Leyndardómsfull fjöldagröf gæti hafa verið fæðingarstaður hvaleðla Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2022 16:56 Teikning af hópi hvaleðla. Þær voru rándýr sem gátu verið á stærð við strætisvagn með langa kjálka með beittum tönnum og risastórum hreifum. Hvaleðlur voru ekki risaeðlur þó að þær hafi verið samtíða þeim. AP/Gabriel Ugueto/NMNH Fornleifafræðingar hafa fundið vísbendingar um að þekkt steingervingasvæði í Bandaríkjunum sem hefur verið þeim ráðgáta lengi kunni að hafa verið fæðingarstaður hvaleðla fyrir hundruðum milljóna ára. Fjöldi steingerðra leifa svonefndra hvaleðla, risavaxinna skriðdýra sem réðu ríkjum í höfum jarðar á miðlífsöld, hefur fundist í Berlin-hvaleðluþjóðgarðinum í Nevada í Bandaríkjunum frá því að uppgröftur hófst þar á sjötta áratug síðustu aldar. Það sem nú er þurrt og rykugt landslag nærri yfirgefnum námubæ í Nevada var botninn á hitabeltishafi í fyrndinni. Fornleifafræðingar hafa fram að þessu ekki getað svarað því hvers vegna svo margar hvaleðlur hafi drepist á þessum sama bletti. Ný rannsókn bendir nú til þess að dýrin hafi alls ekki drepist á sama tíma heldur hafi leifar þeirra safnast upp með tímanum, jafnvel yfir hundruð þúsunda ára tímabil. Tilgáta vísindamannanna er að staðurinn hafi verið fæðingarstaður hvaleðlanna. „Nokkrir þræðir vísbendinga benda allir í eina átt hér: að þetta hafi verið staður þar sem risavaxnar hvaleðlur komu til að fæða,“ segir Nicholas Pyenson, safnstjóri sjávarspendýrasteingervinga við Smithsonian-safnið og einn höfunda greinar um rannsóknina, við AP-fréttastofuna. Steingerð beinagrind hvaleðlu í Berlin-hvaleðlugarðinum í Nevada í Bandaríkjunum.AP/Neil Kelley/Vanderbilt University Vísindamennirnir bjuggu til stafrænt líkan af hvaleðlunum með því að þrívíddarskanna stórgerð bein dýranna. Hryggjarliðir þeirra eru á stærð við matardiska. Með þessu hætti báru þeir kennsl á að minnsta kosti 37 hvaleðlur, þær elstu allt að 230 milljón ára gamlar. Beinin fundust í ólíkum berglögum og því gætu hundruð þúsunda ára liðið á milli þess sem einstök dýr drápust. Sérstaka athygli vakti að innan um fullvaxnar hvaleðlur fundust smávaxin steingerð bein úr fóstrum og nýfæddum dýrum. Því telja vísindamennirnir að beinin séu úr mæðrum og afkvæmum þeirra sem drápust þar yfir lengri tíma. „Að finna stað til þess að fæða sem er fjarri staðnum þar sem þú étur er virkilega algengt í samtímanum, á meðal hvala, á meðal hákarla,“ segir Pyenson. Engar vísbendingar fundust um að dýrin gætu hafa drepist öll í einu í meiriháttar eldgosi eða öðrum stórum umhverfisbreytingum. Þá fundust beinin á forna hafsbotninum, fremur fjarri ströndu, og því ólíklegt að hvaleðlurnar hafi strandað í stórum hópi og drepist. Teikning sem sýnir stærð hvaleðlu í samanburði við fullorðna manneskju og beinabyggingu eðlunnar.AP/Neil Kelley/Vanderbilt University Bandaríkin Vísindi Hvalir Risaeðlur Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Sjá meira
Fjöldi steingerðra leifa svonefndra hvaleðla, risavaxinna skriðdýra sem réðu ríkjum í höfum jarðar á miðlífsöld, hefur fundist í Berlin-hvaleðluþjóðgarðinum í Nevada í Bandaríkjunum frá því að uppgröftur hófst þar á sjötta áratug síðustu aldar. Það sem nú er þurrt og rykugt landslag nærri yfirgefnum námubæ í Nevada var botninn á hitabeltishafi í fyrndinni. Fornleifafræðingar hafa fram að þessu ekki getað svarað því hvers vegna svo margar hvaleðlur hafi drepist á þessum sama bletti. Ný rannsókn bendir nú til þess að dýrin hafi alls ekki drepist á sama tíma heldur hafi leifar þeirra safnast upp með tímanum, jafnvel yfir hundruð þúsunda ára tímabil. Tilgáta vísindamannanna er að staðurinn hafi verið fæðingarstaður hvaleðlanna. „Nokkrir þræðir vísbendinga benda allir í eina átt hér: að þetta hafi verið staður þar sem risavaxnar hvaleðlur komu til að fæða,“ segir Nicholas Pyenson, safnstjóri sjávarspendýrasteingervinga við Smithsonian-safnið og einn höfunda greinar um rannsóknina, við AP-fréttastofuna. Steingerð beinagrind hvaleðlu í Berlin-hvaleðlugarðinum í Nevada í Bandaríkjunum.AP/Neil Kelley/Vanderbilt University Vísindamennirnir bjuggu til stafrænt líkan af hvaleðlunum með því að þrívíddarskanna stórgerð bein dýranna. Hryggjarliðir þeirra eru á stærð við matardiska. Með þessu hætti báru þeir kennsl á að minnsta kosti 37 hvaleðlur, þær elstu allt að 230 milljón ára gamlar. Beinin fundust í ólíkum berglögum og því gætu hundruð þúsunda ára liðið á milli þess sem einstök dýr drápust. Sérstaka athygli vakti að innan um fullvaxnar hvaleðlur fundust smávaxin steingerð bein úr fóstrum og nýfæddum dýrum. Því telja vísindamennirnir að beinin séu úr mæðrum og afkvæmum þeirra sem drápust þar yfir lengri tíma. „Að finna stað til þess að fæða sem er fjarri staðnum þar sem þú étur er virkilega algengt í samtímanum, á meðal hvala, á meðal hákarla,“ segir Pyenson. Engar vísbendingar fundust um að dýrin gætu hafa drepist öll í einu í meiriháttar eldgosi eða öðrum stórum umhverfisbreytingum. Þá fundust beinin á forna hafsbotninum, fremur fjarri ströndu, og því ólíklegt að hvaleðlurnar hafi strandað í stórum hópi og drepist. Teikning sem sýnir stærð hvaleðlu í samanburði við fullorðna manneskju og beinabyggingu eðlunnar.AP/Neil Kelley/Vanderbilt University
Bandaríkin Vísindi Hvalir Risaeðlur Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Sjá meira