Í beinni: Orion snýr aftur til jarðar eftir ferð um tunglið Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. desember 2022 16:00 Geimfarið var mest í tæplega 435 þúsund kílómetra fjarlægð frá jörðu. Mynd/NASA Geimfarið Orion lendir aftur á jörðinni í dag eftir mánaðarferðalag í kringum tunglið. Hægt verður að fylgjast með endurkomunni í streymi sem finna má í fréttinni. Orion geimfarinu var skotið á loft þann sextánda nóvember síðastliðinn en um var að ræða fyrsta geimskot Artemis- áætlunarinnar. Því hafði áður ítrekað verið frestað í gegnum árin. This is a live view of the Earth from a distance of 15,000 miles away. The @NASA_Orion spacecraft is mere hours away from arriving home. #Artemis pic.twitter.com/jyq7Hnv0Zp— NASA (@NASA) December 11, 2022 Að því er kemur fram í tilkynningu frá NASA er áætlað að farið lendi á jörðinni klukkan 17:39 að íslenskum tíma en farið lendir í sjónum við strendur San Diego í Bandaríkjunum. Teymi á vegum Kennedy Space Center í Flórída mun í samstafi við bandaríska sjóherinn síðan sækja farið. Streymið hófst nú klukkan 16 og verður blaðamannafundur um málið upp úr klukkan hálf níu í kvöld. Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru á tunglinu á næstu árum en um fimmtíu ár eru liðin frá því að menn voru síðast á yfirborði tunglsins. Orion bar með sér tíu smágervihnetti sem notaðir voru til rannsókna á yfirborði tunglsins og leggja grunn að mönnuðum ferðum þangað. Geimfarið var mest í tæplega 435 þúsund kílómetra fjarlægð frá jörðu. Geimfarið kom til tungslins nokkrum dögum eftir að því var skotið á loft. Það fór næst tunglinu í fyrstu sporbraut þess og þeirri síðustu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður til að senda það aftur til jarðarinnar. Geimurinn Bandaríkin Tunglið Tengdar fréttir Bein útsending: Síðasta ferðin um tunglið í bili Heimför Orion geimfarsins sem skotið var á loft í fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar aftur til jarðarinnar hefst í dag. Þá mun geimfarið einnig fara mjög nærri yfirborði tunglsins og það í beinni útsendingu. 5. desember 2022 15:45 Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. 29. nóvember 2022 15:01 Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. 21. nóvember 2022 10:52 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. 29. ágúst 2022 09:31 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Sjá meira
Orion geimfarinu var skotið á loft þann sextánda nóvember síðastliðinn en um var að ræða fyrsta geimskot Artemis- áætlunarinnar. Því hafði áður ítrekað verið frestað í gegnum árin. This is a live view of the Earth from a distance of 15,000 miles away. The @NASA_Orion spacecraft is mere hours away from arriving home. #Artemis pic.twitter.com/jyq7Hnv0Zp— NASA (@NASA) December 11, 2022 Að því er kemur fram í tilkynningu frá NASA er áætlað að farið lendi á jörðinni klukkan 17:39 að íslenskum tíma en farið lendir í sjónum við strendur San Diego í Bandaríkjunum. Teymi á vegum Kennedy Space Center í Flórída mun í samstafi við bandaríska sjóherinn síðan sækja farið. Streymið hófst nú klukkan 16 og verður blaðamannafundur um málið upp úr klukkan hálf níu í kvöld. Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru á tunglinu á næstu árum en um fimmtíu ár eru liðin frá því að menn voru síðast á yfirborði tunglsins. Orion bar með sér tíu smágervihnetti sem notaðir voru til rannsókna á yfirborði tunglsins og leggja grunn að mönnuðum ferðum þangað. Geimfarið var mest í tæplega 435 þúsund kílómetra fjarlægð frá jörðu. Geimfarið kom til tungslins nokkrum dögum eftir að því var skotið á loft. Það fór næst tunglinu í fyrstu sporbraut þess og þeirri síðustu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður til að senda það aftur til jarðarinnar.
Geimurinn Bandaríkin Tunglið Tengdar fréttir Bein útsending: Síðasta ferðin um tunglið í bili Heimför Orion geimfarsins sem skotið var á loft í fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar aftur til jarðarinnar hefst í dag. Þá mun geimfarið einnig fara mjög nærri yfirborði tunglsins og það í beinni útsendingu. 5. desember 2022 15:45 Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. 29. nóvember 2022 15:01 Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. 21. nóvember 2022 10:52 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. 29. ágúst 2022 09:31 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Sjá meira
Bein útsending: Síðasta ferðin um tunglið í bili Heimför Orion geimfarsins sem skotið var á loft í fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar aftur til jarðarinnar hefst í dag. Þá mun geimfarið einnig fara mjög nærri yfirborði tunglsins og það í beinni útsendingu. 5. desember 2022 15:45
Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. 29. nóvember 2022 15:01
Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. 21. nóvember 2022 10:52
Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29
Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. 29. ágúst 2022 09:31