„Þessi nýja ógn er mjög sértæk og setur okkur í alveg nýja stöðu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2022 11:46 Þorleifur segir stjórnvöld þurfa að taka stöðuna og setja nauðsynleg verkefni af stað með tilliti til almannahagsmuna. Fjarskiptastofa getur ekki afhent fjölmiðlum gögn er varða áhættumat vegna sæstrengjanna sem liggja til Íslands, þar sem gögnin eru bundin trúnaði vegna þjóðaröryggishagsmuna. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Þorleifs Jónassonar, sviðsstjóra fjarskiptainnviða, við fyrirspurn fréttastofu. „Þessi nýja ógn er mjög sértæk og setur okkur í alveg nýja stöðu.“ Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu og forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, greindi frá því í viðtali við RÚV á dögunum að unnið hefði verið að áhættumatinu frá því á vormánuðum. Í því er meðal annars skoðaður sá möguleiki að báðir sæstrengirnir sem liggja til Íslands rofnuðu á sama tíma. Þriðji strengurinn, IRIS, verður tekinn í notkun á næsta ári. Tilefni umfjöllunarinnar er aukin spenna á Norðurslóðum í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu en greint hefur verið frá aukinni kafbátaumferð norðan við Ísland. Þá liggur fyrir að skemmdir voru unnar á Nord Stream 1 og 2, gasleiðslunum sem liggja í Eystrasalti, í september síðastliðnum. Netsamband Íslands við umheimin fer um sæstrengina FARICE-1 og DANICE, sem voru teknir í notkun árin 2004 og 2009. Að sögn Guðmundar nær annar strengurinn að anna allri netumferð en menn hafa velt því fyrir sér hvað gerðist ef báðir rofnuðu á sama tíma, hvort sem er vegna óviljaverks eða skemmdarverka. Fréttastofa innti Þorleif eftir svörum við því hvort viðbragðsáætlun væri til staðar ef báðir sæstrengirnir rofnuðu. Hann sagði að fram til þessa og í eðlilegu árferði hefðu menn ekki talið líklegt að báðir strengir gætu fallið út á sama tíma og í lengri tíma. Þorleifur vísaði til orða Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, sem sagði við Kveik á dögunum að menn vissu ekki fullkomlega hvaða keðjuverkandi áhrif atvik af þessu tagi myndi hafa. Greiningu á því væri ekki að fullu lokið. „Í þessari nýju stöðu og með þessa nýju ógn þá er eðlilegt að stjórnvöld taki stöðuna og setji nauðsynleg verkefni í ferli m.t.t. almannavarnahagsmuna,“ sagði Þorleifur. Netöryggi Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum Þorleifs Jónassonar, sviðsstjóra fjarskiptainnviða, við fyrirspurn fréttastofu. „Þessi nýja ógn er mjög sértæk og setur okkur í alveg nýja stöðu.“ Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu og forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, greindi frá því í viðtali við RÚV á dögunum að unnið hefði verið að áhættumatinu frá því á vormánuðum. Í því er meðal annars skoðaður sá möguleiki að báðir sæstrengirnir sem liggja til Íslands rofnuðu á sama tíma. Þriðji strengurinn, IRIS, verður tekinn í notkun á næsta ári. Tilefni umfjöllunarinnar er aukin spenna á Norðurslóðum í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu en greint hefur verið frá aukinni kafbátaumferð norðan við Ísland. Þá liggur fyrir að skemmdir voru unnar á Nord Stream 1 og 2, gasleiðslunum sem liggja í Eystrasalti, í september síðastliðnum. Netsamband Íslands við umheimin fer um sæstrengina FARICE-1 og DANICE, sem voru teknir í notkun árin 2004 og 2009. Að sögn Guðmundar nær annar strengurinn að anna allri netumferð en menn hafa velt því fyrir sér hvað gerðist ef báðir rofnuðu á sama tíma, hvort sem er vegna óviljaverks eða skemmdarverka. Fréttastofa innti Þorleif eftir svörum við því hvort viðbragðsáætlun væri til staðar ef báðir sæstrengirnir rofnuðu. Hann sagði að fram til þessa og í eðlilegu árferði hefðu menn ekki talið líklegt að báðir strengir gætu fallið út á sama tíma og í lengri tíma. Þorleifur vísaði til orða Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, sem sagði við Kveik á dögunum að menn vissu ekki fullkomlega hvaða keðjuverkandi áhrif atvik af þessu tagi myndi hafa. Greiningu á því væri ekki að fullu lokið. „Í þessari nýju stöðu og með þessa nýju ógn þá er eðlilegt að stjórnvöld taki stöðuna og setji nauðsynleg verkefni í ferli m.t.t. almannavarnahagsmuna,“ sagði Þorleifur.
Netöryggi Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira