Ráðherra hætti að ráðast að fangelsum í stað þess að ráðast í stríð Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2022 14:30 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Arnar Þingmaður Viðreisnar sakar dómsmálaráðherra um að fjársvelta fangelsi landsins þannig að dæmdir menn komist ekki í afplánun. Ráðherrann ætti frekar að hætta að ráðast að fangelsunum í stað þess að hefja stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, boðaði stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ummælin lét ráðherrann falla í samhengi við hnífstunguárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í síðustu viku sem hefur verið tengd við deilur tveggja hópa. Í átaki gegn skipulagðri glæpastarsemi á næsta ári fælist meðal annars að samþykkja frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og bæta búnað hennar svo að lögreglumenn gætu varið sig. Átti Jón von á að taka þyrfti skref sem reyndust umdeild, þar á meðal um vopnaburð lögreglu. Jón reyndist sannspár því þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu orð hans í morgun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, setti ummæli hans í samhengi við fréttir um að á fjórða hundrað manns bíði eftir að hefja afplánun í fangelsum landsins. „Dómsmálaráðherra boðar nú í fjölmiðlum stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Sami dómsmálaráðherra hefur hins vegar fjársvelt fangelsi landsins svo alvarlega um árabil að menn sem dæmdir hafa verið í fangelsi eru ekki boðaðir í afplánun,“ skrifaði hún í færslu á Facebook í morgun. Dæmdir menn afplána ekki dóma Biðin eftir afplánun sé oft talin í árum og hún leiði stundum til þess að afplánun fyrnist. Það þýði að dæmdir menn afpláni ekki dóma sína. Þar við bætist að fangelsismál hafi sætt niðurskurði frá hruni, réttindi fanga í afplánun hafi verið strípuð, viðhald í fangelsum sé lélegt og úrræði til að byggja menn upp þar séu ekki nægileg. Á næsti ári sé viðbúið að fjöldi rýma í fangelsum verði ekki nýtt vegna fjárhagsstöðu þeirra. „Fyrsta skref hjá dómsmálaráðherra er að hætta að ráðast að fangelsum landsins - áður en hann leggur í frekari stríðsrekstur,“ segir Þorbjörg. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók dýpra í árina þegar hann deildi færslu Þorbjargar og líkti Jóni við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. „Rebranding á „stríð gegn fíkniefnum“...hvernig fór það aftur? Klassískt að valdhyggjufólkið vilji her til að fara í stríð,“ skrifaði Björn. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, lagði til að í stað þess að lýsa yfir stríði ætti að byggja upp sterkara félagslegra stuðningsnet og kerfi sem komi í veg fyrir að fólk leiðist út í glæpi til þess að byrja með. „Skaðaminnkun með dass af mannúð. Það er líka forvirk aðgerð,“ tísti hún í morgun. Hot take en hvað með að í stað þess að lýsa yfir stríði þá myndum við líka byggja upp sterkari félagsleg stuðningsnet og kerfi sem kemur í veg fyrir að fólk leiðist út í glæpi til að byrja með. Skaðaminnkun með dass af mannúð. Það er líka forvirk aðgerð pic.twitter.com/DOYJw6iOxq— Lenya Rún (@Lenyarun) November 21, 2022 Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Sjá meira
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, boðaði stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ummælin lét ráðherrann falla í samhengi við hnífstunguárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í síðustu viku sem hefur verið tengd við deilur tveggja hópa. Í átaki gegn skipulagðri glæpastarsemi á næsta ári fælist meðal annars að samþykkja frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og bæta búnað hennar svo að lögreglumenn gætu varið sig. Átti Jón von á að taka þyrfti skref sem reyndust umdeild, þar á meðal um vopnaburð lögreglu. Jón reyndist sannspár því þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu orð hans í morgun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, setti ummæli hans í samhengi við fréttir um að á fjórða hundrað manns bíði eftir að hefja afplánun í fangelsum landsins. „Dómsmálaráðherra boðar nú í fjölmiðlum stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Sami dómsmálaráðherra hefur hins vegar fjársvelt fangelsi landsins svo alvarlega um árabil að menn sem dæmdir hafa verið í fangelsi eru ekki boðaðir í afplánun,“ skrifaði hún í færslu á Facebook í morgun. Dæmdir menn afplána ekki dóma Biðin eftir afplánun sé oft talin í árum og hún leiði stundum til þess að afplánun fyrnist. Það þýði að dæmdir menn afpláni ekki dóma sína. Þar við bætist að fangelsismál hafi sætt niðurskurði frá hruni, réttindi fanga í afplánun hafi verið strípuð, viðhald í fangelsum sé lélegt og úrræði til að byggja menn upp þar séu ekki nægileg. Á næsti ári sé viðbúið að fjöldi rýma í fangelsum verði ekki nýtt vegna fjárhagsstöðu þeirra. „Fyrsta skref hjá dómsmálaráðherra er að hætta að ráðast að fangelsum landsins - áður en hann leggur í frekari stríðsrekstur,“ segir Þorbjörg. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók dýpra í árina þegar hann deildi færslu Þorbjargar og líkti Jóni við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. „Rebranding á „stríð gegn fíkniefnum“...hvernig fór það aftur? Klassískt að valdhyggjufólkið vilji her til að fara í stríð,“ skrifaði Björn. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, lagði til að í stað þess að lýsa yfir stríði ætti að byggja upp sterkara félagslegra stuðningsnet og kerfi sem komi í veg fyrir að fólk leiðist út í glæpi til þess að byrja með. „Skaðaminnkun með dass af mannúð. Það er líka forvirk aðgerð,“ tísti hún í morgun. Hot take en hvað með að í stað þess að lýsa yfir stríði þá myndum við líka byggja upp sterkari félagsleg stuðningsnet og kerfi sem kemur í veg fyrir að fólk leiðist út í glæpi til að byrja með. Skaðaminnkun með dass af mannúð. Það er líka forvirk aðgerð pic.twitter.com/DOYJw6iOxq— Lenya Rún (@Lenyarun) November 21, 2022
Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum