringum ólíka túlkun Hæstaréttar og endurupptökudóms á lögum. Embættið hafi þó ekki um að annað að velja en að fylgja fordæmi Hæstaréttar sem hefur nú vísað frá tveimur slíkum málum. Hæstiréttur hefur nú í tvígang á skömmum tíma vísað frá hrunmálum sem endurupptökudómur vísaði til hans af tæknilegum ástæðum. Frávísunin þýddi að sýknudómar í héraði sem Hæstiréttur sneri síðar við voru endurreistir. Ágreiningur er á milli Hæstaréttar og endurupptökudóms um hvert skuli vísa málum eftir að dómstigum var fjölgað í þrjú og Landsréttur bættist við árið 2018. Hann kom í ljós þegar endurupptökudómur vísaði máli Styrmis Þórs Bragason, fyrrverandi forstjóra MP-banka, til Hæstaréttar. Styrmir Þór var sýknaður af ákæru um umboðssvik í svonefndu Exeter-máli í héraði en Hæstiréttur sneri dómnum við og dæmdi hann í tveggja ára fangelsi árið 2013. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið á rétti hans til sanngjarnrar málsmeðferðar þar sem milliliðalaus sönnunarfærsla hefði ekki farið fram í málinu við Hæstarétt. Frá því að upphaflegi hæstaréttardómurinn féll þar til endurupptökudómstóll úrskurðaði að málið skyldi tekið upp aftur kom Landsréttur til sögunnar. Þar með var ekki lengur kveðið á um heimild Hæstaréttar til þess að taka skýrslur af ákærðu og vitnum. Af þessari ástæðu taldi Hæstiréttur sig ekki getað bætt úr ágallanum á málinu sem varð til þess að það var tekið upp aftur. Taldi hann að endurupptökudómur hefði átt að vísa málinu til Landsréttar. Þar sem hann hefði ekki heimild til að snúa við úrskurðum endurupptökudóms eða vísa málinu sjálfur til Landsréttar þá væri óumflýjanlegt að vísa málinu frá. Þar með var sýknudómur héraðsdóms yfir Styrmir Þór endurreistur. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu vísaði endurupptökudómur máli Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns hjá Landsbankanum, sem var sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun í Hæstarétti árið 2016 aftur til Hæstaréttar. Í úrskurðinum sagðist endurupptökudómur ekki hafa lagaheimild til þess að vísa málum sem voru dæmd í Hæstarétti til Landsréttar og þar við situr. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, sagði nýlega að unnið væri að því að skýra lögin um meðferð sakamála til þess að leysa úr pattstöðunni. Samkvæmt upplýsingum frá endurupptökudómi er þar eitt mál til meðferðar þar sem milliliðalaus sönnunarfærsla kemur við sögu. Dómurinn segist ekki veita upplýsingar um hvert það mál er. Hefði átt að hlýta fordæmi æðsta dómstóls landsins Hluti Milestone-málsins fór sömu leið þegar Hæstiréttur tók það aftur til meðferðar eftir tilvísun frá endurupptökudómi í vikunni. Þar með var sýkna yfir Karli Wernerssyni og tveimur endurskoðendum úr héraði endurrreist. Ólíkt endurupptöku máls Styrmis Þórs þar sem ríkissaksóknari fór fram á sakfellingu tók Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, undir kröfu sakborninganna í Milestone-málinu um frávísun. Í viðtali við Vísi segir Helgi Magnús að komið hafi verið fram fordæmi í nákvæmlega eins máli. „Við erum bara að fylgja því eftir. Við getum ekki breytt fordæmi Hæstaréttar, bara farið eftir því,“ segir hann. Hann segir það miður og óboðlegt að stór hrunmál sem sakfellt var í fyrir sjö til átta árum skuli nú eyðileggjast vegna mistaka. Málin hafi kostað mikla vinnu og fé á sínum tíma. „Að þau skuli vera að eyðileggjast núna er algerlega óþolandi staða út af einhverju svona klúðri.“ Embætti ríkissaksóknara sé þeirrar skoðunar að endurupptökudómur hefði átt að fara eftir fordæmi Hæstaréttar um að leggja ætti málið fyrir Landsrétt í stað þess að endurskoða þá lagatúlkun. „Bara hlýta því sem æðsti dómstóll landsins segir,“ segir Helgi Magnús. Dómsmál Dómstólar Hrunið Milestone-málið Tengdar fréttir Telja túlkun endurupptökudóms vafa undirorpna Tveir dósentar í lögfræði telja að sú túlkun endurupptökudóms að hann geti ekki vísað málum sem voru dæmd í Hæstarétti til Landsréttar sé vafa undirorpin. Dómskerfið sé komið í pattstöðu hvað varðar endurupptöku sakamála vegna ólíkrar túlkunar dómstólanna tveggja á lögum. 8. nóvember 2022 12:09 Endurupptökudómur lætur ekki segjast: Sakborningar í hrunmálum fá vægari dóma Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin fjárfestinga Landsbankans, um endurupptöku og vísað málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur hafði áður vísað sambærilegu máli frá réttinum þar sem dómarar töldu málinu ranglega vísað til réttarins. Endurupptökudómur lætur ekki segjast og heldur áfram að vísa málum til réttarins. Dósent við lagadeild HÍ telur þau vinnubrögð ótæk. 3. nóvember 2022 08:13 Frávísunar krafist vegna dýrkeyptra mistaka í málum útrásarvíkinga Ríkissaksóknari hefur farið fram á frávísun í máli Milestone gegn Karli Wernerssyni í kjölfar frávísunar Hæstaréttar á sambærilegu máli Styrmis Þórs Bragasonar vegna mistaka endurupptökudóms. Nokkrum svipuðum hrunmálum var ranglega vísað til Hæstaréttar á síðasta ári. Fari hrunmál Karls og fleiri sömu leið og Styrmis standa áratugsgamlir sýknudómar óhaggaðir og ríkið dæmt til að greiða tugi milljóna í málsvarnarlaun. 13. október 2022 21:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Hæstiréttur hefur nú í tvígang á skömmum tíma vísað frá hrunmálum sem endurupptökudómur vísaði til hans af tæknilegum ástæðum. Frávísunin þýddi að sýknudómar í héraði sem Hæstiréttur sneri síðar við voru endurreistir. Ágreiningur er á milli Hæstaréttar og endurupptökudóms um hvert skuli vísa málum eftir að dómstigum var fjölgað í þrjú og Landsréttur bættist við árið 2018. Hann kom í ljós þegar endurupptökudómur vísaði máli Styrmis Þórs Bragason, fyrrverandi forstjóra MP-banka, til Hæstaréttar. Styrmir Þór var sýknaður af ákæru um umboðssvik í svonefndu Exeter-máli í héraði en Hæstiréttur sneri dómnum við og dæmdi hann í tveggja ára fangelsi árið 2013. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið á rétti hans til sanngjarnrar málsmeðferðar þar sem milliliðalaus sönnunarfærsla hefði ekki farið fram í málinu við Hæstarétt. Frá því að upphaflegi hæstaréttardómurinn féll þar til endurupptökudómstóll úrskurðaði að málið skyldi tekið upp aftur kom Landsréttur til sögunnar. Þar með var ekki lengur kveðið á um heimild Hæstaréttar til þess að taka skýrslur af ákærðu og vitnum. Af þessari ástæðu taldi Hæstiréttur sig ekki getað bætt úr ágallanum á málinu sem varð til þess að það var tekið upp aftur. Taldi hann að endurupptökudómur hefði átt að vísa málinu til Landsréttar. Þar sem hann hefði ekki heimild til að snúa við úrskurðum endurupptökudóms eða vísa málinu sjálfur til Landsréttar þá væri óumflýjanlegt að vísa málinu frá. Þar með var sýknudómur héraðsdóms yfir Styrmir Þór endurreistur. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu vísaði endurupptökudómur máli Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns hjá Landsbankanum, sem var sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun í Hæstarétti árið 2016 aftur til Hæstaréttar. Í úrskurðinum sagðist endurupptökudómur ekki hafa lagaheimild til þess að vísa málum sem voru dæmd í Hæstarétti til Landsréttar og þar við situr. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, sagði nýlega að unnið væri að því að skýra lögin um meðferð sakamála til þess að leysa úr pattstöðunni. Samkvæmt upplýsingum frá endurupptökudómi er þar eitt mál til meðferðar þar sem milliliðalaus sönnunarfærsla kemur við sögu. Dómurinn segist ekki veita upplýsingar um hvert það mál er. Hefði átt að hlýta fordæmi æðsta dómstóls landsins Hluti Milestone-málsins fór sömu leið þegar Hæstiréttur tók það aftur til meðferðar eftir tilvísun frá endurupptökudómi í vikunni. Þar með var sýkna yfir Karli Wernerssyni og tveimur endurskoðendum úr héraði endurrreist. Ólíkt endurupptöku máls Styrmis Þórs þar sem ríkissaksóknari fór fram á sakfellingu tók Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, undir kröfu sakborninganna í Milestone-málinu um frávísun. Í viðtali við Vísi segir Helgi Magnús að komið hafi verið fram fordæmi í nákvæmlega eins máli. „Við erum bara að fylgja því eftir. Við getum ekki breytt fordæmi Hæstaréttar, bara farið eftir því,“ segir hann. Hann segir það miður og óboðlegt að stór hrunmál sem sakfellt var í fyrir sjö til átta árum skuli nú eyðileggjast vegna mistaka. Málin hafi kostað mikla vinnu og fé á sínum tíma. „Að þau skuli vera að eyðileggjast núna er algerlega óþolandi staða út af einhverju svona klúðri.“ Embætti ríkissaksóknara sé þeirrar skoðunar að endurupptökudómur hefði átt að fara eftir fordæmi Hæstaréttar um að leggja ætti málið fyrir Landsrétt í stað þess að endurskoða þá lagatúlkun. „Bara hlýta því sem æðsti dómstóll landsins segir,“ segir Helgi Magnús.
Dómsmál Dómstólar Hrunið Milestone-málið Tengdar fréttir Telja túlkun endurupptökudóms vafa undirorpna Tveir dósentar í lögfræði telja að sú túlkun endurupptökudóms að hann geti ekki vísað málum sem voru dæmd í Hæstarétti til Landsréttar sé vafa undirorpin. Dómskerfið sé komið í pattstöðu hvað varðar endurupptöku sakamála vegna ólíkrar túlkunar dómstólanna tveggja á lögum. 8. nóvember 2022 12:09 Endurupptökudómur lætur ekki segjast: Sakborningar í hrunmálum fá vægari dóma Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin fjárfestinga Landsbankans, um endurupptöku og vísað málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur hafði áður vísað sambærilegu máli frá réttinum þar sem dómarar töldu málinu ranglega vísað til réttarins. Endurupptökudómur lætur ekki segjast og heldur áfram að vísa málum til réttarins. Dósent við lagadeild HÍ telur þau vinnubrögð ótæk. 3. nóvember 2022 08:13 Frávísunar krafist vegna dýrkeyptra mistaka í málum útrásarvíkinga Ríkissaksóknari hefur farið fram á frávísun í máli Milestone gegn Karli Wernerssyni í kjölfar frávísunar Hæstaréttar á sambærilegu máli Styrmis Þórs Bragasonar vegna mistaka endurupptökudóms. Nokkrum svipuðum hrunmálum var ranglega vísað til Hæstaréttar á síðasta ári. Fari hrunmál Karls og fleiri sömu leið og Styrmis standa áratugsgamlir sýknudómar óhaggaðir og ríkið dæmt til að greiða tugi milljóna í málsvarnarlaun. 13. október 2022 21:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Telja túlkun endurupptökudóms vafa undirorpna Tveir dósentar í lögfræði telja að sú túlkun endurupptökudóms að hann geti ekki vísað málum sem voru dæmd í Hæstarétti til Landsréttar sé vafa undirorpin. Dómskerfið sé komið í pattstöðu hvað varðar endurupptöku sakamála vegna ólíkrar túlkunar dómstólanna tveggja á lögum. 8. nóvember 2022 12:09
Endurupptökudómur lætur ekki segjast: Sakborningar í hrunmálum fá vægari dóma Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin fjárfestinga Landsbankans, um endurupptöku og vísað málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur hafði áður vísað sambærilegu máli frá réttinum þar sem dómarar töldu málinu ranglega vísað til réttarins. Endurupptökudómur lætur ekki segjast og heldur áfram að vísa málum til réttarins. Dósent við lagadeild HÍ telur þau vinnubrögð ótæk. 3. nóvember 2022 08:13
Frávísunar krafist vegna dýrkeyptra mistaka í málum útrásarvíkinga Ríkissaksóknari hefur farið fram á frávísun í máli Milestone gegn Karli Wernerssyni í kjölfar frávísunar Hæstaréttar á sambærilegu máli Styrmis Þórs Bragasonar vegna mistaka endurupptökudóms. Nokkrum svipuðum hrunmálum var ranglega vísað til Hæstaréttar á síðasta ári. Fari hrunmál Karls og fleiri sömu leið og Styrmis standa áratugsgamlir sýknudómar óhaggaðir og ríkið dæmt til að greiða tugi milljóna í málsvarnarlaun. 13. október 2022 21:39