Gagnrýndu ferðalög meirihlutans og óskuðu svara um kostnað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2022 11:03 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Einar Þorsteinsson eru á leið til útlanda. Þetta gagnrýna fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins. Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins voru utanlandsferðir fulltrúa meirihlutans nokkuð hugleiknar á borgarráðsfundi í síðustu viku. Í bókunum segir Flokkur fólksins að margt smátt geri eitt stórt og leggur til að fulltrúar notist við fjarfundabúnað. Á fundinum, sem fram fór 24. nóvember síðastliðinn, voru lögð fram bréf skrifstofu borgarstjórnar um fyrirhugaðar ferðir staðgengils borgarstjóra til Þórshafnar í Færeyjum og forseta borgjarstjórnar til Brussel. „Formaður borgarráðs vill fara til Þórshafnar“ og „Forseti borgarstjórnar vill fara til Brussel“ segir í bókunum áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins. „Nýlega voru kynntir reikningar borgarinnar og fjárhagsáætlun og aldrei hefur sést svo slæm útkoma. Fjármálastjóri hefur sagt að velta þurfi við hverri krónu.“ Áheyrnafulltrúinn, Kolbrún Baldursdóttir, segist vilja velta því upp hvort ekki sé sjálfsagt að gæta hófs í ferðum erlendis og að eingöngu verði farið í undantekningartilfellum. „Eftir COVID eru flestir færir í notkun fjarfunda og svo má notast við streymi þar sem það býðst. Flokkur fólksins minnir á að margt smátt gerir eitt stórt og sárlega vantar að streyma meira fjármagni í beina þjónustu við börn sem dæmi,“ segir í bókununum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram fyrirspurn um ferðirnar, þar sem óskað var upplýsinga um kostnað borgarinnar vegna þeirra. Þá voru ítrekaðar fyrri fyrirspurnir um kostnað vegna ferða borgarstjóra til Parísar ásamt aðstoðarmanni, til Kaupmannahafnar fyrr í vikunni, til Barcelona í síðustu viku og til Amsterdam í síðasta mánuði. „Óskað er eftir þessum upplýsingum sem fyrst enda ljóst að áfallinn kostnaður vegna ferða, sem þegar hafa verið farnar, liggur fyrir í kerfinu,“ segir í fyrirspurninni, sem var á fundinum vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Á fundinum, sem fram fór 24. nóvember síðastliðinn, voru lögð fram bréf skrifstofu borgarstjórnar um fyrirhugaðar ferðir staðgengils borgarstjóra til Þórshafnar í Færeyjum og forseta borgjarstjórnar til Brussel. „Formaður borgarráðs vill fara til Þórshafnar“ og „Forseti borgarstjórnar vill fara til Brussel“ segir í bókunum áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins. „Nýlega voru kynntir reikningar borgarinnar og fjárhagsáætlun og aldrei hefur sést svo slæm útkoma. Fjármálastjóri hefur sagt að velta þurfi við hverri krónu.“ Áheyrnafulltrúinn, Kolbrún Baldursdóttir, segist vilja velta því upp hvort ekki sé sjálfsagt að gæta hófs í ferðum erlendis og að eingöngu verði farið í undantekningartilfellum. „Eftir COVID eru flestir færir í notkun fjarfunda og svo má notast við streymi þar sem það býðst. Flokkur fólksins minnir á að margt smátt gerir eitt stórt og sárlega vantar að streyma meira fjármagni í beina þjónustu við börn sem dæmi,“ segir í bókununum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram fyrirspurn um ferðirnar, þar sem óskað var upplýsinga um kostnað borgarinnar vegna þeirra. Þá voru ítrekaðar fyrri fyrirspurnir um kostnað vegna ferða borgarstjóra til Parísar ásamt aðstoðarmanni, til Kaupmannahafnar fyrr í vikunni, til Barcelona í síðustu viku og til Amsterdam í síðasta mánuði. „Óskað er eftir þessum upplýsingum sem fyrst enda ljóst að áfallinn kostnaður vegna ferða, sem þegar hafa verið farnar, liggur fyrir í kerfinu,“ segir í fyrirspurninni, sem var á fundinum vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira