„Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. nóvember 2022 18:47 Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tíu nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Vísir/Vilhelm Lögregla hefur lagt hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þar á meðal skotvopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir átökin undanfarna daga snúast um völd. Tvö myndbönd af árásinni í síðustu viku á skemmtistaðnum Bankastræti Club hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Þar sést hvernig hópur vopnaðra manna ræðst á og stingur þrjá menn um tvítugt. Um var að ræða einhvers konar uppgjör milli tveggja hópa en hótanir höfðu gengið á víxl þeirra á milli í aðdraganda árásarinnar. Í framhaldinu hafa hótanir og hefndarárásir verði gerðar en síðast í nótt var bensín- og reyksprengjum kastað að heimahúsum. „Við erum með einhver sex tilvik þar sem þessum hótunum hefur verið fylgt eftir,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Dæmi séu þó um að fólk hafi veigrað sér við að tilkynna hótanir til lögreglu af ótta við gerendurna. Þrjátíu hafa verið handteknir í tengslum við árásina í Bankastræti Club og tíu eru núna í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Þá hefur húsleit verið gerð á mörgum stöðum og lagt hald á nokkuð magn vopna. „Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum. Þá er ég að tala um barefli og það eru hnúajárn og það eru hnífar og svo skotvopn sem við erum að sjá líka.“ Árásarmennirnir eru margir í kringum tvítugt þó sumir séu eldri. Sá yngsti í haldi lögreglu er 17 ára. Margeir segir ungt fólk oftar tilbúið en áður að beita vopnum. „Framkvæma bara því sem er hótað og láta verða af því.“ Líta á vopn sem einhvers konar varnartæki Í sama streng tekur Úlfur Einarsson forstöðumaður Stuðla sem er meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára. „Að það sé bara tiltölulega lítill munur að stinga einhvern svona, ef ég leyfi mér að segja kannski óábyrgt orðalag, svona pota kannski með hnífi í útlimi það sé kannski svo ekki mikið stórmál. Kannski sambærilegt við að slá til einhvers sem manni hefði fundist vera það eðlilega fyrir nokkrum árum síðan.“ Úlfur Einarsson forstöðumaður á Stuðlum segir þá sem starfa með ungmennum hafa á síðustu árum séð að sífellt fleiri börn ganga með vopn.Vísir/Egill Úlfur segir fleiri börn og ungmenni ganga með vopn og starfsfólk Stuðla hafi oft fjarlægt vopn af börnum sem þangað koma. Vopnin séu að ýmsum toga eins og steikarhnífar og skrúfjárn. Börnin gefi þær skýringar að þeim finnist þau þurfa að ganga með vopn. „Líta á þetta sem einhvers konar varnartæki. Það ganga allir með hnífa og þá verða þau að gera það líka.“ Erfitt sé að átta sig hvað skýri þessa breytingu. „Þetta er allavega þróun sem ég held að við þurfum að taka alvarlega og reyna að skoða betur.“ Lögregla er enn að reyna að átta sig á ástæðum árásanna. „Það held ég að megi alveg fullyrða að þetta snýst um völd og ef þú hefur völd þá fylgir því einhver ágóði. Það held ég að sé alveg klárt mál og það er þá til að mynda peningar sem að eru fengnir af sölu jafnvel á fíkniefnum eða ólöglegri starfsemi eða hvernig sem það er,“ segir Margeir. Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Skotvopn Tengdar fréttir Sá yngsti í haldi 17 ára og sá elsti 40 ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59 Héraðssaksóknari rannsakar myndbandslekann „Þetta mál verður skoðað, það eru alveg hreinar línur,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Grunur leikur á að myndböndum af hnífaárásinni á Bankastræti Club á síðustu viku, hafi verið lekið úr gagnagrunni lögreglunnar. Í myndbandinu sést á tölvuskjá í tákn skráningakerfis lögreglunnar, Löke. 23. nóvember 2022 17:17 Bandaríkjamönnum ráðlagt að fara varlega í miðbæ Reykjavíkur Bandaríska sendiráðið biður Bandaríkjamenn að fara varlega í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Í tilkynningu sem sendiráðið birti á Facebook fyrr í dag eru ferðamenn beðnir um að forðast mannmergð og flýta sér í burtu ef þeir verða vitni að einhverju óeðlilegu. 23. nóvember 2022 14:33 Myndskeið sýnir bensínsprengju kastað í hús Myndskeið gengur nú milli manna á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur sést kasta bensínsprengju á glugga fjölbýlisshúss. Talið er að um hefndaraðgerð sé að ræða sem tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld. 23. nóvember 2022 10:44 Kallað út vegna reyksprengju í Fossvogi og eldsprengju í Hafnarfirði Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. 23. nóvember 2022 06:32 Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50 Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47 Lögregla man ekki eftir eins umfangsmiklum átökum í undirheimum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vel þekkt að hópar í undirheimum hóti fjölskyldumeðlimum hver annars. Hann man þó ekki eftir eins umfangsmiklum átökum og hafa myndast í kring um hnífstunguárásina á Bankastræti Club. Fjölskyldumeðlimir mannanna sem hafa verið handteknir grunaðir um árásina hafa sætt stöðugum hótunum og árásum síðan og einhverjir hafa flúið út á land vegna ástandsins. 21. nóvember 2022 14:22 Boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi Dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætlar að ráðast í á næstunni. Vel geti verið að stigin verði umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögreglumanna. 21. nóvember 2022 08:58 Um tuttugu grímuklæddir menn réðust inn á klúbbinn Lögregla útilokar ekki að fleiri verði handteknir í dag í tengslum við alvarlega hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. 18. nóvember 2022 10:51 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Tvö myndbönd af árásinni í síðustu viku á skemmtistaðnum Bankastræti Club hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Þar sést hvernig hópur vopnaðra manna ræðst á og stingur þrjá menn um tvítugt. Um var að ræða einhvers konar uppgjör milli tveggja hópa en hótanir höfðu gengið á víxl þeirra á milli í aðdraganda árásarinnar. Í framhaldinu hafa hótanir og hefndarárásir verði gerðar en síðast í nótt var bensín- og reyksprengjum kastað að heimahúsum. „Við erum með einhver sex tilvik þar sem þessum hótunum hefur verið fylgt eftir,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Dæmi séu þó um að fólk hafi veigrað sér við að tilkynna hótanir til lögreglu af ótta við gerendurna. Þrjátíu hafa verið handteknir í tengslum við árásina í Bankastræti Club og tíu eru núna í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Þá hefur húsleit verið gerð á mörgum stöðum og lagt hald á nokkuð magn vopna. „Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum. Þá er ég að tala um barefli og það eru hnúajárn og það eru hnífar og svo skotvopn sem við erum að sjá líka.“ Árásarmennirnir eru margir í kringum tvítugt þó sumir séu eldri. Sá yngsti í haldi lögreglu er 17 ára. Margeir segir ungt fólk oftar tilbúið en áður að beita vopnum. „Framkvæma bara því sem er hótað og láta verða af því.“ Líta á vopn sem einhvers konar varnartæki Í sama streng tekur Úlfur Einarsson forstöðumaður Stuðla sem er meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára. „Að það sé bara tiltölulega lítill munur að stinga einhvern svona, ef ég leyfi mér að segja kannski óábyrgt orðalag, svona pota kannski með hnífi í útlimi það sé kannski svo ekki mikið stórmál. Kannski sambærilegt við að slá til einhvers sem manni hefði fundist vera það eðlilega fyrir nokkrum árum síðan.“ Úlfur Einarsson forstöðumaður á Stuðlum segir þá sem starfa með ungmennum hafa á síðustu árum séð að sífellt fleiri börn ganga með vopn.Vísir/Egill Úlfur segir fleiri börn og ungmenni ganga með vopn og starfsfólk Stuðla hafi oft fjarlægt vopn af börnum sem þangað koma. Vopnin séu að ýmsum toga eins og steikarhnífar og skrúfjárn. Börnin gefi þær skýringar að þeim finnist þau þurfa að ganga með vopn. „Líta á þetta sem einhvers konar varnartæki. Það ganga allir með hnífa og þá verða þau að gera það líka.“ Erfitt sé að átta sig hvað skýri þessa breytingu. „Þetta er allavega þróun sem ég held að við þurfum að taka alvarlega og reyna að skoða betur.“ Lögregla er enn að reyna að átta sig á ástæðum árásanna. „Það held ég að megi alveg fullyrða að þetta snýst um völd og ef þú hefur völd þá fylgir því einhver ágóði. Það held ég að sé alveg klárt mál og það er þá til að mynda peningar sem að eru fengnir af sölu jafnvel á fíkniefnum eða ólöglegri starfsemi eða hvernig sem það er,“ segir Margeir.
Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Skotvopn Tengdar fréttir Sá yngsti í haldi 17 ára og sá elsti 40 ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59 Héraðssaksóknari rannsakar myndbandslekann „Þetta mál verður skoðað, það eru alveg hreinar línur,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Grunur leikur á að myndböndum af hnífaárásinni á Bankastræti Club á síðustu viku, hafi verið lekið úr gagnagrunni lögreglunnar. Í myndbandinu sést á tölvuskjá í tákn skráningakerfis lögreglunnar, Löke. 23. nóvember 2022 17:17 Bandaríkjamönnum ráðlagt að fara varlega í miðbæ Reykjavíkur Bandaríska sendiráðið biður Bandaríkjamenn að fara varlega í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Í tilkynningu sem sendiráðið birti á Facebook fyrr í dag eru ferðamenn beðnir um að forðast mannmergð og flýta sér í burtu ef þeir verða vitni að einhverju óeðlilegu. 23. nóvember 2022 14:33 Myndskeið sýnir bensínsprengju kastað í hús Myndskeið gengur nú milli manna á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur sést kasta bensínsprengju á glugga fjölbýlisshúss. Talið er að um hefndaraðgerð sé að ræða sem tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld. 23. nóvember 2022 10:44 Kallað út vegna reyksprengju í Fossvogi og eldsprengju í Hafnarfirði Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. 23. nóvember 2022 06:32 Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50 Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47 Lögregla man ekki eftir eins umfangsmiklum átökum í undirheimum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vel þekkt að hópar í undirheimum hóti fjölskyldumeðlimum hver annars. Hann man þó ekki eftir eins umfangsmiklum átökum og hafa myndast í kring um hnífstunguárásina á Bankastræti Club. Fjölskyldumeðlimir mannanna sem hafa verið handteknir grunaðir um árásina hafa sætt stöðugum hótunum og árásum síðan og einhverjir hafa flúið út á land vegna ástandsins. 21. nóvember 2022 14:22 Boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi Dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætlar að ráðast í á næstunni. Vel geti verið að stigin verði umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögreglumanna. 21. nóvember 2022 08:58 Um tuttugu grímuklæddir menn réðust inn á klúbbinn Lögregla útilokar ekki að fleiri verði handteknir í dag í tengslum við alvarlega hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. 18. nóvember 2022 10:51 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Sá yngsti í haldi 17 ára og sá elsti 40 ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59
Héraðssaksóknari rannsakar myndbandslekann „Þetta mál verður skoðað, það eru alveg hreinar línur,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Grunur leikur á að myndböndum af hnífaárásinni á Bankastræti Club á síðustu viku, hafi verið lekið úr gagnagrunni lögreglunnar. Í myndbandinu sést á tölvuskjá í tákn skráningakerfis lögreglunnar, Löke. 23. nóvember 2022 17:17
Bandaríkjamönnum ráðlagt að fara varlega í miðbæ Reykjavíkur Bandaríska sendiráðið biður Bandaríkjamenn að fara varlega í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Í tilkynningu sem sendiráðið birti á Facebook fyrr í dag eru ferðamenn beðnir um að forðast mannmergð og flýta sér í burtu ef þeir verða vitni að einhverju óeðlilegu. 23. nóvember 2022 14:33
Myndskeið sýnir bensínsprengju kastað í hús Myndskeið gengur nú milli manna á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur sést kasta bensínsprengju á glugga fjölbýlisshúss. Talið er að um hefndaraðgerð sé að ræða sem tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld. 23. nóvember 2022 10:44
Kallað út vegna reyksprengju í Fossvogi og eldsprengju í Hafnarfirði Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. 23. nóvember 2022 06:32
Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50
Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47
Lögregla man ekki eftir eins umfangsmiklum átökum í undirheimum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vel þekkt að hópar í undirheimum hóti fjölskyldumeðlimum hver annars. Hann man þó ekki eftir eins umfangsmiklum átökum og hafa myndast í kring um hnífstunguárásina á Bankastræti Club. Fjölskyldumeðlimir mannanna sem hafa verið handteknir grunaðir um árásina hafa sætt stöðugum hótunum og árásum síðan og einhverjir hafa flúið út á land vegna ástandsins. 21. nóvember 2022 14:22
Boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi Dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætlar að ráðast í á næstunni. Vel geti verið að stigin verði umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögreglumanna. 21. nóvember 2022 08:58
Um tuttugu grímuklæddir menn réðust inn á klúbbinn Lögregla útilokar ekki að fleiri verði handteknir í dag í tengslum við alvarlega hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. 18. nóvember 2022 10:51