Bandarísk transkona ætlar að flýja til Íslands: „Ég þarf að fara eitthvert þar sem ég veit að ég er örugg“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. desember 2022 12:03 Willgohs segir íslenskt samfélag hafa tekið henni opnum örmum og þar hafi hún upplifað sig sem velkomna. Getty Rynn Willgohs er fimmtug transkona frá Fargo í Norður-Dakóta sem hyggst flytja búferlum til Íslands sökum fordóma og ofsókna sem hún kveðst mæta sem transkona í Bandaríkjunum. Í samtali við Grand Forks Herald segist Willgohs hafa farið í sumarfrí til Íslands og upplifað þar allt annað viðmót gagnvart transfólki heldur en í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum sé hún utangarðs og finnst henni vera ógnað. Hún segir íslenskt samfélag hins vegar hafa tekið henni opnum örmum og þar hafi hún upplifað sig sem velkomna. „Þetta er allt annar heimur þar,“ segir hún og bætir við að það hafi tekið hana dálítinn tíma að venjast því að vera séð eins og hver önnur venjuleg manneskja. Réttindi transfólk skert verulega Á síðustu misserum hefur verið þrengt að lagalegum réttindum transfólks í Bandaríkjunum um leið og fordómar og hatursglæpir hafa aukist verulega. Sem dæmi má nefna að árið 2021 höfðu aldrei jafnmargt trans og kynsegin fólk í Bandaríkjunum fallið fyrir morðingja hendi. Víða um Bandaríkin hafa verið sett lög og reglugerðir sem talin eru draga verulega úr réttindum samkynhneigðra, trans- og kynsegin fólks. Árið 2020 samþykkti heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytið til að mynda breytingar á núverandi heilbrigðisstryggingakerfi Bandaríkjanna (e. The Affordable Care Act). Óttast að ástandið muni versna Willgohs hefur látið að sér kveða í réttindabaráttu transfólks í heimabæ sínum og segir það hafa gert sig að auðveldu skotmarki. Hún hafi meðal annars sætt ofsóknum og setið undir hótunum. Fólk hafi meðal annars hótað að skvetta á hana sýru, skera af henni brjóstin eða nauðga henni. „Ég held að ástandið í þessu landi eigi eftir að snarversna fyrir þá jaðarsettu, sérstaklega á dreifbýlissvæðum og í rauðu ríkjunum,“ segir Willgohs á þar við ríkin þar sem Repúblikanar ráða ríkjum.Willgohs hyggst flytja frá Bandaríkjunum áður en bandarísku forsetakosningarnar eiga sér stað árið 2024. Eiginkona hennar mun verða eftir í Bandaríkjunum. Willgohs bindur vonir við að fá vinnu á Íslandi og þurfa ekki að sækja um hæli. Þá hyggst hún sækja um tvöfaldan ríkisborgararétt en hún hefur nú þegar notað sparnaðinn sinn að kaupa sér íbúð hér á landi. „Ég þarf að fara eitthvert þar sem ég veit að ég er örugg. Þar sem ég veit að ég fæ lagalega vernd,“ segir Willgohs jafnframt. Miðilinn ræðir einnig við aðra transkonu frá Fargo, Zara Crystal en hún hyggst feta í fótspor Willgohs og sækja um hæli í Svíþjóð. Konurnar tvær vinna nú að stofnun hjálparsamtaka sem munu aðstoða transfólk sem flytja frá Bandaríkjunum og setjast að í löndum þar sem réttindi þeirra eru viðurkenndari. „Í samanburði við sum önnur lönd er transfólk öruggara í Bandaríkjunum. En í samanburði við Ísland eða Noreg þá erum við langt á eftir,“ segir Lillian Guetter formaður samtakana Pride Collective í Fargo. Málefni trans fólks Bandaríkin Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Í samtali við Grand Forks Herald segist Willgohs hafa farið í sumarfrí til Íslands og upplifað þar allt annað viðmót gagnvart transfólki heldur en í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum sé hún utangarðs og finnst henni vera ógnað. Hún segir íslenskt samfélag hins vegar hafa tekið henni opnum örmum og þar hafi hún upplifað sig sem velkomna. „Þetta er allt annar heimur þar,“ segir hún og bætir við að það hafi tekið hana dálítinn tíma að venjast því að vera séð eins og hver önnur venjuleg manneskja. Réttindi transfólk skert verulega Á síðustu misserum hefur verið þrengt að lagalegum réttindum transfólks í Bandaríkjunum um leið og fordómar og hatursglæpir hafa aukist verulega. Sem dæmi má nefna að árið 2021 höfðu aldrei jafnmargt trans og kynsegin fólk í Bandaríkjunum fallið fyrir morðingja hendi. Víða um Bandaríkin hafa verið sett lög og reglugerðir sem talin eru draga verulega úr réttindum samkynhneigðra, trans- og kynsegin fólks. Árið 2020 samþykkti heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytið til að mynda breytingar á núverandi heilbrigðisstryggingakerfi Bandaríkjanna (e. The Affordable Care Act). Óttast að ástandið muni versna Willgohs hefur látið að sér kveða í réttindabaráttu transfólks í heimabæ sínum og segir það hafa gert sig að auðveldu skotmarki. Hún hafi meðal annars sætt ofsóknum og setið undir hótunum. Fólk hafi meðal annars hótað að skvetta á hana sýru, skera af henni brjóstin eða nauðga henni. „Ég held að ástandið í þessu landi eigi eftir að snarversna fyrir þá jaðarsettu, sérstaklega á dreifbýlissvæðum og í rauðu ríkjunum,“ segir Willgohs á þar við ríkin þar sem Repúblikanar ráða ríkjum.Willgohs hyggst flytja frá Bandaríkjunum áður en bandarísku forsetakosningarnar eiga sér stað árið 2024. Eiginkona hennar mun verða eftir í Bandaríkjunum. Willgohs bindur vonir við að fá vinnu á Íslandi og þurfa ekki að sækja um hæli. Þá hyggst hún sækja um tvöfaldan ríkisborgararétt en hún hefur nú þegar notað sparnaðinn sinn að kaupa sér íbúð hér á landi. „Ég þarf að fara eitthvert þar sem ég veit að ég er örugg. Þar sem ég veit að ég fæ lagalega vernd,“ segir Willgohs jafnframt. Miðilinn ræðir einnig við aðra transkonu frá Fargo, Zara Crystal en hún hyggst feta í fótspor Willgohs og sækja um hæli í Svíþjóð. Konurnar tvær vinna nú að stofnun hjálparsamtaka sem munu aðstoða transfólk sem flytja frá Bandaríkjunum og setjast að í löndum þar sem réttindi þeirra eru viðurkenndari. „Í samanburði við sum önnur lönd er transfólk öruggara í Bandaríkjunum. En í samanburði við Ísland eða Noreg þá erum við langt á eftir,“ segir Lillian Guetter formaður samtakana Pride Collective í Fargo.
Málefni trans fólks Bandaríkin Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira