Traust til Katrínar hrynur en Kristrún rýkur upp Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 18. nóvember 2022 07:43 Kristrún Frostadóttir er sá stjórnmálamaður sem landsmenn segjast treysta best þessi dægrin. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er sá stjórnmálaleiðtogi sem Íslendingar segjast treysta best, samkvæmt nýrri könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í morgun. Síðustu misseri og ár hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra borið höfuð og herðar yfir aðra formenn flokkanna þegar hugur landsmanna er kannaður og minnir blaðið á könnun sem gerð var í október í fyrra á vegum Maskínu þar sem tæp 60 prósent svarenda vildu Katrínu sem forsætisráðherra á meðan enginn annar leiðtogi náði tíu prósentum. Nú er öldin önnur og trónir Kristrún á toppnum með rúmlega tuttugu og fimm prósent þegar spurt er hvaða leiðtoga fólk treysti best. Katrín kemur næst með tæp átján prósent og þriðji er Bjarni Benediktsson með rúm fimmtán prósent. Kristrún nýtur eins og við var að búast yfirgnæfandi stuðnings innan Samfylkingarinnar en hún fær einnig nokkurn stuðning úr öðrum flokkum, 53 prósent þeirra sem segjast kjósa Sósíalistaflokkinn segjast treysta henni best, 23 prósent Viðreisnarfólks og 16 prósent Pírata. Níutíu prósent kjósenda VG treysta hinsvegar Katrínu best en það gera einnig 15 prósent Sjálfstæðismanna, 14 prósent Sósíalista og 13 prósent Frasóknarmanna. Bjarni nýtur síðan stuðnings 70 prósenta Sjálfstæðismanna, en hann fær hinsvegar lítinn sem engan stuðning út fyrir flokk sinn. Samfylkingin Alþingi Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Síðustu misseri og ár hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra borið höfuð og herðar yfir aðra formenn flokkanna þegar hugur landsmanna er kannaður og minnir blaðið á könnun sem gerð var í október í fyrra á vegum Maskínu þar sem tæp 60 prósent svarenda vildu Katrínu sem forsætisráðherra á meðan enginn annar leiðtogi náði tíu prósentum. Nú er öldin önnur og trónir Kristrún á toppnum með rúmlega tuttugu og fimm prósent þegar spurt er hvaða leiðtoga fólk treysti best. Katrín kemur næst með tæp átján prósent og þriðji er Bjarni Benediktsson með rúm fimmtán prósent. Kristrún nýtur eins og við var að búast yfirgnæfandi stuðnings innan Samfylkingarinnar en hún fær einnig nokkurn stuðning úr öðrum flokkum, 53 prósent þeirra sem segjast kjósa Sósíalistaflokkinn segjast treysta henni best, 23 prósent Viðreisnarfólks og 16 prósent Pírata. Níutíu prósent kjósenda VG treysta hinsvegar Katrínu best en það gera einnig 15 prósent Sjálfstæðismanna, 14 prósent Sósíalista og 13 prósent Frasóknarmanna. Bjarni nýtur síðan stuðnings 70 prósenta Sjálfstæðismanna, en hann fær hinsvegar lítinn sem engan stuðning út fyrir flokk sinn.
Samfylkingin Alþingi Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira