Forsprakki The Specials er látinn Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2022 07:37 Terry Hall á tónleikum í Amsterdam síðasta sumar. Getty Breski söngvarinn Terry Hall, forsprakki ska-sveitarinnar The Specials, er látinn, 63 ára að aldri. Hall var þekktur fyrir ímynd sína sem afundinn og skarpur tónlistarmaður en sveitin naut talsverðra vinsælda á áttunda og níunda áratugnum með smellum á borð við Ghost Town, Gangsters og Too Much Too Young. BBC segir frá því að Hall hafi sagt skilið við The Specials árið 1981 og stofnaði hann þá sveitina Fun Boy Three með þeim Neville Staples og Lynval Golding. Í stuttri yfirlýsingu frá The Specials segir að Hall hafi andast eftir stutt veikindi. „Terry var yndislegur eiginmaður og faðir og einn blíðasti, fyndnasti og ein einlægasta sál sem til var,“ segir í yfirlýsingunni. Hall fæddist árið 1959 og ólst upp í Coventry í Englandi. Þegar hann var tólf ára gamall var honum rænt af kennara sem fór með Hall til Frakklands þar sem kennarinn misnotaði hann kynferðislega í fjóra daga. Hall sagði í viðtali mörgum árum síðar að hann hafi glímt við þunglyndi æ síðan og að málið hafi leitt til þess að hann hætti í skóla fjórtán ára gamall og síðar orðið háður róandi lyfjum. Andlát Bretland England Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hall var þekktur fyrir ímynd sína sem afundinn og skarpur tónlistarmaður en sveitin naut talsverðra vinsælda á áttunda og níunda áratugnum með smellum á borð við Ghost Town, Gangsters og Too Much Too Young. BBC segir frá því að Hall hafi sagt skilið við The Specials árið 1981 og stofnaði hann þá sveitina Fun Boy Three með þeim Neville Staples og Lynval Golding. Í stuttri yfirlýsingu frá The Specials segir að Hall hafi andast eftir stutt veikindi. „Terry var yndislegur eiginmaður og faðir og einn blíðasti, fyndnasti og ein einlægasta sál sem til var,“ segir í yfirlýsingunni. Hall fæddist árið 1959 og ólst upp í Coventry í Englandi. Þegar hann var tólf ára gamall var honum rænt af kennara sem fór með Hall til Frakklands þar sem kennarinn misnotaði hann kynferðislega í fjóra daga. Hall sagði í viðtali mörgum árum síðar að hann hafi glímt við þunglyndi æ síðan og að málið hafi leitt til þess að hann hætti í skóla fjórtán ára gamall og síðar orðið háður róandi lyfjum.
Andlát Bretland England Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira