Fjölskylda borgarstjóra ákærð fyrir umfangsmikið eiturlyfjasmygl Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. nóvember 2022 15:00 María Ángeles Muñoz, borgarstjóri í Marbella, ásamt Juanma Moreno, forseta héraðsstjórnarinnar í Andalúsíu. Joaquin Corchero/Getty Images Áttræður eiginmaður borgarstjórans í Marbella á Spáni og stjúpsonur hennar, hafa verið ákærðir fyrir umfangsmikið eiturlyfjasmygl frá Spáni til Norðurlanda, peningaþvætti og skattsvik. Þá er borgarstjórinn sökuð um að hafa viðað að sér umtalsverðum auðæfum með vafasömum hætti í krafti embættisins. María Ángeles Muñoz hefur verið borgarstjóri í Marbella á suðurströnd Spánar í 15 ár, frá árinu 2007. Hún er líka þingmaður og á meðal helstu áhrifamanna í Lýðflokknum, stærsta flokki hægri vængs spænskra stjórnmála, en margt bendir til þess að nú fjari hratt undan Maríu. Eiginmaður og stjúpsonur ákærðir fyrir eiturlyfjasmygl Eiginmaður hennar, hinn áttræði sænski kaupsýslumaður Lars Gunnar Broberg, hefur verið ákærður fyrir aðild að umfangsmiklu eiturlyfjasmygli, aðallega hassi frá Marokkó til Svíþjóðar og annarra ríkja Norðurlanda. Sonur hans, hinn tæplega fimmtugi Joakim Broberg er einnig ákærður fyrir eiturlyfasmyglið og fyrir að nota nokkur af þeim 19 fyrirtækjum sem hann á, til peningaþvættis. Þeir voru báðir handteknir í fyrra, reyndar þurfti að framselja soninn frá Brasilíu og hafa nú báðir verið ákærðir. Joakim er talinn einn af höfuðpaurum hinnar svokölluðu sænsku mafíu, ein margra glæpasamtaka sem eru umsvifamikil á Marbella, sem er eins og höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í glæpum, en þar er vitað um 113 skipulögð glæpasamtök af 60 þjóðernum. Rannsóknin hefur staðið í nokkur ár Grunur vaknaði um að málið væri stærra og meira en bara eiturlyfjasmygl sem er nánast hversdagskostur í Marbella, þegar lögreglan hleraði síma Joakims fyrir 3 árum, þá státaði hann af því í síma við vitorðsmenn sína að fjölskylda hans og flokkurinn þeirra ætti í raun alla andskotans Andalúsíu, eins og hann orðaði það. Lögreglan hóf þá ítarlega rannsókn á umsvifum feðganna og niðurstaðan er sem fyrr segir ákæra í mörgum liðum fyrir margvísleg alvarleg afbrot. Borgarstjóri viðriðinn spillingu Spænska dagblaðið El Diario komst fyrir skemmstu yfir tölvupósta borgarstjórans og þar eru sterkar vísbendingar um að hún hafi um langt árabil hyglað feðgunum og glæpafélögum þeirra þegar kom að úthlutun opinberra framkvæmda. Ángeles Muñoz spilar þessa dagana nauðvörn þess sem hefur vondan málstað að verja, það er að segja, hún svarar ekki fyrir það sem þar kemur fram, heldur reynir að skjóta sendiboðann og hótar dagblaðinu öllu illu ef það lætur ekki af þessum fréttaflutningi. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
María Ángeles Muñoz hefur verið borgarstjóri í Marbella á suðurströnd Spánar í 15 ár, frá árinu 2007. Hún er líka þingmaður og á meðal helstu áhrifamanna í Lýðflokknum, stærsta flokki hægri vængs spænskra stjórnmála, en margt bendir til þess að nú fjari hratt undan Maríu. Eiginmaður og stjúpsonur ákærðir fyrir eiturlyfjasmygl Eiginmaður hennar, hinn áttræði sænski kaupsýslumaður Lars Gunnar Broberg, hefur verið ákærður fyrir aðild að umfangsmiklu eiturlyfjasmygli, aðallega hassi frá Marokkó til Svíþjóðar og annarra ríkja Norðurlanda. Sonur hans, hinn tæplega fimmtugi Joakim Broberg er einnig ákærður fyrir eiturlyfasmyglið og fyrir að nota nokkur af þeim 19 fyrirtækjum sem hann á, til peningaþvættis. Þeir voru báðir handteknir í fyrra, reyndar þurfti að framselja soninn frá Brasilíu og hafa nú báðir verið ákærðir. Joakim er talinn einn af höfuðpaurum hinnar svokölluðu sænsku mafíu, ein margra glæpasamtaka sem eru umsvifamikil á Marbella, sem er eins og höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í glæpum, en þar er vitað um 113 skipulögð glæpasamtök af 60 þjóðernum. Rannsóknin hefur staðið í nokkur ár Grunur vaknaði um að málið væri stærra og meira en bara eiturlyfjasmygl sem er nánast hversdagskostur í Marbella, þegar lögreglan hleraði síma Joakims fyrir 3 árum, þá státaði hann af því í síma við vitorðsmenn sína að fjölskylda hans og flokkurinn þeirra ætti í raun alla andskotans Andalúsíu, eins og hann orðaði það. Lögreglan hóf þá ítarlega rannsókn á umsvifum feðganna og niðurstaðan er sem fyrr segir ákæra í mörgum liðum fyrir margvísleg alvarleg afbrot. Borgarstjóri viðriðinn spillingu Spænska dagblaðið El Diario komst fyrir skemmstu yfir tölvupósta borgarstjórans og þar eru sterkar vísbendingar um að hún hafi um langt árabil hyglað feðgunum og glæpafélögum þeirra þegar kom að úthlutun opinberra framkvæmda. Ángeles Muñoz spilar þessa dagana nauðvörn þess sem hefur vondan málstað að verja, það er að segja, hún svarar ekki fyrir það sem þar kemur fram, heldur reynir að skjóta sendiboðann og hótar dagblaðinu öllu illu ef það lætur ekki af þessum fréttaflutningi.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira