„Óvenjulega rætin“ ummæli Agnesar um Aldísi dæmd ómerk Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2022 18:18 Agnes Bragadóttir, fyrrverandi blaðamaður. Vísir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fern ummæli Agnesar Bragadóttur, fyrrverandi blaðamanns, um Aldísi Schram ómerk í dag. Framsetning ummæla hennar var talin óvenjulega rætin. Aldís stefndi Agnesi fyrir það sem hún taldi meiðyrði um sig á Facebook-síðu Agnesar og Bryndísar Schram, móður Aldísar. Agnes er vinkona Bryndísar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, foreldra Aldísar en Aldís hefur um árabil sakað föður sinn um kynferðisofbeldi. Hún taldi ummæli Agnesar bæði ósönn og ósmekkleg og til þess fallin að verða virðingu hennar til hnekkis. Ummælin væru ennfremur algerlega án tilefnis. Agnes ýjaði meðal annars að því í ummælum sínum að Aldís hefði reynt að nauðga sér á læstri sjúkrastofu á geðdeild Landspítalans. Hún hafnaði boði Aldísar um að láta málið niður falla gegn því að hún drægi ummælin til baka, bæðist afsökunar og greiddi miskabætur. Klúr, smekklaus og meiðandi framsetning ummæla Héraðsdómur taldi að ummæli Agnesar væru í eðli sínu staðhæfingar um staðreyndir frekar en gildisdómar. Að hluta til hafi þau fjallað um ætlaða refsiverða háttsemi. Ekki var tekin afstaða til þess hvort að fullyrðingar Agnesar um að Aldís hefði ráðist á sig og hótað að naugða sér á geðdeildinni væru sannar eða ekki. Þess í stað taldi dómurinn að Agnes hefði með ummælum sínum brotið gegn trúnaðarskyldum sem hvíldu á henni þegar hún heimsótti Aldísi á geðdeild. Tilgangur ummælanna hafi verið illvilji Agnesar í garð Aldísar. Agnes gæti ekki borið því við að um gildisdóm hafi verið að ræða þar sem þeir þurfi að eiga sér stoð í staðreyndum. Ekki megi heldur setja fram gildisdóma af hreinum illvilja. „Loks er framsetning ummæla stefndu svo klúr, smekklaus og meiðandi að útyfir tekur,“ sagði í dómnum. Niðurstaða dómsins var að í ummælum Agnesar hafi falist meingerð gegn æru Aldísar. Ekkert hafi komið fram í málinu sem gæti réttlætt þau og þau hafi verið engum gögnum eða rökum studd. Agnes hafi jafnframt ekki reynt að bera af sér ummælin á nokkurn hátt og þvert á móti haldið því fram að þau væru sönn. Agnes var þó sýknuð af kröfu Aldísar um að standa straum af birtingu dómsins opinberlega. Hún þarf engu að síður að greiða Aldísi 600.000 krónur í miskabætur og eina og hálfa milljón króna í málskostnað. Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Aldís stefndi Agnesi fyrir það sem hún taldi meiðyrði um sig á Facebook-síðu Agnesar og Bryndísar Schram, móður Aldísar. Agnes er vinkona Bryndísar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, foreldra Aldísar en Aldís hefur um árabil sakað föður sinn um kynferðisofbeldi. Hún taldi ummæli Agnesar bæði ósönn og ósmekkleg og til þess fallin að verða virðingu hennar til hnekkis. Ummælin væru ennfremur algerlega án tilefnis. Agnes ýjaði meðal annars að því í ummælum sínum að Aldís hefði reynt að nauðga sér á læstri sjúkrastofu á geðdeild Landspítalans. Hún hafnaði boði Aldísar um að láta málið niður falla gegn því að hún drægi ummælin til baka, bæðist afsökunar og greiddi miskabætur. Klúr, smekklaus og meiðandi framsetning ummæla Héraðsdómur taldi að ummæli Agnesar væru í eðli sínu staðhæfingar um staðreyndir frekar en gildisdómar. Að hluta til hafi þau fjallað um ætlaða refsiverða háttsemi. Ekki var tekin afstaða til þess hvort að fullyrðingar Agnesar um að Aldís hefði ráðist á sig og hótað að naugða sér á geðdeildinni væru sannar eða ekki. Þess í stað taldi dómurinn að Agnes hefði með ummælum sínum brotið gegn trúnaðarskyldum sem hvíldu á henni þegar hún heimsótti Aldísi á geðdeild. Tilgangur ummælanna hafi verið illvilji Agnesar í garð Aldísar. Agnes gæti ekki borið því við að um gildisdóm hafi verið að ræða þar sem þeir þurfi að eiga sér stoð í staðreyndum. Ekki megi heldur setja fram gildisdóma af hreinum illvilja. „Loks er framsetning ummæla stefndu svo klúr, smekklaus og meiðandi að útyfir tekur,“ sagði í dómnum. Niðurstaða dómsins var að í ummælum Agnesar hafi falist meingerð gegn æru Aldísar. Ekkert hafi komið fram í málinu sem gæti réttlætt þau og þau hafi verið engum gögnum eða rökum studd. Agnes hafi jafnframt ekki reynt að bera af sér ummælin á nokkurn hátt og þvert á móti haldið því fram að þau væru sönn. Agnes var þó sýknuð af kröfu Aldísar um að standa straum af birtingu dómsins opinberlega. Hún þarf engu að síður að greiða Aldísi 600.000 krónur í miskabætur og eina og hálfa milljón króna í málskostnað.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira