Ævintýraleg helgi að baki hjá Þorbirni: „Þetta var bara endalaust“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2022 09:09 Frá aðgerðum á Grindavíkurvegi. Margir lögðu leið sína í Bláa lónið í dag þrátt fyrir snjóbyl. aðsend Steinar Þór Kristinsson, frá björgunarsveitinni Þorbirni á Grindavík, telur að fjölmargir ferðamenn hafi misst af flugferðum af landi brott um helgina. Fleiri hundruð manns var komið til bjargar. „Þetta var bara endalaust,“ segir Steinar Þór. Segja má að stærsta einstaka verkefni helgarinnar á Suðurnesjunum hafi verið á Grindavíkurvegi. Þar festi hver ferðamaðurinn á fætur öðrum sig, margur á leiðinni í Bláa lónið. „Helgin var ævintýri. Þetta var alveg ótrúlega stórt. Það er ekki hægt að segja annað,“ segir Steinar Þór sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við fengum gríðarlega margt fólk sem við þurftum einhvern veginn að halda utan um.“ Hann telur fleiri hundruð bíla hafa setið fasta á Grindavíkurvegi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í húsakynnum Þorbjörns. Þegar hún fylltist var íþróttamiðstöðin í Grindavík opnuð. Auk þess hafi verið um fimm hundruð manns í Bláa lóninu. „Þetta var bara endalaust. Að langstærstum hluta erlendir ferðamenn,“ segir Steinar Þór. Margir hafi verið stressaðir út af flugferðum sínum og gistingu. Einhverjir hafi dvalið yfir nótt í íþróttamiðstöðinni. Margir hafi misst af flugferðum sínum. Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna.Vísir/Egill „Ég geri fastlega ráð fyrir því. Margt fólk átti flug um morguninn en var fast í Grindavík og allt dótið á hóteli í Reykjavík,“ segir Steinar. Þótt björgunarsveitin hafi verið meðvituð um veðurspána hafi hún ekki átt von á því sem varð. „Sagan segir okkur að gera ráð fyrir öllu, gera ráð fyrir því versta en vona það besta.“ Engir bílar eru fastir á Grindavíkurvegi sem stendur. Björgunarsveitarfólk úr Grindavík aðstoðar nú félaga sína á Suðurnesjum í verkefnum á Reykjanesbraut. Björgunarsveitir Grindavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. 19. desember 2022 08:28 Hellisheiði og Reykjanesbraut báðar lokaðar Óveður gengur nú yfir landið og eru gular viðvaranir í gildi víða og appelsínugul viðvörun í gildi á Suðausturlandi. 19. desember 2022 06:43 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Segja má að stærsta einstaka verkefni helgarinnar á Suðurnesjunum hafi verið á Grindavíkurvegi. Þar festi hver ferðamaðurinn á fætur öðrum sig, margur á leiðinni í Bláa lónið. „Helgin var ævintýri. Þetta var alveg ótrúlega stórt. Það er ekki hægt að segja annað,“ segir Steinar Þór sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við fengum gríðarlega margt fólk sem við þurftum einhvern veginn að halda utan um.“ Hann telur fleiri hundruð bíla hafa setið fasta á Grindavíkurvegi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í húsakynnum Þorbjörns. Þegar hún fylltist var íþróttamiðstöðin í Grindavík opnuð. Auk þess hafi verið um fimm hundruð manns í Bláa lóninu. „Þetta var bara endalaust. Að langstærstum hluta erlendir ferðamenn,“ segir Steinar Þór. Margir hafi verið stressaðir út af flugferðum sínum og gistingu. Einhverjir hafi dvalið yfir nótt í íþróttamiðstöðinni. Margir hafi misst af flugferðum sínum. Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna.Vísir/Egill „Ég geri fastlega ráð fyrir því. Margt fólk átti flug um morguninn en var fast í Grindavík og allt dótið á hóteli í Reykjavík,“ segir Steinar. Þótt björgunarsveitin hafi verið meðvituð um veðurspána hafi hún ekki átt von á því sem varð. „Sagan segir okkur að gera ráð fyrir öllu, gera ráð fyrir því versta en vona það besta.“ Engir bílar eru fastir á Grindavíkurvegi sem stendur. Björgunarsveitarfólk úr Grindavík aðstoðar nú félaga sína á Suðurnesjum í verkefnum á Reykjanesbraut.
Björgunarsveitir Grindavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. 19. desember 2022 08:28 Hellisheiði og Reykjanesbraut báðar lokaðar Óveður gengur nú yfir landið og eru gular viðvaranir í gildi víða og appelsínugul viðvörun í gildi á Suðausturlandi. 19. desember 2022 06:43 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. 19. desember 2022 08:28
Hellisheiði og Reykjanesbraut báðar lokaðar Óveður gengur nú yfir landið og eru gular viðvaranir í gildi víða og appelsínugul viðvörun í gildi á Suðausturlandi. 19. desember 2022 06:43