Jólakveðja matvælaráðherra Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 6. desember 2022 14:00 Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra ritaði grein í síðasta Bændablað undir fyrirsögninni „Bjartsýni í sauðfjárrækt“. Greinin skildi eftir fleiri spurningar en hún svaraði hjá undirrituðum og fleirum sbr. nýlega skoðanagrein Þuríðar Lillý Sigurðardóttur (Vonbrigði fyrir starfstétt sauðfjárbænda). Undanfarnar vikur hefur hópur einstaklinga og hagsmunasamtaka reynt að vekja athygli á breytingu sem tekur gildi í upphafi næsta árs varðandi niðurtröppun greiðslumarks í sauðfjárrækt. Fundir sauðfjárbænda undanfarin ár hafa ályktað í þá veru og samþykkt ályktanir í þá veru án mótatkvæða. Nú ber hins vegar svo við að ráðherra málaflokksins hlustar ekki og heldur finnast mér það kaldar kveðjur í upphafi aðventu. Aðstoðarmaður ráðherrans, Kári Gautason og varaþingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi gæti kynnt sér málið betur og skoðað áhrifin af þessari breytingu á sitt kjördæmi. Breytingin mun hafa hvað mest áhrif á hans kjördæmi ásamt því að koma illa við yngri bændur sem hafa verið að reyna fjárfesta í greininni undanfarin ár. Í skýrslunni „Rekstur sauðfjárbúa 2018-2020“ kemur fram að breytileiki í afkomu sauðfjárbúa byggi að nokkru leiti á greiðslumarkseign búanna. Þetta þýðir að fleiri sauðfjárbú mun glíma við meiri ófyrirsjáaleika í rekstarumhverfi sínu á komandi ári og kemur til með að veikja hryggjarstykkið í sauðfjárframleiðslunni sem eru stærri sauðfjárbúin þar sem yngra fólkið býr. Við síðustu endurskoðun búvörusamninga var komið á fót markaði með greiðslumark þar sem mun meiri eftirspurn er en framboð af greiðslumarki. Ætli matvælaráðherra hafi lesið samantekt Byggðastofnunnar um stöðu sauðfjárræktarinnar sem kom út í maí sl. Þar segir: „Miðað við ofangreindar forsendur og uppreikning á helstu kostnaðarliðum, að teknu tilliti til rekstrartaps undanfarinna ára, er ljóst að forsendur sauðfjárbúskapar að óbreyttum afurðatekjum og opinberum greiðslur eru brostnar. Líklegt er að rekstrarniðurstaða meðalsauðfjárbúsins sem hlutfall af tekjum verði neikvæð um allt að 50% næstu tvö árin a.m.k. og að rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir verði neikvæð um í kringum 25%.“ Líklega hefur Svandís ekki lesið þetta þegar hún talar um „bjartsýni í sauðfjárrækt“ nema það sé ákveðin tegund af kaldhæðni hjá ráðherra. Það væri klókt af Svandís að fresta umræddri aðgerð til 1. janúar 2024 til að endurskoðun sú sem fram á að fara á árinu 2023 verði unnin á grundvelli fagmennsku og nýjustu gagna um stöðu búgreinarinnar. Matvælaráðherra hefur hins vegar valið að gera ekki neitt og láta samstöðu bænda í léttu rúmi liggja sem er vonandi ekki fyrirboði þeirra vinnubragða sem hún og hennar ráðuneyti ætlar að ástunda í endurskoðun komandi árs með því að henda fram innihaldslausum fyrirsögnum. Gagnlegt væri að ráðherra gæfi kost á beinu samtali um málefnið, t.a.m. þegar fyrirhuguð heimsókn hennar í Dalabyggð verður að veruleika. Höfundur er sauðfjárbóndi og sveitarstjórnarmaður í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Eyjólfur Ingvi Bjarnason Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra ritaði grein í síðasta Bændablað undir fyrirsögninni „Bjartsýni í sauðfjárrækt“. Greinin skildi eftir fleiri spurningar en hún svaraði hjá undirrituðum og fleirum sbr. nýlega skoðanagrein Þuríðar Lillý Sigurðardóttur (Vonbrigði fyrir starfstétt sauðfjárbænda). Undanfarnar vikur hefur hópur einstaklinga og hagsmunasamtaka reynt að vekja athygli á breytingu sem tekur gildi í upphafi næsta árs varðandi niðurtröppun greiðslumarks í sauðfjárrækt. Fundir sauðfjárbænda undanfarin ár hafa ályktað í þá veru og samþykkt ályktanir í þá veru án mótatkvæða. Nú ber hins vegar svo við að ráðherra málaflokksins hlustar ekki og heldur finnast mér það kaldar kveðjur í upphafi aðventu. Aðstoðarmaður ráðherrans, Kári Gautason og varaþingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi gæti kynnt sér málið betur og skoðað áhrifin af þessari breytingu á sitt kjördæmi. Breytingin mun hafa hvað mest áhrif á hans kjördæmi ásamt því að koma illa við yngri bændur sem hafa verið að reyna fjárfesta í greininni undanfarin ár. Í skýrslunni „Rekstur sauðfjárbúa 2018-2020“ kemur fram að breytileiki í afkomu sauðfjárbúa byggi að nokkru leiti á greiðslumarkseign búanna. Þetta þýðir að fleiri sauðfjárbú mun glíma við meiri ófyrirsjáaleika í rekstarumhverfi sínu á komandi ári og kemur til með að veikja hryggjarstykkið í sauðfjárframleiðslunni sem eru stærri sauðfjárbúin þar sem yngra fólkið býr. Við síðustu endurskoðun búvörusamninga var komið á fót markaði með greiðslumark þar sem mun meiri eftirspurn er en framboð af greiðslumarki. Ætli matvælaráðherra hafi lesið samantekt Byggðastofnunnar um stöðu sauðfjárræktarinnar sem kom út í maí sl. Þar segir: „Miðað við ofangreindar forsendur og uppreikning á helstu kostnaðarliðum, að teknu tilliti til rekstrartaps undanfarinna ára, er ljóst að forsendur sauðfjárbúskapar að óbreyttum afurðatekjum og opinberum greiðslur eru brostnar. Líklegt er að rekstrarniðurstaða meðalsauðfjárbúsins sem hlutfall af tekjum verði neikvæð um allt að 50% næstu tvö árin a.m.k. og að rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir verði neikvæð um í kringum 25%.“ Líklega hefur Svandís ekki lesið þetta þegar hún talar um „bjartsýni í sauðfjárrækt“ nema það sé ákveðin tegund af kaldhæðni hjá ráðherra. Það væri klókt af Svandís að fresta umræddri aðgerð til 1. janúar 2024 til að endurskoðun sú sem fram á að fara á árinu 2023 verði unnin á grundvelli fagmennsku og nýjustu gagna um stöðu búgreinarinnar. Matvælaráðherra hefur hins vegar valið að gera ekki neitt og láta samstöðu bænda í léttu rúmi liggja sem er vonandi ekki fyrirboði þeirra vinnubragða sem hún og hennar ráðuneyti ætlar að ástunda í endurskoðun komandi árs með því að henda fram innihaldslausum fyrirsögnum. Gagnlegt væri að ráðherra gæfi kost á beinu samtali um málefnið, t.a.m. þegar fyrirhuguð heimsókn hennar í Dalabyggð verður að veruleika. Höfundur er sauðfjárbóndi og sveitarstjórnarmaður í Dalabyggð.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar