„Blaðran er ekkert sprungin“ Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2022 22:15 Einar Jónsson og hans menn hafa þurft að þola þrjú töp í ansi jöfnum leikjum á heimavelli síðustu átta daga. Vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram í handbolta, segir ákveðna leikmenn úr liðum andstæðinganna njóta sín of vel þegar þeir mæti í Grafarholtið. Í kvöld hafi það verið Tandri Már Konráðsson. Fram varð að sætta sig við 32-29 tap gegn Stjörnunni í kvöld. Framarar hafa nú tapað þremur leikjum í röð á heimavelli á aðeins átta dögum, eftir frábæra og nokkuð óvænta byrjun á tímabilinu þar sem þeir voru einir um að halda í við Valsara. Er of langt gengið að segja að „blaðran“ sé sprungin? „Mér fannst við gera vel að mörgu leyti í dag og blaðran er ekkert sprungin. Við höfum verið í smá meiðslabasli og það sér hver heilvita maður að það er högg fyrir okkur að vera án Gauta [Þorsteins Gauta Hjálmarssonar]. Hann er búinn að missa af þessum þremur leikjum á þessari viku, og við höfum tapað þeim öllum. En svo er ýmislegt annað sem við þurfum að vinna í og laga. Frammistaðan í dag dugði ekki til sigurs en það er margt í okkar frammistöðu sem við getum tekið með okkur í næstu leiki,“ sagði Einar. Staðan í leiknum var jöfn, 29-29, þegar skammt var til leiksloka. „Þetta er svekkjandi. Við vorum búnir að jafna þetta en við grófum okkur djúpa holu í byrjun seinni hálfleiks. Ég er samt ánægður með karakterinn hjá strákunum að koma sér inn í þetta aftur. Við vorum stutt frá því að geta náð í eitthvað í kvöld en það náðist ekki svo við vorum greinilega ekki nógu góðir,“ sagði Einar. „Þetta er svolítið „groundhog day“. Við brennum alltaf að minnsta kosti tveimur vítum í hverjum leik, og of mikið af upplögðum marktækifærum. Það er ég ekki sáttur við. Svo spilum við kafla mjög góða varnarlega en dettum líka niður. En það er erfitt að verjast Tandra sem er að negla í skeytin af fimmtán metrum. Rúnar [Kárason úr ÍBV] var svona í síðasta leik, og Einar [Rafn Eiðsson úr KA] þar á undan. Við þurfum eitthvað að skoða þetta. Leikmenn virðast kunna vel við sig í húsinu okkar. Þetta er dýrt. Núna fáum við rúma viku til að æfa og vinna í okkar málum og við þurfum að nýta tímann okkar vel,“ sagði Einar. Olís-deild karla Fram Handbolti Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Fram varð að sætta sig við 32-29 tap gegn Stjörnunni í kvöld. Framarar hafa nú tapað þremur leikjum í röð á heimavelli á aðeins átta dögum, eftir frábæra og nokkuð óvænta byrjun á tímabilinu þar sem þeir voru einir um að halda í við Valsara. Er of langt gengið að segja að „blaðran“ sé sprungin? „Mér fannst við gera vel að mörgu leyti í dag og blaðran er ekkert sprungin. Við höfum verið í smá meiðslabasli og það sér hver heilvita maður að það er högg fyrir okkur að vera án Gauta [Þorsteins Gauta Hjálmarssonar]. Hann er búinn að missa af þessum þremur leikjum á þessari viku, og við höfum tapað þeim öllum. En svo er ýmislegt annað sem við þurfum að vinna í og laga. Frammistaðan í dag dugði ekki til sigurs en það er margt í okkar frammistöðu sem við getum tekið með okkur í næstu leiki,“ sagði Einar. Staðan í leiknum var jöfn, 29-29, þegar skammt var til leiksloka. „Þetta er svekkjandi. Við vorum búnir að jafna þetta en við grófum okkur djúpa holu í byrjun seinni hálfleiks. Ég er samt ánægður með karakterinn hjá strákunum að koma sér inn í þetta aftur. Við vorum stutt frá því að geta náð í eitthvað í kvöld en það náðist ekki svo við vorum greinilega ekki nógu góðir,“ sagði Einar. „Þetta er svolítið „groundhog day“. Við brennum alltaf að minnsta kosti tveimur vítum í hverjum leik, og of mikið af upplögðum marktækifærum. Það er ég ekki sáttur við. Svo spilum við kafla mjög góða varnarlega en dettum líka niður. En það er erfitt að verjast Tandra sem er að negla í skeytin af fimmtán metrum. Rúnar [Kárason úr ÍBV] var svona í síðasta leik, og Einar [Rafn Eiðsson úr KA] þar á undan. Við þurfum eitthvað að skoða þetta. Leikmenn virðast kunna vel við sig í húsinu okkar. Þetta er dýrt. Núna fáum við rúma viku til að æfa og vinna í okkar málum og við þurfum að nýta tímann okkar vel,“ sagði Einar.
Olís-deild karla Fram Handbolti Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita