Barcelona skoðar tvíeyki Villareal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2022 12:06 Jorge Cuenca gæti verið á leið aftur til Barcelona. Joan Valls/Getty Images Barcelona, topplið spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, virðist ætla að bæta við sig miðvörðum þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Eins og frægt er orðið þá lagði miðvörðurinn sigursæli Gerard Piqué skóna á hilluna um daginn. Við það opnast gat í leikmannahóp Barcelona sem þarf að fylla. Þá virðist Xavi, þjálfari liðsins, ekki hafa mikla trú á Eric Garcia. Xavi horfir til gula kafbátsins í von um að fylla skarð Piqué en samkvæmt Mundo Deportivo vilja Börsungar tvo miðverði frá Villareal, þá Jorge Cuenca og Juan Foyth. Hinn 22 ára gamli Cuenca fór frá Katalóníu til Villareal sumarið 2020. Leikmaðurinn er með ákvæði þess efnis að Barcelona geit keypt hann á nýjan leik og virðist sem Xavi ætli að nýta sér það ákvæði. Cuenca hefur lítið spilað með Villareal en hann var lánaður til Almería og Getafe fyrstu tvö tímabilin sín. Á þessari leiktíð hefur hann aðallega spilað í Sambandsdeild Evrópu og virðist sem hann verði ekki leikmaður liðsins mikið lengur. Börsungar hafa haft áhuga á hinum 24 ára gamla Foyth frá því í sumar þegar liðið reyndi að kaupa hann fyrir 20 milljónir evra en eftir að leikmaðurinn meiddist í ágúst síðastliðnum þá fjaraði sá áhugi úti. Juan Foyth í leik gegn BarcelonaAitor Alcalde/Getty Images Hvort tvíeykið umturni varnarleik Barcelona skal ósagt látið en eitt er víst. Xavi þarf ekki að stilla Marcos Alonso upp í miðverði fari svo að liðið landi báðum leikmönnum. Barcelona er á toppi La Liga með 34 stig eftir 14 leiki, tveimur stigum meira en Spánarmeistarar Real Madríd. Villareal er í 9. sæti með 21 stig. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Sjá meira
Eins og frægt er orðið þá lagði miðvörðurinn sigursæli Gerard Piqué skóna á hilluna um daginn. Við það opnast gat í leikmannahóp Barcelona sem þarf að fylla. Þá virðist Xavi, þjálfari liðsins, ekki hafa mikla trú á Eric Garcia. Xavi horfir til gula kafbátsins í von um að fylla skarð Piqué en samkvæmt Mundo Deportivo vilja Börsungar tvo miðverði frá Villareal, þá Jorge Cuenca og Juan Foyth. Hinn 22 ára gamli Cuenca fór frá Katalóníu til Villareal sumarið 2020. Leikmaðurinn er með ákvæði þess efnis að Barcelona geit keypt hann á nýjan leik og virðist sem Xavi ætli að nýta sér það ákvæði. Cuenca hefur lítið spilað með Villareal en hann var lánaður til Almería og Getafe fyrstu tvö tímabilin sín. Á þessari leiktíð hefur hann aðallega spilað í Sambandsdeild Evrópu og virðist sem hann verði ekki leikmaður liðsins mikið lengur. Börsungar hafa haft áhuga á hinum 24 ára gamla Foyth frá því í sumar þegar liðið reyndi að kaupa hann fyrir 20 milljónir evra en eftir að leikmaðurinn meiddist í ágúst síðastliðnum þá fjaraði sá áhugi úti. Juan Foyth í leik gegn BarcelonaAitor Alcalde/Getty Images Hvort tvíeykið umturni varnarleik Barcelona skal ósagt látið en eitt er víst. Xavi þarf ekki að stilla Marcos Alonso upp í miðverði fari svo að liðið landi báðum leikmönnum. Barcelona er á toppi La Liga með 34 stig eftir 14 leiki, tveimur stigum meira en Spánarmeistarar Real Madríd. Villareal er í 9. sæti með 21 stig.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti