Móttaka flóttamanna á Austurlandi gengur einstaklega vel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2022 14:03 Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, sem er mjög ánægð með hvernig til hefur tekist með móttöku flóttamanna á Austurlandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóttamönnum frá Úkraínu, sem búa nú á Eiðum býðst nú allskonar atvinna á Austurlandi. Forseti sveitarstjórnar Múlaþings vonar að fólkið verði ekki lengi á Eiðum, heldur komi inn í samfélagið, sem fyrst, hvort sem það er í Múlaþingi eða Fjarðabyggð. Í dag eru um 30 flóttamenn búsettir á Eiðum. Móttaka fólksins hefur tekist einstaklega vel og mikil ánægja hjá fólkinu sjálfu með allan aðbúnað á staðnum. Jónína Brynjólfsdóttir, segir næga atvinnu fyrir flóttafólkið að hafa á Austurlandi. „Ég veit ekki betur en að fyrirtæki hér á svæðinu séu búin að vera að taka flóttamennina okkar í viðtöl hist og her því mér skilst að þeim standi margvísleg atvinna í boði því hér er gríðarlegur skortur á vinnuafli. Þannig að ég held að flestir atvinnurekendur hafi tekið þeim fagnandi og hér standi til boða atvinna og mögulegt húsnæði þannig að það eru vonir okkar að þau staldri ekki lengi við á Eiðum heldur komi sem fyrst inn í samfélögin okkur hvort sem það er í Múlaþingi eða Fjarðabyggð,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Jónína segir að sveitarstjórnarfólk sé mjög stolt af móttöku flóttamannanna á Eiðum. „Við erum bara vongóð um það að þau komist hér inn í samfélagið. Auðvitað eru áskoranir, sem fylgja þessu. Það er mikilvægt að við höldum vel utan um þá sem koma og að við tökum ekki að okkur allt of marga, sem sum sveitarfélög hafa verið að lenda í. Við viljum að þau aðlagist samfélaginu, það er verkefni, það er ekki nóg að þau fái atvinnu, það þarf að fylgja þeim eftir víðs vegar. Það þarf að koma þeim á tungumálanámskeið og annað og það er bara verkefni, sem við stöndum frammi fyrir núna og erum að vinna í.“ Og þið eruð tilbúin að taka á móti fleiri flóttamönnum eða? „Já, já, við treystum okkur til að taka á móti fleirum en við setjum þann fyrirvara á að við viljum gera það vel og þá þýðir það að við tökum ekki allt of marga og ekki allt of geyst.“ Flóttamennirnir eru smátt og smátt að aðlaga sig að samfélaginu á Austurlandi, til dæmis í Múlaþingi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóttafólk á Íslandi Múlaþing Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Í dag eru um 30 flóttamenn búsettir á Eiðum. Móttaka fólksins hefur tekist einstaklega vel og mikil ánægja hjá fólkinu sjálfu með allan aðbúnað á staðnum. Jónína Brynjólfsdóttir, segir næga atvinnu fyrir flóttafólkið að hafa á Austurlandi. „Ég veit ekki betur en að fyrirtæki hér á svæðinu séu búin að vera að taka flóttamennina okkar í viðtöl hist og her því mér skilst að þeim standi margvísleg atvinna í boði því hér er gríðarlegur skortur á vinnuafli. Þannig að ég held að flestir atvinnurekendur hafi tekið þeim fagnandi og hér standi til boða atvinna og mögulegt húsnæði þannig að það eru vonir okkar að þau staldri ekki lengi við á Eiðum heldur komi sem fyrst inn í samfélögin okkur hvort sem það er í Múlaþingi eða Fjarðabyggð,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Jónína segir að sveitarstjórnarfólk sé mjög stolt af móttöku flóttamannanna á Eiðum. „Við erum bara vongóð um það að þau komist hér inn í samfélagið. Auðvitað eru áskoranir, sem fylgja þessu. Það er mikilvægt að við höldum vel utan um þá sem koma og að við tökum ekki að okkur allt of marga, sem sum sveitarfélög hafa verið að lenda í. Við viljum að þau aðlagist samfélaginu, það er verkefni, það er ekki nóg að þau fái atvinnu, það þarf að fylgja þeim eftir víðs vegar. Það þarf að koma þeim á tungumálanámskeið og annað og það er bara verkefni, sem við stöndum frammi fyrir núna og erum að vinna í.“ Og þið eruð tilbúin að taka á móti fleiri flóttamönnum eða? „Já, já, við treystum okkur til að taka á móti fleirum en við setjum þann fyrirvara á að við viljum gera það vel og þá þýðir það að við tökum ekki allt of marga og ekki allt of geyst.“ Flóttamennirnir eru smátt og smátt að aðlaga sig að samfélaginu á Austurlandi, til dæmis í Múlaþingi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóttafólk á Íslandi Múlaþing Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira