Óttast dreifingu ösku á útivistarsvæðum og í almenningsgörðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2022 09:37 Frumvarpið er þverpólitískt samstarf nokkurra þingmanna. Reykjavíkurborg segir útivistarsvæði sveitarfélaga mögulega geta orðið eftirsótt fyrir öskudreifingu, ef öskudreifing verður gefin frjáls. Lagt er til að afla verði heimildar landeigenda eða umráðamanna lands áður en ösku er dreift. Þetta kemur fram í umsögn Reykjavíkurborgar vegna frumvarps um dreifingu ösku eftir líkbrennslu. Í frumvarpinu er lagt til að dreifing ösku verði gefin frjáls og að óskir hins látna um hvar og hvernig öskunni er dreift séu virtar. Reykjavíkurborg segir að svo virðist sem flutningsmenn frumvarpsins reikni ekki með neinum takmörkunum á dreifingu ösku og segja þá stöðu geta komið upp að eigandi eða umráðamaður lands sé ósáttur við dreifingu öskunnar á landinu, þrátt fyrir vilja hins látna. „Útivistarsvæði sveitarfélaga gætu mögulega orðið eftirsótt fyrir öskudreifingu,“ segir í umsögn borgarinnar. „Eðlilegt er að sveitarfélagið hefði eitthvað um það að segja hvort ösku yrði dreift á útivistarsvæði en auðvitað mætti hugsa sér að sveitarfélag skilgreindi ákveðið svæði þar sem heimilt væri að dreifa ösku.“ Telja ónauðsynlegt að rýmka heimildir til dreifingar ösku Kirkjugarðaráð hefur einnig skilað inn umsögn vegna frumvarpsins og gerir meðal annars athugasemd við það að frjáls dreifing ösku gæti stangast á við önnur lög, til að mynda um hollustuhætti. Þá er gerð athugasemd við málsgrein sem hljóðar þannig: „Virða ber ósk hins látna um hvar og hvernig ösku er dreift eða hún varðveitt sé ósk hins látna sú að askan sé ekki jarðsett.“ „Með ofangreindri tillögu verður ekki annað séð en að hægt verði að geyma ösku látinna og/eða dreifa henni hvar sem er án takmarkana. Þetta vekur spurningar um hvort framvegis verði jafnvel hægt að dreifa ösku innan skipulagðra svæða í þéttbýli til dæmis í íbúðahúsa- eða í almenningsgörðum,“ segir í umsögn Kirkjugarðaráðs. Ráðið segir að sér hafi ekki borist kvartanir vegna þess hvernig málum er háttað nú, þar sem sækja þarf um leyfi hjá sýslumanni til að dreifa ösku á öræfum eða sjó. Því telji ráðið ekki brýna nauðsyn á að rýmka heimildir til dreifingar ösku að svo stöddu. Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn Reykjavíkurborgar vegna frumvarps um dreifingu ösku eftir líkbrennslu. Í frumvarpinu er lagt til að dreifing ösku verði gefin frjáls og að óskir hins látna um hvar og hvernig öskunni er dreift séu virtar. Reykjavíkurborg segir að svo virðist sem flutningsmenn frumvarpsins reikni ekki með neinum takmörkunum á dreifingu ösku og segja þá stöðu geta komið upp að eigandi eða umráðamaður lands sé ósáttur við dreifingu öskunnar á landinu, þrátt fyrir vilja hins látna. „Útivistarsvæði sveitarfélaga gætu mögulega orðið eftirsótt fyrir öskudreifingu,“ segir í umsögn borgarinnar. „Eðlilegt er að sveitarfélagið hefði eitthvað um það að segja hvort ösku yrði dreift á útivistarsvæði en auðvitað mætti hugsa sér að sveitarfélag skilgreindi ákveðið svæði þar sem heimilt væri að dreifa ösku.“ Telja ónauðsynlegt að rýmka heimildir til dreifingar ösku Kirkjugarðaráð hefur einnig skilað inn umsögn vegna frumvarpsins og gerir meðal annars athugasemd við það að frjáls dreifing ösku gæti stangast á við önnur lög, til að mynda um hollustuhætti. Þá er gerð athugasemd við málsgrein sem hljóðar þannig: „Virða ber ósk hins látna um hvar og hvernig ösku er dreift eða hún varðveitt sé ósk hins látna sú að askan sé ekki jarðsett.“ „Með ofangreindri tillögu verður ekki annað séð en að hægt verði að geyma ösku látinna og/eða dreifa henni hvar sem er án takmarkana. Þetta vekur spurningar um hvort framvegis verði jafnvel hægt að dreifa ösku innan skipulagðra svæða í þéttbýli til dæmis í íbúðahúsa- eða í almenningsgörðum,“ segir í umsögn Kirkjugarðaráðs. Ráðið segir að sér hafi ekki borist kvartanir vegna þess hvernig málum er háttað nú, þar sem sækja þarf um leyfi hjá sýslumanni til að dreifa ösku á öræfum eða sjó. Því telji ráðið ekki brýna nauðsyn á að rýmka heimildir til dreifingar ösku að svo stöddu.
Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira