Fyrrum starfsfólk Sigluness tekur höndum saman til að mótmæla lokun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. desember 2022 19:08 Siglunes á sér 55 ára farsæla sögu þar sem æskulýðsstarfi fyrir börn og unglinga hefur verið haldið úti. Reyjavíkurborg Á sjöunda tug fyrrverandi starfsmanna Sigluness hefur tekið höndum saman til að bregðast við ákvörðun borgarráðs um að loka Siglunesi með skyndilegum hætti. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 900 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokunina. Undanfarna daga hafa borgarbúum borist fréttir af einstökum þáttum í niðurskurðartillögum borgarráðs. Í tilkynningu frá fyrrverandi starfsfólki Sigluness segir það ekki vera öfundsvert hlutverk að forgangsraða verkefnum og erfitt geti verið að sjá hve mikil verðmæti felast í þeim. „Þó urðum við, fyrrum starfsfólk Sigluness, slegin þegar okkur varð ljóst að til stæði að loka skyldi ævintýramiðstöðinni Siglunesi í Nauthólsvík með einu pennastriki.“ Þá kemur fram að Siglunes eigi sér 55 ára farsæla sögu þar sem einstöku æskulýðsstarfi fyrir börn og unglinga hefur verið haldið úti. „Samspil sjávar, strandarinnar og náttúrunnar er magnað og mikil reynsla að upplifa. Eftirspurn og ánægja þátttakenda og foreldra tala sínu máli. Hátt í þúsund börn mæta til leiks á hverju ári spennt að takast á við nýjar og skemmtilegar áskoranir. Mörg hafa síðar lagt fyrir sig kappsiglingar í siglingafélögum víðsvegar um landið og leynast þar Ólympíufarar í siglingum. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 800 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokun SiglunessReyjavíkurborg Starfið í Siglunesi snýst þó alls ekki einungis um siglingakennslu. Þar ríkir andrúmsloft hlaðið skemmtun, fræðslu og vatnasporti í öruggu umhverfi sem er laust við samkeppni. Siglunes er nefnilega fyrir öll börn og höfum við fylgst með börnum með misjafnan bakgrunn og reynslu þroskast, styrkjast og eflast í starfinu. Börn vinna persónulega sigra á hverjum degi og upplifa sigurtilfinningu sem þau hafa jafnvel ekki upplifað áður í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi,“ segir í tilkynningunni. Heljarstökk aftur á bak og krónum kastað fyrir aura Í tilkynningunni er minnt er á að borgarráð hafi það markmið að vernda framlínuþjónustuna, svo sem skóla- og velferðarþjónustu í niðurskurðinum. „Við skorum því á borgarfulltrúa að standa vörð um þessa einstöku starfsemi sem fellur svo sannarlega undir framlínuþjónustu borgarinnar og koma í veg fyrir að Siglunesi verði lokað. Það væri sérlega óábyrgt að ráðast í slíka þjónustuskerðingu við börn og ungmenni án þess að meðal annars meta áhrifin sem lokunin hefði í för með sér. Við erum sannfærð um að það væru dýrkeypt mistök að loka Siglunesi. Með því væri tekið heljarstökk aftur á bak og krónum kastað fyrir aura,“ segir fyrrverandi starfsfólk Sigluness. Hér er undirskriftalistinn, en þegar þetta er skrifað hafa um 900 manns skrifað undir á skömmum tíma. Reykjavík Borgarstjórn Siglingaíþróttir Íþróttir barna Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Sjá meira
Undanfarna daga hafa borgarbúum borist fréttir af einstökum þáttum í niðurskurðartillögum borgarráðs. Í tilkynningu frá fyrrverandi starfsfólki Sigluness segir það ekki vera öfundsvert hlutverk að forgangsraða verkefnum og erfitt geti verið að sjá hve mikil verðmæti felast í þeim. „Þó urðum við, fyrrum starfsfólk Sigluness, slegin þegar okkur varð ljóst að til stæði að loka skyldi ævintýramiðstöðinni Siglunesi í Nauthólsvík með einu pennastriki.“ Þá kemur fram að Siglunes eigi sér 55 ára farsæla sögu þar sem einstöku æskulýðsstarfi fyrir börn og unglinga hefur verið haldið úti. „Samspil sjávar, strandarinnar og náttúrunnar er magnað og mikil reynsla að upplifa. Eftirspurn og ánægja þátttakenda og foreldra tala sínu máli. Hátt í þúsund börn mæta til leiks á hverju ári spennt að takast á við nýjar og skemmtilegar áskoranir. Mörg hafa síðar lagt fyrir sig kappsiglingar í siglingafélögum víðsvegar um landið og leynast þar Ólympíufarar í siglingum. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 800 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokun SiglunessReyjavíkurborg Starfið í Siglunesi snýst þó alls ekki einungis um siglingakennslu. Þar ríkir andrúmsloft hlaðið skemmtun, fræðslu og vatnasporti í öruggu umhverfi sem er laust við samkeppni. Siglunes er nefnilega fyrir öll börn og höfum við fylgst með börnum með misjafnan bakgrunn og reynslu þroskast, styrkjast og eflast í starfinu. Börn vinna persónulega sigra á hverjum degi og upplifa sigurtilfinningu sem þau hafa jafnvel ekki upplifað áður í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi,“ segir í tilkynningunni. Heljarstökk aftur á bak og krónum kastað fyrir aura Í tilkynningunni er minnt er á að borgarráð hafi það markmið að vernda framlínuþjónustuna, svo sem skóla- og velferðarþjónustu í niðurskurðinum. „Við skorum því á borgarfulltrúa að standa vörð um þessa einstöku starfsemi sem fellur svo sannarlega undir framlínuþjónustu borgarinnar og koma í veg fyrir að Siglunesi verði lokað. Það væri sérlega óábyrgt að ráðast í slíka þjónustuskerðingu við börn og ungmenni án þess að meðal annars meta áhrifin sem lokunin hefði í för með sér. Við erum sannfærð um að það væru dýrkeypt mistök að loka Siglunesi. Með því væri tekið heljarstökk aftur á bak og krónum kastað fyrir aura,“ segir fyrrverandi starfsfólk Sigluness. Hér er undirskriftalistinn, en þegar þetta er skrifað hafa um 900 manns skrifað undir á skömmum tíma.
Reykjavík Borgarstjórn Siglingaíþróttir Íþróttir barna Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum