Stjórnvöld skapa rammann og nauðsynlegt að sýna þeim þrýsting Elísabet Inga Sigurðardóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 8. desember 2022 23:18 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld bera ábyrgð á því að setja umgjörð utan um íbúðamarkaðinn. Hún vísar því á bug að stjórnvöld hafi gert það sem þau geti til þess að sporna við hækkunum. Í gær greindi fréttastofa frá raunveruleika Brynju Hrannar Bjarnadóttur, öryrkja og leigjanda hjá leigufélaginu Ölmu sem fékk þær fréttir um mánaðamótin að leiga hennar myndi hækka um 30 prósent eftir mánaðamót. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR vakti fyrst athygli á sögu Brynju en síðan þá hefur stjórnmálafólk lýst yfir óánægju sinni með fyrirkomulag leigufélagsins og ástand leigumarkaðarins í heild sinni. Þá hefur leigufélagið sjálft ekki tjáð sig að ráði vegna málsins en sagðist í yfirlýsingu sem barst fjölmiðlum fyrr í kvöld, þurfa að hækka leiguverð hjá sumum leigjendum vegna efnahagsástandsins. „Í ljósi núverandi efnahagsástands er Alma nauðbeygð til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út. Alma mun eftir fremsta megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þess ber þó að halda til haga að sú hækkun sem fjölmiðlar hafa fjallað um endurspeglar ekki almennt þær verðhækkanir sem Alma hefur þurft að ráðast í. Leiguverð íbúða og hækkanir miðast við stærð, staðsetningu og ástand, óháð því hver leigir þær,“ segir í tilkynningunni. Þegar hún er spurð út í aðkomu stjórnvalda að leigumarkaðinum í heild sinni segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, stjórnvöld bera ábyrgð á umgjörð íbúðamarkaðarins hérlendis. Hvernig finnst þér aðkoma stjórnvalda við erum bara að tala um leigumarkaðinn í heild sinni. „Það er ekkert sem fellur hér af himnum ofan. Það er ekkert til sem heitir frjáls markaður í því samhengi að það eru auðvitað reglur og rammi þarna í kringum. Við í Samfylkingunni höfum til að mynda talað fyrir leigubremsu, sérstaklega á tímum sem þessum til að koma í veg fyrir óeðlilegar og óhóflega hækkanir, það hafa stjórnvöld ekki viljað gera,“ segir Kristrún. Ekki eðlilegt að öllu sé fleytt áfram á neytendur Hún vísar því á bug að ríkisstjórnin sé að gera allt sem hún geti til þess að sporna við hækkunum en nú sé til umræðu að skera niður fjárheimildir sem geti aðstoðað leigjendur. „Það á að skera niður fjárheimildir til uppbyggingu óhagnaðardrifins leiguhúsnæðis sem er nákvæmlega húsnæði sem myndi vega á móti starfsemi og hækkana slíkra félaga og gerir það að verkum að fólk sem er á almennum leigumarkaði hefur þá valkost að fara í ódýrara húsnæði,“ segir Kristrún. Aðspurð hver ábyrgð leigufélagsins umrædda sé í málinu segir hún félagið bera ríka ábyrgð. „Það eru allir að reyna að standa saman í dag, að reyna að halda aftur af verðhækkunum. Það er ekki eðlilegt að það sé öllu fleytt áfram í verðlag og yfir á neytendur þannig að það er líka rík ábyrgð meðal fyrirtækja. En það eru stjórnvöld sem skapa rammann og það verður líka að sýna þrýsting gagnvart þeim,“ segir Kristrún að lokum. Stéttarfélög Leigumarkaður Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Í gær greindi fréttastofa frá raunveruleika Brynju Hrannar Bjarnadóttur, öryrkja og leigjanda hjá leigufélaginu Ölmu sem fékk þær fréttir um mánaðamótin að leiga hennar myndi hækka um 30 prósent eftir mánaðamót. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR vakti fyrst athygli á sögu Brynju en síðan þá hefur stjórnmálafólk lýst yfir óánægju sinni með fyrirkomulag leigufélagsins og ástand leigumarkaðarins í heild sinni. Þá hefur leigufélagið sjálft ekki tjáð sig að ráði vegna málsins en sagðist í yfirlýsingu sem barst fjölmiðlum fyrr í kvöld, þurfa að hækka leiguverð hjá sumum leigjendum vegna efnahagsástandsins. „Í ljósi núverandi efnahagsástands er Alma nauðbeygð til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út. Alma mun eftir fremsta megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þess ber þó að halda til haga að sú hækkun sem fjölmiðlar hafa fjallað um endurspeglar ekki almennt þær verðhækkanir sem Alma hefur þurft að ráðast í. Leiguverð íbúða og hækkanir miðast við stærð, staðsetningu og ástand, óháð því hver leigir þær,“ segir í tilkynningunni. Þegar hún er spurð út í aðkomu stjórnvalda að leigumarkaðinum í heild sinni segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, stjórnvöld bera ábyrgð á umgjörð íbúðamarkaðarins hérlendis. Hvernig finnst þér aðkoma stjórnvalda við erum bara að tala um leigumarkaðinn í heild sinni. „Það er ekkert sem fellur hér af himnum ofan. Það er ekkert til sem heitir frjáls markaður í því samhengi að það eru auðvitað reglur og rammi þarna í kringum. Við í Samfylkingunni höfum til að mynda talað fyrir leigubremsu, sérstaklega á tímum sem þessum til að koma í veg fyrir óeðlilegar og óhóflega hækkanir, það hafa stjórnvöld ekki viljað gera,“ segir Kristrún. Ekki eðlilegt að öllu sé fleytt áfram á neytendur Hún vísar því á bug að ríkisstjórnin sé að gera allt sem hún geti til þess að sporna við hækkunum en nú sé til umræðu að skera niður fjárheimildir sem geti aðstoðað leigjendur. „Það á að skera niður fjárheimildir til uppbyggingu óhagnaðardrifins leiguhúsnæðis sem er nákvæmlega húsnæði sem myndi vega á móti starfsemi og hækkana slíkra félaga og gerir það að verkum að fólk sem er á almennum leigumarkaði hefur þá valkost að fara í ódýrara húsnæði,“ segir Kristrún. Aðspurð hver ábyrgð leigufélagsins umrædda sé í málinu segir hún félagið bera ríka ábyrgð. „Það eru allir að reyna að standa saman í dag, að reyna að halda aftur af verðhækkunum. Það er ekki eðlilegt að það sé öllu fleytt áfram í verðlag og yfir á neytendur þannig að það er líka rík ábyrgð meðal fyrirtækja. En það eru stjórnvöld sem skapa rammann og það verður líka að sýna þrýsting gagnvart þeim,“ segir Kristrún að lokum.
Stéttarfélög Leigumarkaður Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira