Þórdís Kolbrún átti fund með Selenskí í Kænugarði: „Dagurinn hefur verið stór og mikill“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 20:37 Þórdís Kolbrún ræddi við Sindra Sindrason í beinni útsendingu frá Kænugarði í kvöld. Skjáskot Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir það skipta hana miklu máli að sjá aðstæður í Kænugarði með eigin augum. Í dag átti hún og aðrir utanríkisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna fundi með Selenskí Úkraínuforseta ásamt forsætisráðherra og utanríkisráðherra landsins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræddi Sindri Sindrason við Þórdísi Kolbrúnu í beinni útsendingu þar sem hún var stödd í Kænugarði. Þórdís sagði hópinn hafa mætt til borgarinnar snemma í morgun. Það hafi verið mikil upplifun að fylgjast með því hvað borgin beri það með sér að þar sé mikið stríð, en einnig hvað hún beri það með sér að fólk sé að gera sitt allra besta til að lifa sem eðlilegustu lífi. Fólk gengur til vinnu og skóla, blómabúðir eru opnar og svo framvegis. Dagurinn stór og mikill Þórdís segist hafa átt marga góða og upplýsandi fundi í dag, með allmörgum ráðherrum, með orkufyrirtækjum og með Selenskí forseta Úkraíinu. „Það sem hefur staðið upp úr núna er þetta akút ástand þegar kemur að raforkuöryggi og í rauninni vatnsrennsi, þessum grunninnviðum sem fólk þarf að geta gengið að vísu.“ Að neðan má sjá myndefni frá Kænugarði frá Delfi Media: Hún segir þetta mikið af upplýsingum til að melta. „Dagurinn hefur verið stór og mikill. Þetta var mjög góður fundur með forsetanum. Það sem situr eftir er að hér er flott fólk sem er að reyna lifa sínu lífi. Það er þetta ríki sem ræðst inn í Úkraínu og reynir að gera allt sem það getur til að valda sem mestum skaða.“ Hlutverk Íslendinga skýrt Þórdís Kolbrún segir hlutverk okkar Íslendinga alveg skýrt. „Það er að standa með Úkraínu eins lengi og þörf er á. Við höfum mikilvægu hlutverki að gegna. Ég fór í gegnum það með þeim hvað við höfum gert hingað til, en sagði einnig að við myndum standa með þeim eins lengi og þörf er á. Sem er í mínum huga algjört lykilatriði, það sem er rétt að gera. Það er, eins og ég hef margoft sagt, blákalt hagsmunamat Íslands að þetta sé ekki liðið, og að vina-og bandalagsþjóðir standi saman og alþjóðalög séu virt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð, utanríkisráðherra. Íslendingar erlendis Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Utanríkisráðherra í óvæntri heimsókn í Kænugarði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, er nú stödd í heimsókn í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, ásamt sex starfssystkinum sínum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjum. 28. nóvember 2022 11:21 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræddi Sindri Sindrason við Þórdísi Kolbrúnu í beinni útsendingu þar sem hún var stödd í Kænugarði. Þórdís sagði hópinn hafa mætt til borgarinnar snemma í morgun. Það hafi verið mikil upplifun að fylgjast með því hvað borgin beri það með sér að þar sé mikið stríð, en einnig hvað hún beri það með sér að fólk sé að gera sitt allra besta til að lifa sem eðlilegustu lífi. Fólk gengur til vinnu og skóla, blómabúðir eru opnar og svo framvegis. Dagurinn stór og mikill Þórdís segist hafa átt marga góða og upplýsandi fundi í dag, með allmörgum ráðherrum, með orkufyrirtækjum og með Selenskí forseta Úkraíinu. „Það sem hefur staðið upp úr núna er þetta akút ástand þegar kemur að raforkuöryggi og í rauninni vatnsrennsi, þessum grunninnviðum sem fólk þarf að geta gengið að vísu.“ Að neðan má sjá myndefni frá Kænugarði frá Delfi Media: Hún segir þetta mikið af upplýsingum til að melta. „Dagurinn hefur verið stór og mikill. Þetta var mjög góður fundur með forsetanum. Það sem situr eftir er að hér er flott fólk sem er að reyna lifa sínu lífi. Það er þetta ríki sem ræðst inn í Úkraínu og reynir að gera allt sem það getur til að valda sem mestum skaða.“ Hlutverk Íslendinga skýrt Þórdís Kolbrún segir hlutverk okkar Íslendinga alveg skýrt. „Það er að standa með Úkraínu eins lengi og þörf er á. Við höfum mikilvægu hlutverki að gegna. Ég fór í gegnum það með þeim hvað við höfum gert hingað til, en sagði einnig að við myndum standa með þeim eins lengi og þörf er á. Sem er í mínum huga algjört lykilatriði, það sem er rétt að gera. Það er, eins og ég hef margoft sagt, blákalt hagsmunamat Íslands að þetta sé ekki liðið, og að vina-og bandalagsþjóðir standi saman og alþjóðalög séu virt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð, utanríkisráðherra.
Íslendingar erlendis Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Utanríkisráðherra í óvæntri heimsókn í Kænugarði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, er nú stödd í heimsókn í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, ásamt sex starfssystkinum sínum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjum. 28. nóvember 2022 11:21 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Utanríkisráðherra í óvæntri heimsókn í Kænugarði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, er nú stödd í heimsókn í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, ásamt sex starfssystkinum sínum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjum. 28. nóvember 2022 11:21