Foreldrar á Seltjarnarnesi segja ástandið ólíðandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. nóvember 2022 18:20 Lögregla stöðvaði samkvæmi menntskælinga í gærkvöldi. vísir/vilhelm/aðsend Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness segir ástand í æskulýðsmálum á Seltjarnarnesi ólíðandi. Sveitarfélagið hafi dregið það of lengi að endurvekja stöðu æskulýðsfulltrúa sem var lögð niður fyrir tveimur árum og ekki sé boðlegt að íþróttafélag hverfisins leigi menntaskólanemum sali sína undir bjórkvöld. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þetta kemur fram. Tilefnið eru fréttir af bjórkvöldi menntaskólanema í veislusal sem var leigður af íþróttafélaginu Gróttu og lögregla leysti upp í gærkvöldi. Elfa Antonsdóttir, formaður foreldrafélagsins, segir í samtali við Vísi að foreldrafélagið vilji ekki að íþróttafélag barna þeirra sé bendlað við samkvæmi sem þessi. Hún vill ekki ræða málið frekar en vísar í yfirlýsingu foreldrafélagsins sem hún birti í kvöld. Skjáskot af færslu Elfu í Facebook-hópi íbúa Seltjarnarness.facebook „Við höfum ítrekað heyrt af sambærilegum bjórkvöldum framhaldsskólanema í sölum Gróttu. Til að mynda var eitt slíkt haldið um síðustu helgi þar sem fyrrum Valhýsingar voru meðal gesta,“ segir í yfirlýsingu foreldrafélagsins. „Fulltrúar foreldrafélagsins hafa síðan í mars sl. barist fyrir því á öllum vígstöðvum að Grótta hætti að leigja sali sína fyrir viðburði þar sem drykkja barna undir lögaldri fer fram. Við höfum fundað bæði með núverandi og fyrrverandi bæjarstjóra, fræðslufulltrúa bæjarins og málið hefur verið tekið upp hjá skólanefnd bæjarins. Þetta er því ekki nýtt vandamál eða einstakt atvik.“ Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla.vísir/vilhelm Grótta segist hafa verið blekkt Íþróttafélagið sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem það segist hafa verið gabbað af þeim sem leigði salinn undir gærkvöldið. Sá hafi verið 23 ára gamall og lofað Gróttu því að allir gestir í samkvæminu yrðu tvítugir eða eldri. „Miðað við fréttir dagsins hefur það reynst rangt og hefur leigjandinn gerst sekur um að brjóta skilmála samningsins,“ segir í yfirlýsingu Gróttu. „Nú leitast félagið við að styrkja og breyta verklagi til þess að fyrirbyggja að svona atvik komi upp. Nú þegar hefur verið ákveðið að starfsmaður félagsins gangi úr skugga um að ekki séu ungmenni að koma til samkvæmisins þegar það hefst og stöðva þá veisluna áður en hún fer af stað.“ Niðurskurður í æskulýðsmálum Foreldrafélagið fagnar því að fréttir af gærkvöldinu hafi knúið Gróttu til aðgerða og ábyrgðar en segir að foreldrafélagið krefjist þess að nú verði teknir upp breyttir og betri starfshættir. Foreldrafélagið hefur lengi barist fyrir því að æskulýðsmál í sveitarfélaginu verði tekin í gegn, allt frá því að staða æskulýðsfulltrúa var lögð niður árið 2020 í niðurskurði í æskulýðsmálum. Það telur atvik gærkvöldsins undirstrika þörf fyrir miklar úrbætur í æskulýðsmálunum, að minnsta kosti að sveitarfélagið endurveki stöðu æskulýðsfulltrúa. Seltjarnarnes Grótta Lögreglumál Tengdar fréttir Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. 26. nóvember 2022 02:05 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Félagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þetta kemur fram. Tilefnið eru fréttir af bjórkvöldi menntaskólanema í veislusal sem var leigður af íþróttafélaginu Gróttu og lögregla leysti upp í gærkvöldi. Elfa Antonsdóttir, formaður foreldrafélagsins, segir í samtali við Vísi að foreldrafélagið vilji ekki að íþróttafélag barna þeirra sé bendlað við samkvæmi sem þessi. Hún vill ekki ræða málið frekar en vísar í yfirlýsingu foreldrafélagsins sem hún birti í kvöld. Skjáskot af færslu Elfu í Facebook-hópi íbúa Seltjarnarness.facebook „Við höfum ítrekað heyrt af sambærilegum bjórkvöldum framhaldsskólanema í sölum Gróttu. Til að mynda var eitt slíkt haldið um síðustu helgi þar sem fyrrum Valhýsingar voru meðal gesta,“ segir í yfirlýsingu foreldrafélagsins. „Fulltrúar foreldrafélagsins hafa síðan í mars sl. barist fyrir því á öllum vígstöðvum að Grótta hætti að leigja sali sína fyrir viðburði þar sem drykkja barna undir lögaldri fer fram. Við höfum fundað bæði með núverandi og fyrrverandi bæjarstjóra, fræðslufulltrúa bæjarins og málið hefur verið tekið upp hjá skólanefnd bæjarins. Þetta er því ekki nýtt vandamál eða einstakt atvik.“ Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla.vísir/vilhelm Grótta segist hafa verið blekkt Íþróttafélagið sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem það segist hafa verið gabbað af þeim sem leigði salinn undir gærkvöldið. Sá hafi verið 23 ára gamall og lofað Gróttu því að allir gestir í samkvæminu yrðu tvítugir eða eldri. „Miðað við fréttir dagsins hefur það reynst rangt og hefur leigjandinn gerst sekur um að brjóta skilmála samningsins,“ segir í yfirlýsingu Gróttu. „Nú leitast félagið við að styrkja og breyta verklagi til þess að fyrirbyggja að svona atvik komi upp. Nú þegar hefur verið ákveðið að starfsmaður félagsins gangi úr skugga um að ekki séu ungmenni að koma til samkvæmisins þegar það hefst og stöðva þá veisluna áður en hún fer af stað.“ Niðurskurður í æskulýðsmálum Foreldrafélagið fagnar því að fréttir af gærkvöldinu hafi knúið Gróttu til aðgerða og ábyrgðar en segir að foreldrafélagið krefjist þess að nú verði teknir upp breyttir og betri starfshættir. Foreldrafélagið hefur lengi barist fyrir því að æskulýðsmál í sveitarfélaginu verði tekin í gegn, allt frá því að staða æskulýðsfulltrúa var lögð niður árið 2020 í niðurskurði í æskulýðsmálum. Það telur atvik gærkvöldsins undirstrika þörf fyrir miklar úrbætur í æskulýðsmálunum, að minnsta kosti að sveitarfélagið endurveki stöðu æskulýðsfulltrúa.
Seltjarnarnes Grótta Lögreglumál Tengdar fréttir Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. 26. nóvember 2022 02:05 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. 26. nóvember 2022 02:05