13 ára strákur flaug Boeing 737 – MAX flugvél hjá Icelandair Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. desember 2022 20:04 Kacper Agnar Kozlowski, 13 ára og Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugstjóri og ábyrgðarmaður yfir þjálfunarmálum hjá Icelandair saman inn í flugherminum áður en lagt var af stað. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það hljóp heldur betur á snærið í gær hjá þrettán ára strák, en þá var honum boðið að fljúga Boeing 737 - MAX flugvél frá Icelandair í fullkomnasta flughermi heims. Flugstjóri hjá Icelandair er viss um að strákurinn eigi eftir að vera fantagóður flugmaður í framtíðinni. Í nóvember vorum við með frétt um Kacper Agnar í Njarðvík, sem er harðákveðin í að verða flugmaður og þess vegna er hann með fullkominn flughermi inn í herbergi hjá sér þar sem hann er búin að taka rúmlega fimm þúsund tíma. Fréttin vakti mikla athygli hjá Flugfélögum hér heima og erlendis og hafa Kacper borist margar kveðjur og gjafir úr flugheiminum. Toppurinn var þó þegar Icelandair bauð honum að fljúga í einum af þremur flughermum fyrirtækisins í Hafnarfirði, sem eru þeir fullkomnustu í heimi. „Þetta er bara alveg eins og í flugherminum hjá mér, sömu takkar og allt,“ segir Kacper Agnar. Og þá var bara að setjast í flugstjórasætið með Guðmundi Tómasi, sem sér um þjálfunarmálin hjá Icelandair og taka á loft frá Akureyrarflugvelli og fljúga á Keflavíkurflugvöll. „Svo flýgur þú bara og svo hjálpumst við bara að, er það ekki," sagði Guðmundur þegar þeir lögðu af stað. Flugið gekk mjög vel, Kacper vissi nákvæmlega hvað hann var að gera, stillti takkana eins og vera ber, stillt öll ljós og mæla og naut þess að fljúga með Guðmundi, sem gaf honum góð ráð í fluginu. Lendingin var reyndar aðeins harkaleg, en það slapp allt til, enda Kascper aðeins þrettán ára. “Þetta var bara eitthvað annað, þetta er það besta, sem ég hef gert í mínum flugtímum. Mér fannst skemmtilegast að bremsa, ég gerði það reyndar full harkalega en það var bara af því að ég var svo stressaður og spenntur,” bætir Kacper við. Kacper Agnar þakkar hér Guðmundi Tómasi fyrir að leyfa sér að fljúga í flugherminu. Kacper var leystur út með gjöf frá Icelandair.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta gekk rosalega vel hjá Kacper, það er augljóst að þessi vinna, sem hann er búin að setja í heima fyrir framan flugherminn, hún skilar sér, hann býr til góðan grunn þegar við verðum svo heppin að fá að ráða hann til starfa vonandi einhvern tíma í framtíðinni. Ég er viss um að hann á eftir að verða fantagóður flugmaður þegar fram í sækir,” segir Guðmundur Tómas, flugstjóri og ábyrgðarmaður yfir þjálfunarmálum hjá Icelandair. Fréttin um Kacper Agnar 13. nóvember 2022 Hafnarfjörður Icelandair Boeing Krakkar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Í nóvember vorum við með frétt um Kacper Agnar í Njarðvík, sem er harðákveðin í að verða flugmaður og þess vegna er hann með fullkominn flughermi inn í herbergi hjá sér þar sem hann er búin að taka rúmlega fimm þúsund tíma. Fréttin vakti mikla athygli hjá Flugfélögum hér heima og erlendis og hafa Kacper borist margar kveðjur og gjafir úr flugheiminum. Toppurinn var þó þegar Icelandair bauð honum að fljúga í einum af þremur flughermum fyrirtækisins í Hafnarfirði, sem eru þeir fullkomnustu í heimi. „Þetta er bara alveg eins og í flugherminum hjá mér, sömu takkar og allt,“ segir Kacper Agnar. Og þá var bara að setjast í flugstjórasætið með Guðmundi Tómasi, sem sér um þjálfunarmálin hjá Icelandair og taka á loft frá Akureyrarflugvelli og fljúga á Keflavíkurflugvöll. „Svo flýgur þú bara og svo hjálpumst við bara að, er það ekki," sagði Guðmundur þegar þeir lögðu af stað. Flugið gekk mjög vel, Kacper vissi nákvæmlega hvað hann var að gera, stillti takkana eins og vera ber, stillt öll ljós og mæla og naut þess að fljúga með Guðmundi, sem gaf honum góð ráð í fluginu. Lendingin var reyndar aðeins harkaleg, en það slapp allt til, enda Kascper aðeins þrettán ára. “Þetta var bara eitthvað annað, þetta er það besta, sem ég hef gert í mínum flugtímum. Mér fannst skemmtilegast að bremsa, ég gerði það reyndar full harkalega en það var bara af því að ég var svo stressaður og spenntur,” bætir Kacper við. Kacper Agnar þakkar hér Guðmundi Tómasi fyrir að leyfa sér að fljúga í flugherminu. Kacper var leystur út með gjöf frá Icelandair.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta gekk rosalega vel hjá Kacper, það er augljóst að þessi vinna, sem hann er búin að setja í heima fyrir framan flugherminn, hún skilar sér, hann býr til góðan grunn þegar við verðum svo heppin að fá að ráða hann til starfa vonandi einhvern tíma í framtíðinni. Ég er viss um að hann á eftir að verða fantagóður flugmaður þegar fram í sækir,” segir Guðmundur Tómas, flugstjóri og ábyrgðarmaður yfir þjálfunarmálum hjá Icelandair. Fréttin um Kacper Agnar 13. nóvember 2022
Hafnarfjörður Icelandair Boeing Krakkar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira