Lögreglan í Tampa situr um hús Antonio Brown sem neitar að koma út Smári Jökull Jónsson skrifar 1. desember 2022 22:05 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Antonio Brown kemur sér í vandræði. Vísir/Getty Lögreglan í Tampa hefur gefið út handtökuskipun á hendur Antonio Brown eftir að hann hótaði barnsmóður sinni með skotvopni. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að lögreglan sitji nú um hús Brown sem neiti að koma út. Antonio Brown er fyrrverandi útherji í NFL deildinni en handtökuskipunin var gefin út í kjölfar átaka á milli Brown og barnsmóður hans og fyrrum sambýliskonu. Hann er sagður hafa ógnað henni með skotvopni auk þess að kasta eigum hennar út á götu og læsa hana úti. ABC fréttastofan í Tampa greinir frá því að lögreglan sitji nú um hús Brown sem neitar að gefa sig fram. Í frétt ABC kemur fram að lögreglan noti gjallarhorn til að eiga samskipti við Brown og lögreglan tilkynnti honum meðal annars að hún hafi nú þegar rætt við lögfræðing hans. Lögreglan hefur einnig barið að dyrum og kallað inn í húsið án árangurs. „Við erum ekki að fara neitt,“ heyrðist lögreglan kalla og ljóst að þeir ætla sér ekki að yfirgefa svæðið nema með Brown í handjárnum. BREAKING NEWS | Tampa Police are currently attempting to arrest former Tampa Bay Buccaneers receiver Antonio Brown https://t.co/XhQIaxNgtH— ABC Action News (@abcactionnews) December 1, 2022 Handtökuskipunin var gefin út eftir að lögreglunni var neitað um heimild til að banna Brown að nálgast skotvopn vegna hættu að hann myndi valda sjálfum sér eða öðrum skaða. Í greinargerð lögreglu kom fram að Brown væri með aðgang að tveimur skotvopnum. Lögreglan óskaði eftir umræddri heimild eftir atvik á mánudag þar sem Brown henti eigum barnsmóður sinnar út úr húsi sínu. Þegar lögreglan mætti á svæðið kastaði Brown skó í konuna og hæfði hana í höfuðið. Þá hafði Brown læst öllum hurðum og gluggum og neitað að koma út. Tjáði barnsmóðir Brown lögreglunni að hann væri með skotvopn í húsinu. Lögreglan greindi frá því að Brown hefði boðist til að hleypa börnum þeirra inn í húsið en að börnin hafi ekki viljað fara inn þar sem þau voru hrædd við föður sinn. Lögreglan reyndi í kjölfarið að fá Brown til að opna dyrnar en hann neitaði. NEWS UPDATE Investigators said Brown, 34, and a woman were involved in a verbal altercation Monday afternoon at a home in Tampa. Brown threw a shoe at the victim, attempted to evict her from the home and locked her out, according to the report. https://t.co/Ga6BeuLQBi— ABC7 News (@ABC7SWFL) December 1, 2022 Barnsmóðir hans yfirgaf á endanum svæðið með börnin með sér og sagði lögreglan henni að eyða nóttinni á hóteli eða hjá vinum og bíða þar til Brown myndi róa sig niður. Samningi Brown hjá Tampa Bay Buccaneers var sagt upp í janúar, nokkrum dögum eftir að hann kastaði af sér keppnisbúnaði sínum og gekk af velli í miðjum leik. Brown sagði að hann hefði verið neyddur til að spila meiddur. Brown hefur áður komist í kast við lögin og var meðal annars sakaður um kynferðisbrot af tveimur konum og sagði önnur konan að Brown hefði nauðgað sér. NFL Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sjá meira
Antonio Brown er fyrrverandi útherji í NFL deildinni en handtökuskipunin var gefin út í kjölfar átaka á milli Brown og barnsmóður hans og fyrrum sambýliskonu. Hann er sagður hafa ógnað henni með skotvopni auk þess að kasta eigum hennar út á götu og læsa hana úti. ABC fréttastofan í Tampa greinir frá því að lögreglan sitji nú um hús Brown sem neitar að gefa sig fram. Í frétt ABC kemur fram að lögreglan noti gjallarhorn til að eiga samskipti við Brown og lögreglan tilkynnti honum meðal annars að hún hafi nú þegar rætt við lögfræðing hans. Lögreglan hefur einnig barið að dyrum og kallað inn í húsið án árangurs. „Við erum ekki að fara neitt,“ heyrðist lögreglan kalla og ljóst að þeir ætla sér ekki að yfirgefa svæðið nema með Brown í handjárnum. BREAKING NEWS | Tampa Police are currently attempting to arrest former Tampa Bay Buccaneers receiver Antonio Brown https://t.co/XhQIaxNgtH— ABC Action News (@abcactionnews) December 1, 2022 Handtökuskipunin var gefin út eftir að lögreglunni var neitað um heimild til að banna Brown að nálgast skotvopn vegna hættu að hann myndi valda sjálfum sér eða öðrum skaða. Í greinargerð lögreglu kom fram að Brown væri með aðgang að tveimur skotvopnum. Lögreglan óskaði eftir umræddri heimild eftir atvik á mánudag þar sem Brown henti eigum barnsmóður sinnar út úr húsi sínu. Þegar lögreglan mætti á svæðið kastaði Brown skó í konuna og hæfði hana í höfuðið. Þá hafði Brown læst öllum hurðum og gluggum og neitað að koma út. Tjáði barnsmóðir Brown lögreglunni að hann væri með skotvopn í húsinu. Lögreglan greindi frá því að Brown hefði boðist til að hleypa börnum þeirra inn í húsið en að börnin hafi ekki viljað fara inn þar sem þau voru hrædd við föður sinn. Lögreglan reyndi í kjölfarið að fá Brown til að opna dyrnar en hann neitaði. NEWS UPDATE Investigators said Brown, 34, and a woman were involved in a verbal altercation Monday afternoon at a home in Tampa. Brown threw a shoe at the victim, attempted to evict her from the home and locked her out, according to the report. https://t.co/Ga6BeuLQBi— ABC7 News (@ABC7SWFL) December 1, 2022 Barnsmóðir hans yfirgaf á endanum svæðið með börnin með sér og sagði lögreglan henni að eyða nóttinni á hóteli eða hjá vinum og bíða þar til Brown myndi róa sig niður. Samningi Brown hjá Tampa Bay Buccaneers var sagt upp í janúar, nokkrum dögum eftir að hann kastaði af sér keppnisbúnaði sínum og gekk af velli í miðjum leik. Brown sagði að hann hefði verið neyddur til að spila meiddur. Brown hefur áður komist í kast við lögin og var meðal annars sakaður um kynferðisbrot af tveimur konum og sagði önnur konan að Brown hefði nauðgað sér.
NFL Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sjá meira