Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2022 14:01 Hópurinn sem staðið hefur í ströngu að undanförnu. Á myndina vantar Ragnar Þór Ingófsson, formann VR, sem komst ekki í myndatökuna. Hópmyndin var tekin stuttu eftir að samningarnir voru undirritaðir. Vísir/Vilhelm Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. Samningurinn nefnist Brú að bættum lífskjörum og er skammtímasamningur. Hann gildir til 31. janúar 2024 og felur í sér 6,75 prósenta launahækkun sem er afturvirk frá 1. nóvember, en þó að hámarki um 66 þúsund krónur á mánuði. Hann felur þá einnig í sér 103 þúsund króna desemberuppbót, 56 þúsund króna orlofsuppbót og þá er hagvaxtarauka flýtt svo eitthvað sé nefnt. Þröng á þingi Það var þröng á þingi í Karphúsinu þegar skrifað var undir samninginn. Nokkuð kátt var á hjalla og heyra mátti hlátrasköll á meðan var verið að koma öllum fyrir í fundarherbergi í Karphúsinu. Aðalsteinn S. Leifsson, ríkissáttasemjari, þakkaði nefndarmönnum í samninganefndunum fyrir mikla þolinmæði og þrautsægju síðustu tvær vikurnar, áður en að skrifað var undir samningana. Aðalsteinn S. Leifsson ríkisáttasemjari fær samninginn í hendurnar frá Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA.Vísir/Vilhelm Eftir að skrifað var undir þá bauð hann í vöffluboð eins og venjan er þegar samningar nást. Tilkynnti hann að embætti hans væri meira en reiðubúið í vöfflubaksturinn þar sem nýlega hafi verið fjárfest í þremur vöfflujárnum. Í kynningu á samningnum, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að 6, 75 prósent almenn launahækkun taki gildi 1. nóvember síðastliðinn. Þá sé hagvaxtarauki vegna ársins í ár flýtt og teljist hann að fullu efndur. Einnig taka nýjar launatöflur gildi hjá taxtafólki. Ekki er nánar tilgreint hverjar þær eru utan þess að nefnt sé að þær séu áþekkar þeim sem eru innifaldar í nýjum samningi SA við Starfsgreinasambandið. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og forseti ASÍ og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skrifa undir samningana.Vísir/Vilhelm Þá er einnig tilgreint í kynningunni að aðgerðir stjórnvalda, sem kynntar verða á blaðamannafundi klukkan 14.30, muni auka tekjur stórs hóps enn frekar. Samningurinn, sem er skammtímasamningur, felur einnig í sér tímasettan ramma utan um gerð langtímakjarasamnings. Í tilkynningu frá ASÍ segir að markmið samninganna sé að styðja við kaupmátt launa auk þess að veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum. Samningurinn byggi undir stöðugleika og skapi forsendur fyrir langtímasamningi. Með áherslu á að verja kaupmátt í samningi til skamms tíma sé það ásetningur samningsaðila að skapa fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum - fjölskyldum og fyrirtækjum til hagsbóta. Tengd skjöl Kynning_á_nýjum_kjarasamningiPDF987KBSækja skjal
Samningurinn nefnist Brú að bættum lífskjörum og er skammtímasamningur. Hann gildir til 31. janúar 2024 og felur í sér 6,75 prósenta launahækkun sem er afturvirk frá 1. nóvember, en þó að hámarki um 66 þúsund krónur á mánuði. Hann felur þá einnig í sér 103 þúsund króna desemberuppbót, 56 þúsund króna orlofsuppbót og þá er hagvaxtarauka flýtt svo eitthvað sé nefnt. Þröng á þingi Það var þröng á þingi í Karphúsinu þegar skrifað var undir samninginn. Nokkuð kátt var á hjalla og heyra mátti hlátrasköll á meðan var verið að koma öllum fyrir í fundarherbergi í Karphúsinu. Aðalsteinn S. Leifsson, ríkissáttasemjari, þakkaði nefndarmönnum í samninganefndunum fyrir mikla þolinmæði og þrautsægju síðustu tvær vikurnar, áður en að skrifað var undir samningana. Aðalsteinn S. Leifsson ríkisáttasemjari fær samninginn í hendurnar frá Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA.Vísir/Vilhelm Eftir að skrifað var undir þá bauð hann í vöffluboð eins og venjan er þegar samningar nást. Tilkynnti hann að embætti hans væri meira en reiðubúið í vöfflubaksturinn þar sem nýlega hafi verið fjárfest í þremur vöfflujárnum. Í kynningu á samningnum, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að 6, 75 prósent almenn launahækkun taki gildi 1. nóvember síðastliðinn. Þá sé hagvaxtarauki vegna ársins í ár flýtt og teljist hann að fullu efndur. Einnig taka nýjar launatöflur gildi hjá taxtafólki. Ekki er nánar tilgreint hverjar þær eru utan þess að nefnt sé að þær séu áþekkar þeim sem eru innifaldar í nýjum samningi SA við Starfsgreinasambandið. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og forseti ASÍ og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skrifa undir samningana.Vísir/Vilhelm Þá er einnig tilgreint í kynningunni að aðgerðir stjórnvalda, sem kynntar verða á blaðamannafundi klukkan 14.30, muni auka tekjur stórs hóps enn frekar. Samningurinn, sem er skammtímasamningur, felur einnig í sér tímasettan ramma utan um gerð langtímakjarasamnings. Í tilkynningu frá ASÍ segir að markmið samninganna sé að styðja við kaupmátt launa auk þess að veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum. Samningurinn byggi undir stöðugleika og skapi forsendur fyrir langtímasamningi. Með áherslu á að verja kaupmátt í samningi til skamms tíma sé það ásetningur samningsaðila að skapa fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum - fjölskyldum og fyrirtækjum til hagsbóta. Tengd skjöl Kynning_á_nýjum_kjarasamningiPDF987KBSækja skjal
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Sjá meira