Banaslysið setur svip sinn á minningardaginn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. nóvember 2022 12:30 Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Bylgjan Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hópferðabifreið var ekið á hann á horni Barónsstígs og Grettisgötu í gærkvöldi. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að slysið muni lita dagskrá alþjóðlegs minningardags um fórnarlömb umferðarslysa sem fer fram í dag. Slysið varð á níunda tímanum í gærkvöldi og var allri umferð um Barónsstíg lokað í dágóðan tíma eftir að slysið varð. Í morgun tilkynnti lögregla að karlmaður á þrítugsaldri hafi látist í slysinu en hann var á hlaupahjóli þegar hann varð fyrir hópbifreið. Farþegum hópbifreiðarinnar var boðið upp á áfallahjálp hjá Rauða krossinum eftir slysið. Erfitt að ræða árangur í dag Í dag er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa og hafði minningarathöfn verið skipulögð fyrir talsverðu síðan. Hún fer fram á þyrlupalli Landspítalans í Fossvogi klukkan tvö í dag. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá Samgöngustofu, segir að tíðindin í morgun muni setja svip sinn á daginn. „Jú það gerir það. Maður vonar alltaf að í rauninni að svona minningardagur verði í komandi framtíð óþarfur, heyri bara sögunni til. En því miður þá bætist við og það er mjög erfitt að tala um þann árangur sem hefur með sanni náðst í fækkun slysa þegar að við samt erum að missa enn þá fólk í umferðinni og fólk er að stórslasast. Það er bara mjög erfitt,“ segir Einar Magnús. Engin slys eru markmiðið Átta hafa nú látist í umferðinni það sem af er ári. „Ásættanlegur árangur er bókstaflega engin slys. En við viljum nota daginn núna til að leiða hugann að þeim sem eiga um sárt að binda. Leiða hugann að minningu þeirra sem hafa farið í umferðinni,“ segir Einar Magnús. Honum er þakklæti í garð viðbragðsaðila ofarlega í huga. „Og við viljum líka fyrst og fremst huga að ábyrgð okkar allra í umferðinni. Að það sé engin misgá eða engin athyglisbrestur eða eitthvað sem að veldur slysi. Það er gríðarlega mikilvægt að leiða hugann að öllu þessu í dag,“ segir Einar Magnús. Forseti Íslands og heilbrigðisráðherra munu báðir flytja erindi við minningarathöfnina í dag og þá mun kona sem varð völd að banaslysi fyrir þrjátíu árum segja frá því hvernig slysið hefur markað líf hennar. Banaslys á Barónsstíg Samgönguslys Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Slysið varð á níunda tímanum í gærkvöldi og var allri umferð um Barónsstíg lokað í dágóðan tíma eftir að slysið varð. Í morgun tilkynnti lögregla að karlmaður á þrítugsaldri hafi látist í slysinu en hann var á hlaupahjóli þegar hann varð fyrir hópbifreið. Farþegum hópbifreiðarinnar var boðið upp á áfallahjálp hjá Rauða krossinum eftir slysið. Erfitt að ræða árangur í dag Í dag er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa og hafði minningarathöfn verið skipulögð fyrir talsverðu síðan. Hún fer fram á þyrlupalli Landspítalans í Fossvogi klukkan tvö í dag. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá Samgöngustofu, segir að tíðindin í morgun muni setja svip sinn á daginn. „Jú það gerir það. Maður vonar alltaf að í rauninni að svona minningardagur verði í komandi framtíð óþarfur, heyri bara sögunni til. En því miður þá bætist við og það er mjög erfitt að tala um þann árangur sem hefur með sanni náðst í fækkun slysa þegar að við samt erum að missa enn þá fólk í umferðinni og fólk er að stórslasast. Það er bara mjög erfitt,“ segir Einar Magnús. Engin slys eru markmiðið Átta hafa nú látist í umferðinni það sem af er ári. „Ásættanlegur árangur er bókstaflega engin slys. En við viljum nota daginn núna til að leiða hugann að þeim sem eiga um sárt að binda. Leiða hugann að minningu þeirra sem hafa farið í umferðinni,“ segir Einar Magnús. Honum er þakklæti í garð viðbragðsaðila ofarlega í huga. „Og við viljum líka fyrst og fremst huga að ábyrgð okkar allra í umferðinni. Að það sé engin misgá eða engin athyglisbrestur eða eitthvað sem að veldur slysi. Það er gríðarlega mikilvægt að leiða hugann að öllu þessu í dag,“ segir Einar Magnús. Forseti Íslands og heilbrigðisráðherra munu báðir flytja erindi við minningarathöfnina í dag og þá mun kona sem varð völd að banaslysi fyrir þrjátíu árum segja frá því hvernig slysið hefur markað líf hennar.
Banaslys á Barónsstíg Samgönguslys Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira