„Mér finnst það léleg afsökun“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. desember 2022 14:01 Snorri Steinn segir Valsmenn ekki geta falið sig á bakvið álag. Vísir/Vilhelm Mikið álag hefur verið á liði Vals sem verður án sterkra pósta er liðið mætir Ystad í Evrópudeildinni í handbolta klukkan 19:45 í kvöld. Þjálfari liðsins segir álag og þreytu vera enga afsökun. Valsmenn hafa spilað afar þétt síðustu mánuði þar sem þeir hafa spilað að jafnaði Evrópuleik í miðri viku og deildarleik hverja helgi. Þeir léku til að mynda á Ísafirði og Vestmannaeyja á milli leikja í Frakklandi og Ungverjalandi. Þrátt fyrir álag hafa þó haft gaman af. „Þetta er búið að vera þétt prógramm og menn finna alveg fyrir því. En á sama tíma er þetta ótrúlega skemmtilegt og við græðum allir mjög mikið á þessu. Þetta er frábær hópur af mönnum sem er með manni í þessu,“ segir Þorgils Jón Svölu Baldursson, leikmaður Vals. Klippa: Álag engin afsökun hjá Valsmönnum Aumt að tala um þreytu Valur missti niður sigurstöðu gegn bæði Ferencvaros og PAUC í síðustu tveimur leikjum sínum. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, vill þó síður kenna álagi um. „Það getur vel verið að þreyta sé skýring en mér finnst bara aumt að tala um það. Mér finnst það léleg afsökun. Ég vil frekar bara segja að við þurfum að gera hlutina betur. Ef við erum þreyttir þurfum við bara samt að gera hlutina betur,“ segir Snorri Steinn. Snorri Steinn staðfesti í gær að þeir Magnús Óli Magnússon, Róbert Aron Hostert og Bergur Elí Rúnarsson verði allir fjarverandi í kvöld. Þá eru þeir Alexander Örn Júlíusson, Tjörvi Týr Gíslason og Stiven Tobar Valencia allir laskaðir, en þó í hóp kvöldsins. „Þetta snýst um stigin og að vinna leikina. Auðvitað eru menn laskaðir og þreyttir og ég ætla ekkert að draga úr því en það er ekki hlutur sem við eigum að halla okkur upp að heldur frekar að finna út úr því hvernig við náum að loka leikjunum, verandi þreyttir,“ segir Snorri. Lið með góða blöndu hæðar og hraða En hverju má búast við af sænska liðinu og hvað þarf að varast? „Handbolti er ekkert svakalega frábrugðinn frá liði til liðs. Þetta eru tveggja metra gaurar og þungir, samt er dýnamík í þeim og góð blanda. Þeir eru með hávaxnar, miklar skyttur á meðan miðjumaðurinn er lítill og snöggur, smá Benna-týpa [Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals],“ segir Snorri Steinn. „Sex-núll vörn og góður markvörður, það virðist ekki skipta máli í hvaða liði þessir sænsku markmenn eru, þeir eru bara allir góðir. Þeir eru agaðir, gera fáa tæknifeila, eins og sást gegn Flensburg og í Frakklandi,“ „Það þarf mikið til en við höfum sýnt þannig frammistöður í þessari keppni að ég fer alveg bjartsýnn inn í leikinn þrátt fyrir að við séum ekki alveg fullmannaðir,“ segir Snorri Steinn. Leikur liðanna hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:15. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Valsmenn hafa spilað afar þétt síðustu mánuði þar sem þeir hafa spilað að jafnaði Evrópuleik í miðri viku og deildarleik hverja helgi. Þeir léku til að mynda á Ísafirði og Vestmannaeyja á milli leikja í Frakklandi og Ungverjalandi. Þrátt fyrir álag hafa þó haft gaman af. „Þetta er búið að vera þétt prógramm og menn finna alveg fyrir því. En á sama tíma er þetta ótrúlega skemmtilegt og við græðum allir mjög mikið á þessu. Þetta er frábær hópur af mönnum sem er með manni í þessu,“ segir Þorgils Jón Svölu Baldursson, leikmaður Vals. Klippa: Álag engin afsökun hjá Valsmönnum Aumt að tala um þreytu Valur missti niður sigurstöðu gegn bæði Ferencvaros og PAUC í síðustu tveimur leikjum sínum. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, vill þó síður kenna álagi um. „Það getur vel verið að þreyta sé skýring en mér finnst bara aumt að tala um það. Mér finnst það léleg afsökun. Ég vil frekar bara segja að við þurfum að gera hlutina betur. Ef við erum þreyttir þurfum við bara samt að gera hlutina betur,“ segir Snorri Steinn. Snorri Steinn staðfesti í gær að þeir Magnús Óli Magnússon, Róbert Aron Hostert og Bergur Elí Rúnarsson verði allir fjarverandi í kvöld. Þá eru þeir Alexander Örn Júlíusson, Tjörvi Týr Gíslason og Stiven Tobar Valencia allir laskaðir, en þó í hóp kvöldsins. „Þetta snýst um stigin og að vinna leikina. Auðvitað eru menn laskaðir og þreyttir og ég ætla ekkert að draga úr því en það er ekki hlutur sem við eigum að halla okkur upp að heldur frekar að finna út úr því hvernig við náum að loka leikjunum, verandi þreyttir,“ segir Snorri. Lið með góða blöndu hæðar og hraða En hverju má búast við af sænska liðinu og hvað þarf að varast? „Handbolti er ekkert svakalega frábrugðinn frá liði til liðs. Þetta eru tveggja metra gaurar og þungir, samt er dýnamík í þeim og góð blanda. Þeir eru með hávaxnar, miklar skyttur á meðan miðjumaðurinn er lítill og snöggur, smá Benna-týpa [Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals],“ segir Snorri Steinn. „Sex-núll vörn og góður markvörður, það virðist ekki skipta máli í hvaða liði þessir sænsku markmenn eru, þeir eru bara allir góðir. Þeir eru agaðir, gera fáa tæknifeila, eins og sást gegn Flensburg og í Frakklandi,“ „Það þarf mikið til en við höfum sýnt þannig frammistöður í þessari keppni að ég fer alveg bjartsýnn inn í leikinn þrátt fyrir að við séum ekki alveg fullmannaðir,“ segir Snorri Steinn. Leikur liðanna hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:15.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira