Hussein ber vitni frá Grikklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2022 15:57 Freyja segir Hussein ekki hafa verið gefinn greiður aðgangur að réttindagæslumanni. Vísir/Bjarni Hussein Hussein, hælisleitandi frá Írak, verður ekki fluttur til Íslands til þess að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli hans gegn íslenska ríkinu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem taldi dóminn ekki hafa heimild til að gefa út sérstaka vitnakvaðningu í málinu. Hussein var meðal fimmán hælisleitenda sem vísað var úr landi í síðustu viku og flogið til Grikklands með valdi. Hussein notar hjólastól og hafa ýmis samtök, þeirra á meðal Þroskahjálp, gagnrýnt hvernig staðið var að framkvæmdinni. Claudia Wilson, lögmaður Hussein, segir í samtali við Mbl.is að héraðsdómur hafi ekki talið sig hafa lagaleg úrræði til að láta færa hælisleitendur fyrir dóm. Ríkið hafi boðið húsnæði í Grikklandi svo Hussein geti gefið skýrslu með fjarfundarbúnaði. Claudia sagði í samtali við fréttastofu í vikunni að sérstakar og fordæmalausar aðstæður væru uppi í máli Husseins, vegna fötlunar og tungumálaörðugleika. Því þurfi að túlka málið á íslensku, ensku og sorani-tungumáli. Til þess þurfi að notast við millitúlk. „Það gerir það frekar flókið að gera það í gegnum fjarskiptabúnað. Réttargæslumaður hefur reynt að tala við hann í gegnum fjarfundabúnað með túlk og það gekk ekki upp. Það endaði með því að tala þurfti við skyldmenni hans. Spurningin er þessi: Hvers vegna á hann, fatlaður maður, ekki að hafa sama aðgang að dómstólum og aðrir?“ spurði Claudia í vikunni. Niðurstaðan er þó sú að Hussein mun eiga kost á að gefa skýrslu með fjarfundarbúnaði þegar aðalmeðferðin fer fram föstudaginn 18. nóvember. Hælisleitendur Dómsmál Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Fordæmalaust mál kalli á fordæmalausar aðgerðir dómstóla Lögmaður Hussein Hussein, fatlaðs manns sem vísað var úr landi á fimmtudaginn, segir mál hans svo fordæmalaust að það kalli á fordæmalausar aðgerðir af hálfu dómstóla. Dómari mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. 8. nóvember 2022 18:41 Kemur í ljós hvort Hussein fái að gefa skýrslu á Íslandi Íslenska ríkið mun fyrir dómþingi í dag greina frá því hvort það hyggist verða við beiðni héraðsdómara um að flytja fatlaðan hælisleitanda aftur til Íslands til að hann geti gefið skýrslu milliliðalaust. Lögmaður mannsins segir mikilvægt að ríkið geri það í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í málinu. 8. nóvember 2022 13:04 Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Hussein var meðal fimmán hælisleitenda sem vísað var úr landi í síðustu viku og flogið til Grikklands með valdi. Hussein notar hjólastól og hafa ýmis samtök, þeirra á meðal Þroskahjálp, gagnrýnt hvernig staðið var að framkvæmdinni. Claudia Wilson, lögmaður Hussein, segir í samtali við Mbl.is að héraðsdómur hafi ekki talið sig hafa lagaleg úrræði til að láta færa hælisleitendur fyrir dóm. Ríkið hafi boðið húsnæði í Grikklandi svo Hussein geti gefið skýrslu með fjarfundarbúnaði. Claudia sagði í samtali við fréttastofu í vikunni að sérstakar og fordæmalausar aðstæður væru uppi í máli Husseins, vegna fötlunar og tungumálaörðugleika. Því þurfi að túlka málið á íslensku, ensku og sorani-tungumáli. Til þess þurfi að notast við millitúlk. „Það gerir það frekar flókið að gera það í gegnum fjarskiptabúnað. Réttargæslumaður hefur reynt að tala við hann í gegnum fjarfundabúnað með túlk og það gekk ekki upp. Það endaði með því að tala þurfti við skyldmenni hans. Spurningin er þessi: Hvers vegna á hann, fatlaður maður, ekki að hafa sama aðgang að dómstólum og aðrir?“ spurði Claudia í vikunni. Niðurstaðan er þó sú að Hussein mun eiga kost á að gefa skýrslu með fjarfundarbúnaði þegar aðalmeðferðin fer fram föstudaginn 18. nóvember.
Hælisleitendur Dómsmál Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Fordæmalaust mál kalli á fordæmalausar aðgerðir dómstóla Lögmaður Hussein Hussein, fatlaðs manns sem vísað var úr landi á fimmtudaginn, segir mál hans svo fordæmalaust að það kalli á fordæmalausar aðgerðir af hálfu dómstóla. Dómari mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. 8. nóvember 2022 18:41 Kemur í ljós hvort Hussein fái að gefa skýrslu á Íslandi Íslenska ríkið mun fyrir dómþingi í dag greina frá því hvort það hyggist verða við beiðni héraðsdómara um að flytja fatlaðan hælisleitanda aftur til Íslands til að hann geti gefið skýrslu milliliðalaust. Lögmaður mannsins segir mikilvægt að ríkið geri það í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í málinu. 8. nóvember 2022 13:04 Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Fordæmalaust mál kalli á fordæmalausar aðgerðir dómstóla Lögmaður Hussein Hussein, fatlaðs manns sem vísað var úr landi á fimmtudaginn, segir mál hans svo fordæmalaust að það kalli á fordæmalausar aðgerðir af hálfu dómstóla. Dómari mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. 8. nóvember 2022 18:41
Kemur í ljós hvort Hussein fái að gefa skýrslu á Íslandi Íslenska ríkið mun fyrir dómþingi í dag greina frá því hvort það hyggist verða við beiðni héraðsdómara um að flytja fatlaðan hælisleitanda aftur til Íslands til að hann geti gefið skýrslu milliliðalaust. Lögmaður mannsins segir mikilvægt að ríkið geri það í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í málinu. 8. nóvember 2022 13:04
Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35