„Hún er að breytast í stórkostlegan leikmann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. nóvember 2022 18:41 Eyþór Lárusson, þjálfari Selfyssinga. Hulda Margrét Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, var gríðarlega ánægður og stoltur af sínu liði eftir sigur gegn HK í fallbaráttuslag í Olís-deild kvenna í dag. „Ég er gríðarlega ánægður og fáránlega stoltur af liðinu; hvernig við slitum þær frá okkur og stigum upp í seinni hálfleik. Ég gæti ekki verið mikið ánægðari.“ Það munaði bara einu marki í hálfleik en Selfyssingar sigldu fram úr í seinni hálfleiknum. Þær unnu að lokum sex marka sigur, 32-26. „Við ætluðum að gera áfram það sama. Sóknarleikurinn var frábær allan leikinn, frábærlega uppsettur hjá Ásdísi.“ „Þetta snerist um að stoppa í götin varnarlega og mér fannst við gera það. Ég ætlaði að fara að breyta úr 6-0 en við stoppuðum hægri fintuna megin á vellinum. Það var að gefa HK mikið í fyrri hálfleik. Við vorum þéttari sem lið varnarlega. Ég er mjög ánægður með það.“ Roberta Stropé, næst markahæsti leikmaður Selfoss á tímabilinu, var fjarri góðu gamni í þessum leik. „Þetta er það sem þjálfarar vilja. Þetta sýnir líka úr hverju við erum gerðar, og að hverju þær eru að verða. Þetta eru ungar stelpur sem ég er með. Við erum ekki með mikla reynslu í þessari deild. Það sýnir þroska í því að stíga svona upp. Við fáum að vita það í morgun að hún spilar ekki. Ég gæti ekki verið stoltari.“ Katla María Magnúsdóttir fór fyrir sínu liði með tólf mörk. Frammistaða upp á tíu hjá henni. „Hún er að breytast í stórkostlegan leikmann. Hún er að taka skref í hverjum leik. Hún var að lúðra svolítið á markið í upphafi móts og kannski að taka fleiri skot en hún þurfti að gera. Í dag skorar hún tólf mörk í 14 skotum og spilar frábærlega varnarlega. Ég er hrikalega ánægður með hana. Miðað við það sem hún leggur á sig og það viðhorf sem hún er með þá er það bara undir henni komið hversu langt hún getur náð.“ „Nú reynir á okkur. Við erum búin að spila tvo góða leiki gegn HK en næsta skref er að mæta í næsta leik og hugsa þetta þannig. Það er markmið vikunnar að mæta vel gíraðar á Hlíðarenda.“ Handbolti Olís-deild kvenna UMF Selfoss HK Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 32-26 | Öruggur sigur heimakvenna í botnslagnum Selfoss vann öruggan marka sigur er liðið tók á móti HK í botnslag Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 32-26, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í neðstu sætum deildarinnar. 26. nóvember 2022 18:35 Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
„Ég er gríðarlega ánægður og fáránlega stoltur af liðinu; hvernig við slitum þær frá okkur og stigum upp í seinni hálfleik. Ég gæti ekki verið mikið ánægðari.“ Það munaði bara einu marki í hálfleik en Selfyssingar sigldu fram úr í seinni hálfleiknum. Þær unnu að lokum sex marka sigur, 32-26. „Við ætluðum að gera áfram það sama. Sóknarleikurinn var frábær allan leikinn, frábærlega uppsettur hjá Ásdísi.“ „Þetta snerist um að stoppa í götin varnarlega og mér fannst við gera það. Ég ætlaði að fara að breyta úr 6-0 en við stoppuðum hægri fintuna megin á vellinum. Það var að gefa HK mikið í fyrri hálfleik. Við vorum þéttari sem lið varnarlega. Ég er mjög ánægður með það.“ Roberta Stropé, næst markahæsti leikmaður Selfoss á tímabilinu, var fjarri góðu gamni í þessum leik. „Þetta er það sem þjálfarar vilja. Þetta sýnir líka úr hverju við erum gerðar, og að hverju þær eru að verða. Þetta eru ungar stelpur sem ég er með. Við erum ekki með mikla reynslu í þessari deild. Það sýnir þroska í því að stíga svona upp. Við fáum að vita það í morgun að hún spilar ekki. Ég gæti ekki verið stoltari.“ Katla María Magnúsdóttir fór fyrir sínu liði með tólf mörk. Frammistaða upp á tíu hjá henni. „Hún er að breytast í stórkostlegan leikmann. Hún er að taka skref í hverjum leik. Hún var að lúðra svolítið á markið í upphafi móts og kannski að taka fleiri skot en hún þurfti að gera. Í dag skorar hún tólf mörk í 14 skotum og spilar frábærlega varnarlega. Ég er hrikalega ánægður með hana. Miðað við það sem hún leggur á sig og það viðhorf sem hún er með þá er það bara undir henni komið hversu langt hún getur náð.“ „Nú reynir á okkur. Við erum búin að spila tvo góða leiki gegn HK en næsta skref er að mæta í næsta leik og hugsa þetta þannig. Það er markmið vikunnar að mæta vel gíraðar á Hlíðarenda.“
Handbolti Olís-deild kvenna UMF Selfoss HK Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 32-26 | Öruggur sigur heimakvenna í botnslagnum Selfoss vann öruggan marka sigur er liðið tók á móti HK í botnslag Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 32-26, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í neðstu sætum deildarinnar. 26. nóvember 2022 18:35 Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 32-26 | Öruggur sigur heimakvenna í botnslagnum Selfoss vann öruggan marka sigur er liðið tók á móti HK í botnslag Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 32-26, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í neðstu sætum deildarinnar. 26. nóvember 2022 18:35
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn