Eru allar tær eins? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. nóvember 2022 22:01 Mjög mikilvægt er að hugsa vel um tærnar hjá sér en nemendur hjá Keili læra það meðal annars, sem eru í námi í fótaaðgerðafræði í skólanum. Margir þeirra opna stofu eftir námið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fótaaðgerðafræði er vinsælt nám hjá Keili á Keflavíkurflugvelli en nú eru þar 24 nemendur í því námi, 23 konur og 1 karl. Að fjarlægja líkþorn og vörtur er eitt af fjölmörgum verkefnum nemenda í verklegum tímum. Ein af fjölbreyttum námsleiðum Keilis er nám í fótaaðgerðafræði, sem hefur heppnast mjög vel og verið mikil aðsókn í. Mjög góð aðstaða er í skólanum til verklegra kennslu þar sem nemendur fá leiðsögn frá kennurum sínum um ýmis verkefni fótaaðgerðafræðinnar. „Þetta náttúrulega snýst um heilbrigði fóta að mestu, að fólk sé með góðar fætur. Við erum mikið með sykursýkisjúklinga og meðhöndlum þá og svo erum við náttúrulega að taka líka líkþorn og vörtur og annað slíkt til að létta á fótum fólks ef það finnur til,“ segir Freydís Baldrún Antonsdóttir, kennari í fótaaðgerðarfræði hjá Keili. Námið er eitt og hálft ár, eða þrjár annir, bóklegt og verklegt. „Það er farið mjög djúpt í anatómíuna á öllum sviðum á fótum og öðrum. Svo er það verkefnavinnan og náttúrulega er þetta opin stofa fyrir þá, sem eru lengra komnir,“ segir Freydís enn fremur. Freydís Baldrún Antonsdóttir, kennari í fótaaðgerðarfræði hjá Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu mikilvægt er að hugsa vel um fæturna og tærnar sínar? „Bara algjörlega mikilvægt. Við erum náttúrulega með þessar fætur okkar, fæðumst með þær og þurfum að ganga þeim, sem eftir er. Þær halda okkur bara uppi og mjög mikilvægt að við séum með góða og heilbrigða fætur.“ Einn karlmaður er í náminu í Keili en það er lítið, sem ekkert um það að karlmenn læri fagið. Af hvað kom til að hann skellti sér í námið? „Þetta er bara áhugavert nám aðallega. Ég er að krukka í tám alla daga, það er mjög skemmtilegt. Ég held að ég sé eini hérna núna á Íslandi að læra fagið, ég er svona frumkvöðull og vonandi koma bara fleiri karlar á eftir,“ segir Sigurður Óskar Sigurðsson, nemandi í fótaaðgerðarfræði hjá Keili. Eru allar tær eins? „Nei,nei, þær eru mjög mismunandi. Ég á mér uppáhalds tá en það er stóra táin,“ segir Sigurður Óskar hlægjandi og alsæll í náminu. Sigurður Óskar Sigurðsson, nemandi í fótaaðgerðarfræði hjá Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Ein af fjölbreyttum námsleiðum Keilis er nám í fótaaðgerðafræði, sem hefur heppnast mjög vel og verið mikil aðsókn í. Mjög góð aðstaða er í skólanum til verklegra kennslu þar sem nemendur fá leiðsögn frá kennurum sínum um ýmis verkefni fótaaðgerðafræðinnar. „Þetta náttúrulega snýst um heilbrigði fóta að mestu, að fólk sé með góðar fætur. Við erum mikið með sykursýkisjúklinga og meðhöndlum þá og svo erum við náttúrulega að taka líka líkþorn og vörtur og annað slíkt til að létta á fótum fólks ef það finnur til,“ segir Freydís Baldrún Antonsdóttir, kennari í fótaaðgerðarfræði hjá Keili. Námið er eitt og hálft ár, eða þrjár annir, bóklegt og verklegt. „Það er farið mjög djúpt í anatómíuna á öllum sviðum á fótum og öðrum. Svo er það verkefnavinnan og náttúrulega er þetta opin stofa fyrir þá, sem eru lengra komnir,“ segir Freydís enn fremur. Freydís Baldrún Antonsdóttir, kennari í fótaaðgerðarfræði hjá Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu mikilvægt er að hugsa vel um fæturna og tærnar sínar? „Bara algjörlega mikilvægt. Við erum náttúrulega með þessar fætur okkar, fæðumst með þær og þurfum að ganga þeim, sem eftir er. Þær halda okkur bara uppi og mjög mikilvægt að við séum með góða og heilbrigða fætur.“ Einn karlmaður er í náminu í Keili en það er lítið, sem ekkert um það að karlmenn læri fagið. Af hvað kom til að hann skellti sér í námið? „Þetta er bara áhugavert nám aðallega. Ég er að krukka í tám alla daga, það er mjög skemmtilegt. Ég held að ég sé eini hérna núna á Íslandi að læra fagið, ég er svona frumkvöðull og vonandi koma bara fleiri karlar á eftir,“ segir Sigurður Óskar Sigurðsson, nemandi í fótaaðgerðarfræði hjá Keili. Eru allar tær eins? „Nei,nei, þær eru mjög mismunandi. Ég á mér uppáhalds tá en það er stóra táin,“ segir Sigurður Óskar hlægjandi og alsæll í náminu. Sigurður Óskar Sigurðsson, nemandi í fótaaðgerðarfræði hjá Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira