Bankasýslan sakar ríkisendurskoðanda um rangfærslur Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 6. desember 2022 07:23 Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar. Vísir Fulltrúar Bankasýslu ríkisins halda því fram að ríkisendurskoðandi hafi farið með rangt mál á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag þegar hann sagði Bankasýsluna hafa skort yfirsýn þegar ákvörðun um leiðbeinandi verð hafi verið tekin. Fundurinn í gærmorgun var fjórði opni fundur nefndarinnar sem haldinn er vegna sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Á fundinum sagði Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi Bankasýslu ríkisins ekki haft næga yfirsýn yfir heildareftirspurn þegar salan fór fram og að stofnunin hefði afhent fjármálaráðherra rangar og óljósar upplýsingar. „Ég veit ekki hvað vakir fyrir Bankasýslunni þegar hún gerir þetta, en ég segi það bara hér sem trúnaðarmaður Alþingis og sem Ríkisendurskoðandi að málflutningur Bankasýslunnar um þetta atriði er bara alls ekki við hæfi og eingöngu til þess fallinn að skapa upplýsingaóreiðu og afvegaleiða umræðu þings og almennings um hvað það var sem þetta mál snerist um,“ sagði Guðmundur Björgvin. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi.Vísir/Vilhelm Segir ríkisendurskoðanda fara með rangt mál Í tilkynningu frá Bankasýslunni sem send var út í gærkvöldi vegna málsins segir að ríkisendurskoðanda fari með rangt mál. Kemur þar fram að ákvarðanir um verð hafi verið byggðar á fullnægjandi upplýsingum og Bankasýsla ríkisins ítrekað bent Ríkisendurskoðun á að starfsmenn stofnunarinnar hafi náið fylgst með þróun tilboðsbókar allt frá upphafi til enda. „Ákvarðanir um leiðbeinandi verð og rökstutt mat til ráðherra um lokaverð og magn, sem honum var sent kl. 21:40 að kvöldi 22. mars 2022, byggðu á upplýsingum sem þá lágu fyrir um eftirspurn fjárfesta. Upplýsingarnar áttu eftir að taka breytingum. Heildarmyndin var hins vegar skýr og yfirsýn umsjónaraðila (Citigroup Global Markets Europe AG, J.P. Morgan SE og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka), Bankasýslu ríkisins og fjármálaráðgjafa stofnunarinnar (STJ Advisors Group Limited) góð,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsingu Bankasýslu ríkisins má lesa í heild sinni hér að neðan. Vegna þess sem fram kom af hálfu ríkisendurskoðanda á opnum fundi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag skal eftirfarandi komið á framfæri: Það er rangt sem ríkisendurskoðandi heldur fram að Bankasýslu ríkisins hafi skort fullnægjandi yfirsýn yfir stöðu tilboðsbókar þegar ákvörðun var tekin um leiðbeinandi verð og er rökstutt mat var sent ráðherra að kvöldi 22. mars 2022. Bankasýsla ríkisins hefur ítrekað bent Ríkisendurskoðun á að starfsmenn stofnunarinnar, fyrir milligöngu umsjónaraðila, hafi náið fylgst með þróun tilboðsbókar allt frá upphafi útboðsins til enda. Stöðu bókarinnar hafi reglulega verið varpað á skjá í höfuðstöðvum Íslandsbanka fram á kvöld þess dags er útboðið fór fram. Á þeim fimm klukkustundum sem útboðið stóð yfir var tilboða aflað fyrir rúmlega 150 milljarða króna. Það samsvarar um 30 milljörðum króna á klukkustund eða 500 milljónum króna á hverri mínútu að jafnaði. Ákvarðanir um leiðbeinandi verð og rökstutt mat til ráðherra um lokaverð og magn, sem honum var sent kl. 21:40 að kvöldi 22. mars 2022, byggðu á upplýsingum sem þá lágu fyrir um eftirspurn fjárfesta. Upplýsingarnar áttu eftir að taka breytingum. Heildarmyndin var hins vegar skýr og yfirsýn umsjónaraðila (Citigroup Global Markets Europe AG, J.P. Morgan SE og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka), Bankasýslu ríkisins og fjármálaráðgjafa stofnunarinnar (STJ Advisors Group Limited) góð. Endanleg staða tilboðsbókar og flokkun fjárfesta var síðan send ráðherra kl. 23:18. Á þeim grunni var ákvörðun ráðherra tekin og staðfest bréflega við Bankasýslu ríkisins kl. 23:27. Samkvæmt þessu er engum vafa undirorpið að ákvarðanir um verð í söluferlinu, sem allar voru teknar að fengnum tillögum umsjónaraðila útboðsins og með hliðsjón af ráðgjöf fjármálaráðgjafa Bankasýslu ríkisins, byggðust á fullnægjandi upplýsingum. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Fundurinn í gærmorgun var fjórði opni fundur nefndarinnar sem haldinn er vegna sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Á fundinum sagði Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi Bankasýslu ríkisins ekki haft næga yfirsýn yfir heildareftirspurn þegar salan fór fram og að stofnunin hefði afhent fjármálaráðherra rangar og óljósar upplýsingar. „Ég veit ekki hvað vakir fyrir Bankasýslunni þegar hún gerir þetta, en ég segi það bara hér sem trúnaðarmaður Alþingis og sem Ríkisendurskoðandi að málflutningur Bankasýslunnar um þetta atriði er bara alls ekki við hæfi og eingöngu til þess fallinn að skapa upplýsingaóreiðu og afvegaleiða umræðu þings og almennings um hvað það var sem þetta mál snerist um,“ sagði Guðmundur Björgvin. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi.Vísir/Vilhelm Segir ríkisendurskoðanda fara með rangt mál Í tilkynningu frá Bankasýslunni sem send var út í gærkvöldi vegna málsins segir að ríkisendurskoðanda fari með rangt mál. Kemur þar fram að ákvarðanir um verð hafi verið byggðar á fullnægjandi upplýsingum og Bankasýsla ríkisins ítrekað bent Ríkisendurskoðun á að starfsmenn stofnunarinnar hafi náið fylgst með þróun tilboðsbókar allt frá upphafi til enda. „Ákvarðanir um leiðbeinandi verð og rökstutt mat til ráðherra um lokaverð og magn, sem honum var sent kl. 21:40 að kvöldi 22. mars 2022, byggðu á upplýsingum sem þá lágu fyrir um eftirspurn fjárfesta. Upplýsingarnar áttu eftir að taka breytingum. Heildarmyndin var hins vegar skýr og yfirsýn umsjónaraðila (Citigroup Global Markets Europe AG, J.P. Morgan SE og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka), Bankasýslu ríkisins og fjármálaráðgjafa stofnunarinnar (STJ Advisors Group Limited) góð,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsingu Bankasýslu ríkisins má lesa í heild sinni hér að neðan. Vegna þess sem fram kom af hálfu ríkisendurskoðanda á opnum fundi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag skal eftirfarandi komið á framfæri: Það er rangt sem ríkisendurskoðandi heldur fram að Bankasýslu ríkisins hafi skort fullnægjandi yfirsýn yfir stöðu tilboðsbókar þegar ákvörðun var tekin um leiðbeinandi verð og er rökstutt mat var sent ráðherra að kvöldi 22. mars 2022. Bankasýsla ríkisins hefur ítrekað bent Ríkisendurskoðun á að starfsmenn stofnunarinnar, fyrir milligöngu umsjónaraðila, hafi náið fylgst með þróun tilboðsbókar allt frá upphafi útboðsins til enda. Stöðu bókarinnar hafi reglulega verið varpað á skjá í höfuðstöðvum Íslandsbanka fram á kvöld þess dags er útboðið fór fram. Á þeim fimm klukkustundum sem útboðið stóð yfir var tilboða aflað fyrir rúmlega 150 milljarða króna. Það samsvarar um 30 milljörðum króna á klukkustund eða 500 milljónum króna á hverri mínútu að jafnaði. Ákvarðanir um leiðbeinandi verð og rökstutt mat til ráðherra um lokaverð og magn, sem honum var sent kl. 21:40 að kvöldi 22. mars 2022, byggðu á upplýsingum sem þá lágu fyrir um eftirspurn fjárfesta. Upplýsingarnar áttu eftir að taka breytingum. Heildarmyndin var hins vegar skýr og yfirsýn umsjónaraðila (Citigroup Global Markets Europe AG, J.P. Morgan SE og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka), Bankasýslu ríkisins og fjármálaráðgjafa stofnunarinnar (STJ Advisors Group Limited) góð. Endanleg staða tilboðsbókar og flokkun fjárfesta var síðan send ráðherra kl. 23:18. Á þeim grunni var ákvörðun ráðherra tekin og staðfest bréflega við Bankasýslu ríkisins kl. 23:27. Samkvæmt þessu er engum vafa undirorpið að ákvarðanir um verð í söluferlinu, sem allar voru teknar að fengnum tillögum umsjónaraðila útboðsins og með hliðsjón af ráðgjöf fjármálaráðgjafa Bankasýslu ríkisins, byggðust á fullnægjandi upplýsingum.
Vegna þess sem fram kom af hálfu ríkisendurskoðanda á opnum fundi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag skal eftirfarandi komið á framfæri: Það er rangt sem ríkisendurskoðandi heldur fram að Bankasýslu ríkisins hafi skort fullnægjandi yfirsýn yfir stöðu tilboðsbókar þegar ákvörðun var tekin um leiðbeinandi verð og er rökstutt mat var sent ráðherra að kvöldi 22. mars 2022. Bankasýsla ríkisins hefur ítrekað bent Ríkisendurskoðun á að starfsmenn stofnunarinnar, fyrir milligöngu umsjónaraðila, hafi náið fylgst með þróun tilboðsbókar allt frá upphafi útboðsins til enda. Stöðu bókarinnar hafi reglulega verið varpað á skjá í höfuðstöðvum Íslandsbanka fram á kvöld þess dags er útboðið fór fram. Á þeim fimm klukkustundum sem útboðið stóð yfir var tilboða aflað fyrir rúmlega 150 milljarða króna. Það samsvarar um 30 milljörðum króna á klukkustund eða 500 milljónum króna á hverri mínútu að jafnaði. Ákvarðanir um leiðbeinandi verð og rökstutt mat til ráðherra um lokaverð og magn, sem honum var sent kl. 21:40 að kvöldi 22. mars 2022, byggðu á upplýsingum sem þá lágu fyrir um eftirspurn fjárfesta. Upplýsingarnar áttu eftir að taka breytingum. Heildarmyndin var hins vegar skýr og yfirsýn umsjónaraðila (Citigroup Global Markets Europe AG, J.P. Morgan SE og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka), Bankasýslu ríkisins og fjármálaráðgjafa stofnunarinnar (STJ Advisors Group Limited) góð. Endanleg staða tilboðsbókar og flokkun fjárfesta var síðan send ráðherra kl. 23:18. Á þeim grunni var ákvörðun ráðherra tekin og staðfest bréflega við Bankasýslu ríkisins kl. 23:27. Samkvæmt þessu er engum vafa undirorpið að ákvarðanir um verð í söluferlinu, sem allar voru teknar að fengnum tillögum umsjónaraðila útboðsins og með hliðsjón af ráðgjöf fjármálaráðgjafa Bankasýslu ríkisins, byggðust á fullnægjandi upplýsingum.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira