„Fyrir mér er þetta löngu búið“ Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2022 21:35 Kristófer Acox tróð boltanum oftar en einu sinni í kvöld, í körfurnar sem hann þekkir svo vel í Vesturbænum. VÍSIR/BÁRA Kristófer Acox sneri aftur á sinn gamla heimavöll í Vesturbænum og átti góðan leik í stórsigri Vals gegn KR í Subway-deildinni í körfubolta í kvöld, níu dögum eftir að hafa unnið mál gegn KR fyrir Landsrétti. „Heilt yfir vorum við mjög góðir. Við vitum að það er erfitt að spila fyrsta leik eftir pásu, ég og Kári ekki búnir að vera með liðinu, þannig að ég er mjög ánægður með hvernig við komum inn í þennan leik og heilt yfir vorum við mjög góðir,“ sagði Kristófer. „Við náðum að smella í vörninni í öðrum leikhluta, hlaupa mikið á þá og fá mikið af auðveldum körfum. Við tókum mikið frá þeim held ég, þetta var erfitt fyrir þá sóknarlega, og við erum það vel drillaðir varnarlega svo við reynum að nýta okkur þá styrkleika. Við erum líka frábært lið, á toppnum, og erum í sama gír og fyrir hléið. Við erum að halda áfram að verða betri,“ sagði Kristófer. Þó að allt meistaralið Vals vinni afskaplega vel saman þá hefur samvinna Kristófers og Kára Jónssonar vakið sérstaka athygli. Kári mataði Kristófer á stoðsendingum í kvöld og þessir félagar úr íslenska landsliðinu virðast njóta sín afar vel saman: „Hann er eins og bróðir minn inni á vellinum. Það eru forréttindi að fá að vera með honum. Frábær leikmaður. Við gerum hvorn annan betri og hjálpum liðinu gríðarlega mikið. Svo erum við líka bara með fullt af frábærum leikmönnum í öllum stöðum. Við erum á góðum stað í dag,“ sagði Kristófer. Erfitt fyrir þá að horfa á mig í öðru liði að vinna með 40 stigum Aðspurður hvernig væri að mæta KR svo skömmu eftir að Landsréttur dæmdi Kristófer í vil gegn hans gamla félagi, í langvinnri deilu vegna ógreiddra launa, sagði Kristófer það ekkert sérstaklega skrýtið: „Nei, nei. Ekki þannig séð. Svona er þetta bara. Þetta er búið að vera í gangi í langan tíma en ég var bara að spila körfuboltaleik. Maður fókusar ekki á neitt annað en að koma og vinna liðin sem maður spilar á móti. Auðvitað er þetta kannski aðeins á hliðarlínunni, en fyrir mér er þetta löngu búið þó að það hafi verið dæmt í þessu um daginn. Það fór eins og það fór og ég kippi mér ekkert upp við þetta,“ sagði Kristófer sem virtist enn afar vinsæll hjá krökkunum í Vesturbæ sem gáfu honum engan frið eftir leik. „Þetta er búið að vera mikið í umfjölluninni en hérna vann ég marga titla og margir krakkar þekkja mig, og margir í stúkunni. Ég veit að það er örugglega erfitt fyrir þá að horfa á mig í öðru liði, sérstaklega í rauðu, koma hingað og vinna hérna með fjörutíu stigum. Það er alltaf sætt að koma og vinna gamla liðið sitt,“ sagði Kristófer. Björn Kristjánsson var heiðraður með blómvendi fyrir leik í kvöld. Hann varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með KR.VÍSIR/BÁRA Hann vildi einnig skila kveðju til síns besta vinar, Björns Kristjánssonar, sem var heiðraður fyrir leik fyrir sín störf í þágu KR en Björn spilar ekki meira fyrir liðið vegna veikinda. Saman léku þeir í meistaraliði KR um árabil. „Til hamingju með frábæran feril. Ég elska þig Björn. Gangi þér vel í vetur,“ sagði Kristófer. Subway-deild karla KR Valur Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira
„Heilt yfir vorum við mjög góðir. Við vitum að það er erfitt að spila fyrsta leik eftir pásu, ég og Kári ekki búnir að vera með liðinu, þannig að ég er mjög ánægður með hvernig við komum inn í þennan leik og heilt yfir vorum við mjög góðir,“ sagði Kristófer. „Við náðum að smella í vörninni í öðrum leikhluta, hlaupa mikið á þá og fá mikið af auðveldum körfum. Við tókum mikið frá þeim held ég, þetta var erfitt fyrir þá sóknarlega, og við erum það vel drillaðir varnarlega svo við reynum að nýta okkur þá styrkleika. Við erum líka frábært lið, á toppnum, og erum í sama gír og fyrir hléið. Við erum að halda áfram að verða betri,“ sagði Kristófer. Þó að allt meistaralið Vals vinni afskaplega vel saman þá hefur samvinna Kristófers og Kára Jónssonar vakið sérstaka athygli. Kári mataði Kristófer á stoðsendingum í kvöld og þessir félagar úr íslenska landsliðinu virðast njóta sín afar vel saman: „Hann er eins og bróðir minn inni á vellinum. Það eru forréttindi að fá að vera með honum. Frábær leikmaður. Við gerum hvorn annan betri og hjálpum liðinu gríðarlega mikið. Svo erum við líka bara með fullt af frábærum leikmönnum í öllum stöðum. Við erum á góðum stað í dag,“ sagði Kristófer. Erfitt fyrir þá að horfa á mig í öðru liði að vinna með 40 stigum Aðspurður hvernig væri að mæta KR svo skömmu eftir að Landsréttur dæmdi Kristófer í vil gegn hans gamla félagi, í langvinnri deilu vegna ógreiddra launa, sagði Kristófer það ekkert sérstaklega skrýtið: „Nei, nei. Ekki þannig séð. Svona er þetta bara. Þetta er búið að vera í gangi í langan tíma en ég var bara að spila körfuboltaleik. Maður fókusar ekki á neitt annað en að koma og vinna liðin sem maður spilar á móti. Auðvitað er þetta kannski aðeins á hliðarlínunni, en fyrir mér er þetta löngu búið þó að það hafi verið dæmt í þessu um daginn. Það fór eins og það fór og ég kippi mér ekkert upp við þetta,“ sagði Kristófer sem virtist enn afar vinsæll hjá krökkunum í Vesturbæ sem gáfu honum engan frið eftir leik. „Þetta er búið að vera mikið í umfjölluninni en hérna vann ég marga titla og margir krakkar þekkja mig, og margir í stúkunni. Ég veit að það er örugglega erfitt fyrir þá að horfa á mig í öðru liði, sérstaklega í rauðu, koma hingað og vinna hérna með fjörutíu stigum. Það er alltaf sætt að koma og vinna gamla liðið sitt,“ sagði Kristófer. Björn Kristjánsson var heiðraður með blómvendi fyrir leik í kvöld. Hann varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með KR.VÍSIR/BÁRA Hann vildi einnig skila kveðju til síns besta vinar, Björns Kristjánssonar, sem var heiðraður fyrir leik fyrir sín störf í þágu KR en Björn spilar ekki meira fyrir liðið vegna veikinda. Saman léku þeir í meistaraliði KR um árabil. „Til hamingju með frábæran feril. Ég elska þig Björn. Gangi þér vel í vetur,“ sagði Kristófer.
Subway-deild karla KR Valur Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira