„Finnst mjög gaman þegar hann skorar svo við erum saman í þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2022 15:31 Óðinn Þór er að gera gott mót í Sviss. Kadetten Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari handboltaliðsins Kadetten Schaffhausen í Sviss, ræddi við Stefán Árna Pálsson og Ingva Þór Sæmundsson í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar nýverið. Fór hann yfir víðan völl en helsta umræðuefnið var hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson og markagræðgi hans. Óðinn Þór mætti sprækur sem lækur til Kadetten en lenti í leiðinlegum meiðslum. Eftir það fór hann gjörsamlega á kostum. „Hann var óheppinn að lenda í þessu ristarbroti en kom svo með látum inn í þetta þar sem hann var með 10-15 mörk í leik. Svo kom smá hola, hann var búinn að spila mjög mikið og liðin farin að mann-dekka hann svo hann fær engin færi í horninu. Á móti kemur að það hefur opnast meira í kringum Óðinn. Hann er frábær karakter og frábær leikmaður, það er mjög gaman að vinna með honum.“ Stefán Árni vildi ólmur vita hvort Óðinn Þór væri markagráðugasti leikmaður sem Aðalsteinn hefur þjálfað. Hann var ekki alveg þeirrar skoðunar þar sem hann hefur þjálfað nokkra markagráðuga menn á sínum ferli. „Ég var með Bjarka Má Elísson líka, og Hannes Þór Jónsson. Það er erfitt að gera upp á milli en Óðinn er með þetta nef fyrir mörkum sem mér finnst mjög skemmtilegt. Mér finnst mjög gaman þegar hann skorar svo við erum saman í þessu.“ Aðalsteinn Eyjólfsson hefur náð frábærum árangri í Sviss.Kadetten Telur Aðalsteinn að Óðinn Þór fari á HM? „Það er búið að ræða þetta til þaula heima, held ég. Ég er mikill Óðins-maður og vill að hann fái tækifæri, held að hann eigi það skilið. Upp á jafnvægið í liðinu á svona löngumóti held ég að það sé gott að vera með tvo góða hornamenn.“ „Ég er mjög bjartsýnn. Að sama skapi búið að ræða það mjög mikið að það eru margir leikmenn að spila vel. Ef við lendum ekki í meiðslum og náum að nýta breiddina vel í riðalkeppninni þá standa okkur allir vegir opnir.“ „Held að stærsta verkefnið miðað við umræðuna er ákveðin væntingastjórnun sem Guðmundur á eflaust eftir að leysa eins og hans er von og vísa. Held það sé stærsta málið, að væntingarnar veðra ekki of þungur kross að bera,“ sagði Aðalsteinn að endingu. Þátt Seinni bylgjunnar í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Óðinn Þór mætti sprækur sem lækur til Kadetten en lenti í leiðinlegum meiðslum. Eftir það fór hann gjörsamlega á kostum. „Hann var óheppinn að lenda í þessu ristarbroti en kom svo með látum inn í þetta þar sem hann var með 10-15 mörk í leik. Svo kom smá hola, hann var búinn að spila mjög mikið og liðin farin að mann-dekka hann svo hann fær engin færi í horninu. Á móti kemur að það hefur opnast meira í kringum Óðinn. Hann er frábær karakter og frábær leikmaður, það er mjög gaman að vinna með honum.“ Stefán Árni vildi ólmur vita hvort Óðinn Þór væri markagráðugasti leikmaður sem Aðalsteinn hefur þjálfað. Hann var ekki alveg þeirrar skoðunar þar sem hann hefur þjálfað nokkra markagráðuga menn á sínum ferli. „Ég var með Bjarka Má Elísson líka, og Hannes Þór Jónsson. Það er erfitt að gera upp á milli en Óðinn er með þetta nef fyrir mörkum sem mér finnst mjög skemmtilegt. Mér finnst mjög gaman þegar hann skorar svo við erum saman í þessu.“ Aðalsteinn Eyjólfsson hefur náð frábærum árangri í Sviss.Kadetten Telur Aðalsteinn að Óðinn Þór fari á HM? „Það er búið að ræða þetta til þaula heima, held ég. Ég er mikill Óðins-maður og vill að hann fái tækifæri, held að hann eigi það skilið. Upp á jafnvægið í liðinu á svona löngumóti held ég að það sé gott að vera með tvo góða hornamenn.“ „Ég er mjög bjartsýnn. Að sama skapi búið að ræða það mjög mikið að það eru margir leikmenn að spila vel. Ef við lendum ekki í meiðslum og náum að nýta breiddina vel í riðalkeppninni þá standa okkur allir vegir opnir.“ „Held að stærsta verkefnið miðað við umræðuna er ákveðin væntingastjórnun sem Guðmundur á eflaust eftir að leysa eins og hans er von og vísa. Held það sé stærsta málið, að væntingarnar veðra ekki of þungur kross að bera,“ sagði Aðalsteinn að endingu. Þátt Seinni bylgjunnar í heild sinni má hlusta á hér að neðan.
Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita