„Það er margt sem ég elska við Hitler“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2022 07:23 Það er vitað að Ye á við geðræn vandamál að stríða, sérfræðingar segja það hins vegar ekki afsaka orð hans og gjörðir. Vísir/epa Tónlistarmaðurinn Ye, áður Kanye West, hefur aftur verið bannaður á Twitter eftir að hafa deilt mynd af lógói þar sem Davíðsstjörnunni og hakakrossinum hefur verið blandað saman. Ye birti merkið nokkrum klukkustundum eftir að hafa mært Adolf Hitler og nasista í viðtali. Tístinu var fljótlega eytt og þá birti Ye ófagra mynd af Elon Musk, eiganda og stjórnanda Twitter, og sagði: „Minnumst þessa ávallt sem síðasta tístsins míns“. „Þetta er allt í lagi,“ svaraði Musk. „Þetta er það ekki,“ skrifaði hann á tístið með merkinu. Ye brást þá við með því að deila efni á Truth Social, samfélagsmiðli Donald Trump, meðal annars skilaboðum frá Musk þar sem Musk reynir að tala um fyrir Ye varðandi lógóið. „Sorrý en þú gengur of langt. Þetta er ekki ást,“ skrifaði Musk. „Hver gerði þig að dómara,“ svaraði Ye og deildi svo skjáskoti af skilaboðum um að hann hefði verið bannaður í tólf tíma fyrir að deila myndinni. „Ég gerði mitt besta,“ tísti þá Musk og sagði að aðgangur Ye yrði gerður óvirkur. Merkið umdeilda sem Ye birti á Twitter. Fyrr í gær birtist Ye, með andlitsgrímu, í þættinum InfoWars ásamt öfgahægrimanninum Nick Fuentes. Þar sagðist hann sjá góðar hliðar á Hitler. „Allar manneskjur hafa eitthvað mikilsvert fram að færa, ekki síst Hitler,“ sagði hann. „Nasistarnir voru þrjótar,“ sagði þá þáttastjórnandinn Alex Jones. „En þeir gerðu líka góða hluti. Við verðum að hætta að dissa nasistana endalaust,“ svaraði tónlistarmaðurinn. Hann bætti svo um betur og sagði: „Ég elska gyðinga. En ég elska líka nasista.“ „Hitler var ekki góður gæi,“ sagði Jones síðar í viðtalinu. „Það er margt sem ég elska við Hitler. Margt,“ svaraði Ye. Þess má geta að merkið sem Ye deildi hefur verið notað af fylgjendum trúarbragða sem trúa því að jörðin hafi verið sköpuð af geimverum. Þeir tóku merkið upp til að „endurheimta hakakrossinn frá nasistunum“ og segja hann standa fyrir „eilífð í tíma“, á meðan Davíðsstjarnan standi fyrir „eilífð í rúmi“. Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mál Kanye West Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Ye birti merkið nokkrum klukkustundum eftir að hafa mært Adolf Hitler og nasista í viðtali. Tístinu var fljótlega eytt og þá birti Ye ófagra mynd af Elon Musk, eiganda og stjórnanda Twitter, og sagði: „Minnumst þessa ávallt sem síðasta tístsins míns“. „Þetta er allt í lagi,“ svaraði Musk. „Þetta er það ekki,“ skrifaði hann á tístið með merkinu. Ye brást þá við með því að deila efni á Truth Social, samfélagsmiðli Donald Trump, meðal annars skilaboðum frá Musk þar sem Musk reynir að tala um fyrir Ye varðandi lógóið. „Sorrý en þú gengur of langt. Þetta er ekki ást,“ skrifaði Musk. „Hver gerði þig að dómara,“ svaraði Ye og deildi svo skjáskoti af skilaboðum um að hann hefði verið bannaður í tólf tíma fyrir að deila myndinni. „Ég gerði mitt besta,“ tísti þá Musk og sagði að aðgangur Ye yrði gerður óvirkur. Merkið umdeilda sem Ye birti á Twitter. Fyrr í gær birtist Ye, með andlitsgrímu, í þættinum InfoWars ásamt öfgahægrimanninum Nick Fuentes. Þar sagðist hann sjá góðar hliðar á Hitler. „Allar manneskjur hafa eitthvað mikilsvert fram að færa, ekki síst Hitler,“ sagði hann. „Nasistarnir voru þrjótar,“ sagði þá þáttastjórnandinn Alex Jones. „En þeir gerðu líka góða hluti. Við verðum að hætta að dissa nasistana endalaust,“ svaraði tónlistarmaðurinn. Hann bætti svo um betur og sagði: „Ég elska gyðinga. En ég elska líka nasista.“ „Hitler var ekki góður gæi,“ sagði Jones síðar í viðtalinu. „Það er margt sem ég elska við Hitler. Margt,“ svaraði Ye. Þess má geta að merkið sem Ye deildi hefur verið notað af fylgjendum trúarbragða sem trúa því að jörðin hafi verið sköpuð af geimverum. Þeir tóku merkið upp til að „endurheimta hakakrossinn frá nasistunum“ og segja hann standa fyrir „eilífð í tíma“, á meðan Davíðsstjarnan standi fyrir „eilífð í rúmi“.
Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mál Kanye West Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira