Hafa ekki lagt það í vana sinn að skrópa þegar kallið kemur Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 13:45 Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, skemmtistaðaeigandi og stjórnarmaður í Samtökum reykvískra skemmtistaða. Vísir/hjalti Samtök reykvískra skemmtistaða hafa farið fram á annan fund með mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði Reykjavíkurborgar. Fjarvera stjórnarinnar á fundi sem haldinn var á fimmtudag skýrist af því að fundarboð barst ekki. Lögregla verður áfram með aukinn viðbúnað í miðbænum eftir hnífaárás á Bankastræti club fyrr í mánuðinum. Því var slegið upp í Morgunblaðinu í morgun að fulltrúar Samtaka reykvískra skemmtistaða hefðu verið fjarverandi á fundi mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar á fimmtudag. Skemmtistaðafulltrúar voru boðaðir á fundinn til að taka þátt í umræðu um ofbeldi í almannarými. Algjör hvirfilbylur Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, skemmtistaðareigandi og stjórnarmaður í Samtökum reykvískra skemmtistaða, segir einfalda ástæðu fyrir fjarveru samtakanna á fundinum. Fundarboð í tölvupósti hafi farið fram hjá stjórninni. „Svo var eftirfylgnin ekki slík að við höfum vitað af honum hreinlega. Þannig að við höfum þegar farið fram á endurupptöku þessa fundar. Við höfum ekki lagt það í vana okkar að mæta ekki þegar kallið kemur. Það má við þetta bæta að það var heldur ekki kallað eftir Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri á þennan fund. Það hafði víst staðið til að þau yrðu þarna líka,“ segir Geoffrey. Nýðliðin helgi hafi vissulega verið róleg. Laugardagskvöldið þó öllu líflegra en föstudagskvöldið. „Síðustu tvær vikur hafa náttúrulega verið algjör hvirfilbylur fyrir alla veitingamenn í miðborginni og það er aðeins byrjað að birta til núna. Og samtalið heldur bara áfram,“ segir Geoffrey. Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Stóraukinn viðbúnaður var í miðbænum um helgina vegna árásarinnar á Bankastræti club fyrir rúmri viku. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir aukinn viðbúnað verða áfram og fram yfir næstu helgi. Inntur eftir því hvort eitthvað hafi komið upp sem tengist mögulega árásinni nefnir hann grímuklæddan mann sem vann skemmdarverk á bílum aðfaranótt laugardags, sem færður var í fangageymslu. Þá var tilkynnt um rán sama kvöld og þar hafi meintir gerendur haft tengsl við annan hópinn sem tengist árásinni. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu telja sig hafa komið í veg fyrir frekari átök milli hópa tengdum árásinni. Gæsluvarðhald yfir fjórum af sex sem eru í varðhaldi vegna málsins rennur út í dag. Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir umræddum fjórum á grundvelli almannahagsmuna. Lögreglumál Næturlíf Hnífstunguárás á Bankastræti Club Veitingastaðir Tengdar fréttir „Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. 26. nóvember 2022 21:36 Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28 Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. 26. nóvember 2022 12:10 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Því var slegið upp í Morgunblaðinu í morgun að fulltrúar Samtaka reykvískra skemmtistaða hefðu verið fjarverandi á fundi mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar á fimmtudag. Skemmtistaðafulltrúar voru boðaðir á fundinn til að taka þátt í umræðu um ofbeldi í almannarými. Algjör hvirfilbylur Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, skemmtistaðareigandi og stjórnarmaður í Samtökum reykvískra skemmtistaða, segir einfalda ástæðu fyrir fjarveru samtakanna á fundinum. Fundarboð í tölvupósti hafi farið fram hjá stjórninni. „Svo var eftirfylgnin ekki slík að við höfum vitað af honum hreinlega. Þannig að við höfum þegar farið fram á endurupptöku þessa fundar. Við höfum ekki lagt það í vana okkar að mæta ekki þegar kallið kemur. Það má við þetta bæta að það var heldur ekki kallað eftir Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri á þennan fund. Það hafði víst staðið til að þau yrðu þarna líka,“ segir Geoffrey. Nýðliðin helgi hafi vissulega verið róleg. Laugardagskvöldið þó öllu líflegra en föstudagskvöldið. „Síðustu tvær vikur hafa náttúrulega verið algjör hvirfilbylur fyrir alla veitingamenn í miðborginni og það er aðeins byrjað að birta til núna. Og samtalið heldur bara áfram,“ segir Geoffrey. Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Stóraukinn viðbúnaður var í miðbænum um helgina vegna árásarinnar á Bankastræti club fyrir rúmri viku. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir aukinn viðbúnað verða áfram og fram yfir næstu helgi. Inntur eftir því hvort eitthvað hafi komið upp sem tengist mögulega árásinni nefnir hann grímuklæddan mann sem vann skemmdarverk á bílum aðfaranótt laugardags, sem færður var í fangageymslu. Þá var tilkynnt um rán sama kvöld og þar hafi meintir gerendur haft tengsl við annan hópinn sem tengist árásinni. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu telja sig hafa komið í veg fyrir frekari átök milli hópa tengdum árásinni. Gæsluvarðhald yfir fjórum af sex sem eru í varðhaldi vegna málsins rennur út í dag. Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir umræddum fjórum á grundvelli almannahagsmuna.
Lögreglumál Næturlíf Hnífstunguárás á Bankastræti Club Veitingastaðir Tengdar fréttir „Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. 26. nóvember 2022 21:36 Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28 Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. 26. nóvember 2022 12:10 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
„Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. 26. nóvember 2022 21:36
Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28
Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. 26. nóvember 2022 12:10
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent