„Hann hagaði sér eins og hann væri á veiðum“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2022 08:01 Andrew Bing skaut sex samstarfsmenn sína til bana og særði sex til viðbótar. AP Maðurinn sem skaut sex samstarfsmenn sína til bana í Walmart í Virginíu í Bandaríkjunum í vikunni, keypti byssuna sem hann notaði nokkrum klukkustundum áður. Hann skaut sex undirmenn sína til bana í versluninni og særði sex til viðbótar áður en hann svipti sig lífi. Hann skyldi eftir sig skilaboð í síma sínum þar sem hann sagði samstarfsmenn sína hafa hæðst að sér. Í þeim skilaboðum baðst hann afsökunar og sagðist ekki hafa skipulagt ódæðið. Hann sagðist leiddur áfram af kölska og bað guð um að fyrirgefa sér fyrir það sem hann ætlaði að gera. Hann sagði samstarfsmenn sína hafa áreitt sig og taldi að þeir hefðu hakkað síma hans. Andre Bing var ekki á sakaskrá og hafði hann keypt sér skammbyssu skömmu áður með löglegum hætti. Vitni segja hann hafa gengið inn á kaffistofu verslunarinnar og skotið á fólk án viðvörunar. Fórnarlömb Bing voru þau Brian Pendleton (38), Kellie Pyle (52), Lorenzo Gamble (43), Randy Blevins (70), Tynek Johnson (22) og Fernando Chavez-Barron (16). Sex voru fluttir særðir á sjúkrahús en einn þeirra er sagður vera enn í alvarlegu ástandi. Fórnarlömb Bing.AP/Lögreglan í Cesapeake AP fréttaveitan hefur eftir öðrum samstarfsfélögum Bing að það hafi oft verið erfitt að vinna með honum og hann hafi verið þekktur fyrir að vera fjandsamlegur við undirmenn sína. Einn sem lifði árásina af sagði Bing hafa skotið nokkur af fórnarlömbum sínum ítrekað. „Hann hagaði sér eins og hann væri á veiðum,“ sagði Jessica Wilczewski við fréttaveituna. Hún sagði að hann hefði virst velja sérstaklega hvaða fólk hann ætlaði að myrða. Þegar skothríðin hófst faldi hún sig undir borði en Bing fann hana. Hann sagði henni að koma undan borðin en hún segir að þegar Bing sá hver hún var hafi hann sagt henni að fara heim og sleppt henni. „Farðu heim Jessica,“ mun Bing hafa sagt við hana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Um tíu látnir eftir skothríð verslunarstjóra Walmart í Virginíu Allt að tíu eru látnir eftir að maður hóf skothríð inni í Walmart-verslun í Virginíu í Bandaríkjunum í nótt. Erlendir fjölmiðlar segja að talið sé að árásarmaðurinn sé verslunarstjóri verslunarinnar. 23. nóvember 2022 06:49 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Hann skyldi eftir sig skilaboð í síma sínum þar sem hann sagði samstarfsmenn sína hafa hæðst að sér. Í þeim skilaboðum baðst hann afsökunar og sagðist ekki hafa skipulagt ódæðið. Hann sagðist leiddur áfram af kölska og bað guð um að fyrirgefa sér fyrir það sem hann ætlaði að gera. Hann sagði samstarfsmenn sína hafa áreitt sig og taldi að þeir hefðu hakkað síma hans. Andre Bing var ekki á sakaskrá og hafði hann keypt sér skammbyssu skömmu áður með löglegum hætti. Vitni segja hann hafa gengið inn á kaffistofu verslunarinnar og skotið á fólk án viðvörunar. Fórnarlömb Bing voru þau Brian Pendleton (38), Kellie Pyle (52), Lorenzo Gamble (43), Randy Blevins (70), Tynek Johnson (22) og Fernando Chavez-Barron (16). Sex voru fluttir særðir á sjúkrahús en einn þeirra er sagður vera enn í alvarlegu ástandi. Fórnarlömb Bing.AP/Lögreglan í Cesapeake AP fréttaveitan hefur eftir öðrum samstarfsfélögum Bing að það hafi oft verið erfitt að vinna með honum og hann hafi verið þekktur fyrir að vera fjandsamlegur við undirmenn sína. Einn sem lifði árásina af sagði Bing hafa skotið nokkur af fórnarlömbum sínum ítrekað. „Hann hagaði sér eins og hann væri á veiðum,“ sagði Jessica Wilczewski við fréttaveituna. Hún sagði að hann hefði virst velja sérstaklega hvaða fólk hann ætlaði að myrða. Þegar skothríðin hófst faldi hún sig undir borði en Bing fann hana. Hann sagði henni að koma undan borðin en hún segir að þegar Bing sá hver hún var hafi hann sagt henni að fara heim og sleppt henni. „Farðu heim Jessica,“ mun Bing hafa sagt við hana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Um tíu látnir eftir skothríð verslunarstjóra Walmart í Virginíu Allt að tíu eru látnir eftir að maður hóf skothríð inni í Walmart-verslun í Virginíu í Bandaríkjunum í nótt. Erlendir fjölmiðlar segja að talið sé að árásarmaðurinn sé verslunarstjóri verslunarinnar. 23. nóvember 2022 06:49 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Um tíu látnir eftir skothríð verslunarstjóra Walmart í Virginíu Allt að tíu eru látnir eftir að maður hóf skothríð inni í Walmart-verslun í Virginíu í Bandaríkjunum í nótt. Erlendir fjölmiðlar segja að talið sé að árásarmaðurinn sé verslunarstjóri verslunarinnar. 23. nóvember 2022 06:49