Fréttir um meint einelti þekkts Íslendings hverfa ekki úr Google-leit Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2022 07:53 Maðurinn kvartaði til Persónuvernd vegna málsins. Getty Persónuvernd hefur úrskurðað að hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að upplýsingum um þekktan Íslending í Google-leit vegi þyngra en réttur umrædds manns til að gleymast. Maðurinn leitaði til Persónuverndar þar sem hann sóttist eftir því að fá eytt upplýsingum um sig sem birtar voru í leitarniðurstöðum í leitarvél Google þegar leitað var eftir nafni viðkomandi. Í greinunum var fjallað um meint einelti sem kvartandi átti að hafa viðhaft á vinnustað sínum. Google hafnaði beiðni viðkomandi um að fjarlægja fyrrnefndar leitarniðurstöður á grundvelli þess að fyrirliggjandi gögn gæfu ekki til kynna að þær ásakanir sem fram kæmu í fréttaumfjölluninni væru rangar. Auk þess var fréttaumfjöllunin ennþá talin þjóna almannahagsmunum þar sem stutt væri síðan fréttaumfjöllunin var birt og þar sem umfjöllunin tengdist störfum kvartanda. Litið til atvinnu mannsins og „hlutverki hans í þjóðfélaginu“ Það var niðurstaða Persónuverndar að með hliðsjón af atvinnu mannsins sem kvartaði til stofnunarinnar og hlutverki hans í þjóðlífinu, þá vegi hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að umræddum upplýsingum þyngra en einkalífshagsmunir kvartanda. „Réttur almennings til upplýsingafrelsis var því talinn víkja til hliðar rétti kvartanda til að gleymast,“ segir á vef stofnunarinnar. Úrskurðurinn er ekki birtur í heild sinni á vef Persónuverndar þar sem hann inniheldur nákvæmar upplýsingar um kvartanda. Jafnvel þó persónuauðkenni hafi verið afmáð þá var ákveðið að birta úrskurðinn ekki í heild sinni þó að búið væri að taka saman útdrátt úr honum. Eiga í vissum tilfellum rétt á að upplýsingar verði fjarlægðar Á vef Persónuverndar segir að almennt geti einstaklingar í vissum tilfellum átt rétt á því að upplýsingar sem birtast í leitarvélum, til að mynda Google, verði fjarlægðar. „Þó niðurstöður fáist fjarlægðar af leitarvélum verður efnið enn á netinu en hægt er að fá það fjarlægt í sumum tilfellum. Í þessu tilfelli var talið að hagsmunir almennings vægju þyngra en einkalífshagsmunir kvartanda vegna atvinnu og hlutverks hans í þjóðlífinu,“ segir á vef Persónuverndar. Persónuvernd Vinnumarkaður Google Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Maðurinn leitaði til Persónuverndar þar sem hann sóttist eftir því að fá eytt upplýsingum um sig sem birtar voru í leitarniðurstöðum í leitarvél Google þegar leitað var eftir nafni viðkomandi. Í greinunum var fjallað um meint einelti sem kvartandi átti að hafa viðhaft á vinnustað sínum. Google hafnaði beiðni viðkomandi um að fjarlægja fyrrnefndar leitarniðurstöður á grundvelli þess að fyrirliggjandi gögn gæfu ekki til kynna að þær ásakanir sem fram kæmu í fréttaumfjölluninni væru rangar. Auk þess var fréttaumfjöllunin ennþá talin þjóna almannahagsmunum þar sem stutt væri síðan fréttaumfjöllunin var birt og þar sem umfjöllunin tengdist störfum kvartanda. Litið til atvinnu mannsins og „hlutverki hans í þjóðfélaginu“ Það var niðurstaða Persónuverndar að með hliðsjón af atvinnu mannsins sem kvartaði til stofnunarinnar og hlutverki hans í þjóðlífinu, þá vegi hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að umræddum upplýsingum þyngra en einkalífshagsmunir kvartanda. „Réttur almennings til upplýsingafrelsis var því talinn víkja til hliðar rétti kvartanda til að gleymast,“ segir á vef stofnunarinnar. Úrskurðurinn er ekki birtur í heild sinni á vef Persónuverndar þar sem hann inniheldur nákvæmar upplýsingar um kvartanda. Jafnvel þó persónuauðkenni hafi verið afmáð þá var ákveðið að birta úrskurðinn ekki í heild sinni þó að búið væri að taka saman útdrátt úr honum. Eiga í vissum tilfellum rétt á að upplýsingar verði fjarlægðar Á vef Persónuverndar segir að almennt geti einstaklingar í vissum tilfellum átt rétt á því að upplýsingar sem birtast í leitarvélum, til að mynda Google, verði fjarlægðar. „Þó niðurstöður fáist fjarlægðar af leitarvélum verður efnið enn á netinu en hægt er að fá það fjarlægt í sumum tilfellum. Í þessu tilfelli var talið að hagsmunir almennings vægju þyngra en einkalífshagsmunir kvartanda vegna atvinnu og hlutverks hans í þjóðlífinu,“ segir á vef Persónuverndar.
Persónuvernd Vinnumarkaður Google Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira