Hefði verið frábært ef þetta hefði gengið upp Snorri Másson skrifar 2. desember 2022 12:01 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Vísir/Egill Möguleikinn á starfsemi kísilvers í Helguvík er að öllum líkindum úr sögunni. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir meirihluta íbúa anda léttar eftir að þetta varð ljóst, enda hafi margir orðið fyrir mikilum óþægindum. Óljóst er hvað verður um verksmiðjuna sjálfa. Kísilverksmiðjan í Helguvík hóf starfsemi í lok árs 2016 og starfaði með hléum í tíu mánuði allt þar til hún var stöðvuð með ákvörðun Umhverfisstofnunar. Eigandinn, United Silicon, varð gjaldþrota árið 2018 og Arion banki fékk verksmiðjuna í sína eigu. Möguleikar voru kannaðir á að ræsa kísilverið á ný, til dæmis með því að selja það til PCC, en nú hefur sú viðleitni runnið út í sandinn. „Þannig að já, ég held að þetta sé búið. Bæði mér og bæjarstjórn og miklum meirihluta íbúa er bara nokkuð létt.“ Þannig orðar Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar þetta í samtali við fréttastofu: Ég held að þetta sé búið. Raforkusamningi verksmiðjunnar verður skilað til Landsvirkjunar og fyrirséð þykir að ekki verður starfrækt stóriðja í kísilverinu í Helguvík. Að sögn bæjarstjórans má vel vera að PCC, fyrirtæki sem rekur þegar kísilver á Bakka við Húsavík, hefði sett verkefnið í Helguvík í gang með betri hætti á nýjan leik en mikill meirihluti bæjarbúa hefði að sögn Kjartans bara ekki viljað taka þá áhættu. „Það urðu margir fyrir miklum óþægindum og veikindum útaf því sem gerðist hérna á sínum tíma og við erum ekki tilbúin að taka þá áhættu aftur,“ segir Kjartan Már. „Menn tóku þarna stóra sénsa og ef þetta hefði nú allt gengið upp og öllum umhverfisskilyrðum og lögum verið fullnægt og fólk fengið góða vinnu fyrir góð laun eins og lagt var upp með, þá hefði þetta verið náttúrulega frábært bara og samfélagið tekið því fagnandi, en það því miður bara gerðist ekki. Og þá er bara ágætt að þetta sé frá og menn snúi sér að einhverju öðru.“ Verksmiðjan gamla er nú í eigu Arion banka sem telur fullreynt að reka í henni kísilver. Næst á dagskrá? Bæjarstjórinn skal ekki segja. „Við höfum ekki rætt það. Þeir þurfa að selja innan úr þessu væntanlega búnaðinn og þá er einhver skel eftir, húsin, en hvað þeir gera við þau, ég bara veit það ekki,“ segir Kjartan. United Silicon Stóriðja Reykjanesbær Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Kísilverksmiðjan í Helguvík hóf starfsemi í lok árs 2016 og starfaði með hléum í tíu mánuði allt þar til hún var stöðvuð með ákvörðun Umhverfisstofnunar. Eigandinn, United Silicon, varð gjaldþrota árið 2018 og Arion banki fékk verksmiðjuna í sína eigu. Möguleikar voru kannaðir á að ræsa kísilverið á ný, til dæmis með því að selja það til PCC, en nú hefur sú viðleitni runnið út í sandinn. „Þannig að já, ég held að þetta sé búið. Bæði mér og bæjarstjórn og miklum meirihluta íbúa er bara nokkuð létt.“ Þannig orðar Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar þetta í samtali við fréttastofu: Ég held að þetta sé búið. Raforkusamningi verksmiðjunnar verður skilað til Landsvirkjunar og fyrirséð þykir að ekki verður starfrækt stóriðja í kísilverinu í Helguvík. Að sögn bæjarstjórans má vel vera að PCC, fyrirtæki sem rekur þegar kísilver á Bakka við Húsavík, hefði sett verkefnið í Helguvík í gang með betri hætti á nýjan leik en mikill meirihluti bæjarbúa hefði að sögn Kjartans bara ekki viljað taka þá áhættu. „Það urðu margir fyrir miklum óþægindum og veikindum útaf því sem gerðist hérna á sínum tíma og við erum ekki tilbúin að taka þá áhættu aftur,“ segir Kjartan Már. „Menn tóku þarna stóra sénsa og ef þetta hefði nú allt gengið upp og öllum umhverfisskilyrðum og lögum verið fullnægt og fólk fengið góða vinnu fyrir góð laun eins og lagt var upp með, þá hefði þetta verið náttúrulega frábært bara og samfélagið tekið því fagnandi, en það því miður bara gerðist ekki. Og þá er bara ágætt að þetta sé frá og menn snúi sér að einhverju öðru.“ Verksmiðjan gamla er nú í eigu Arion banka sem telur fullreynt að reka í henni kísilver. Næst á dagskrá? Bæjarstjórinn skal ekki segja. „Við höfum ekki rætt það. Þeir þurfa að selja innan úr þessu væntanlega búnaðinn og þá er einhver skel eftir, húsin, en hvað þeir gera við þau, ég bara veit það ekki,“ segir Kjartan.
United Silicon Stóriðja Reykjanesbær Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira