Björgunarsveitir fluttu líffæri, krabbameinssjúkling, ófríska konu og lyf fyrir langveikt barn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. desember 2022 13:52 Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að frá 17. desember hafi verið skráðar 83 aðgerðir sem 633 félagar björgunarsveita tóku þátt í, frá 63 björgunarsveitum. Vísir/Vilhelm Mikið hefur mætt á björgunarsveitum landsins síðustu daga vegna óveðurs og ófærðar. Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að frá 17. desember hafi verið skráðar 83 aðgerðir sem 633 félagar björgunarsveita tóku þátt í, frá 63 björgunarsveitum. Meðal verkefna voru líffæraflutningur, flutningur krabbameinssjúklings til læknis og flutningur á lyfjum fyrir langveikt barn. Í tilkynningunni segir að notast hafi verið við 163 björgunartæki síðustu daga, langmest breyttir jeppar og snjóbílar, en einnig stærri trukkar. Áætlað er að á fimmta þúsund manns hafi verið aðstoðaðir með beinum eða óbeinum hætti þessa daga. „Á Grindavíkurvegi voru 1.200 manns komið til aðstoðar og hjálpað í skjól, um 1.500 manns voru aðstoðaðir í Reykjanesbæ auk þess sem um 2.000 farþegar sem voru strandaglópar í Leifsstöð. Björgunarsveitir sinntu líka því mikilvæga verkefni að koma því starfsfólki til vinnu sem brýn þörf var á að kæmust, svo sem heilbrigðisstarfsfólk og starfsfólk viðbragðs aðila. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar víða,“ segir í tilkynningunni. Nokkur verkefni sem björgunarsveitir leystu um helgina og ekki hafa komist í hámæli eru tiltekin, meðal annars: Björgunarsveit flutti krabbameinssjúkling til læknis svo meðferð viðkomandi héldist. Björgunarsveit flutti lyf fyrir langveikt barn sem var orðið uppiskroppa. Björgunarsveit flutti einstakling í aðgerð sem hafði verið undirbúin með lyfjagjöf og gat ekki beðið. Björgunarsveit flutti Insulin lyf til einstaklings í Leifsstöð, sem var orðinn uppiskroppa og stefndi í óefni. Björgunarsveit flutti ófríska konu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem vegna áhættu meðgöngu gat ekki beðið lengur. Björgunarsveit flutti líffæri sem var að koma að utan á Landsspítala fyrir sjúkling sem var á leið í aðgerð. Björgunarsveitir aðstoðuðu við flutning aðfanga fyrir fjölmörg fyrirtæki þar sem hætta var á alvarlegum rekstrartruflunum með miklum áhrifum. Fjöldi aðstoðarbeiðna undanfarinna daga var slíkur að nauðsynlegt var að forgangsraða þeim með tilliti til alvarleika og mikilvægis, eftir því sem fram kemur í tilkynningu Landsbjargar. Veður Samgöngur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21. desember 2022 10:03 Björgunarsveitarfólk á síðustu dropunum og bíður hvíldar Aftakaveður er á sunnanverðu landinu og gular og appelsíngular veðurviðvaranir í gildi víðast hvar. Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúst og bíða í ofvæni eftir því að fá hvíld eftir langa helgi. 19. desember 2022 11:52 Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. 19. desember 2022 08:28 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Í tilkynningunni segir að notast hafi verið við 163 björgunartæki síðustu daga, langmest breyttir jeppar og snjóbílar, en einnig stærri trukkar. Áætlað er að á fimmta þúsund manns hafi verið aðstoðaðir með beinum eða óbeinum hætti þessa daga. „Á Grindavíkurvegi voru 1.200 manns komið til aðstoðar og hjálpað í skjól, um 1.500 manns voru aðstoðaðir í Reykjanesbæ auk þess sem um 2.000 farþegar sem voru strandaglópar í Leifsstöð. Björgunarsveitir sinntu líka því mikilvæga verkefni að koma því starfsfólki til vinnu sem brýn þörf var á að kæmust, svo sem heilbrigðisstarfsfólk og starfsfólk viðbragðs aðila. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar víða,“ segir í tilkynningunni. Nokkur verkefni sem björgunarsveitir leystu um helgina og ekki hafa komist í hámæli eru tiltekin, meðal annars: Björgunarsveit flutti krabbameinssjúkling til læknis svo meðferð viðkomandi héldist. Björgunarsveit flutti lyf fyrir langveikt barn sem var orðið uppiskroppa. Björgunarsveit flutti einstakling í aðgerð sem hafði verið undirbúin með lyfjagjöf og gat ekki beðið. Björgunarsveit flutti Insulin lyf til einstaklings í Leifsstöð, sem var orðinn uppiskroppa og stefndi í óefni. Björgunarsveit flutti ófríska konu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem vegna áhættu meðgöngu gat ekki beðið lengur. Björgunarsveit flutti líffæri sem var að koma að utan á Landsspítala fyrir sjúkling sem var á leið í aðgerð. Björgunarsveitir aðstoðuðu við flutning aðfanga fyrir fjölmörg fyrirtæki þar sem hætta var á alvarlegum rekstrartruflunum með miklum áhrifum. Fjöldi aðstoðarbeiðna undanfarinna daga var slíkur að nauðsynlegt var að forgangsraða þeim með tilliti til alvarleika og mikilvægis, eftir því sem fram kemur í tilkynningu Landsbjargar.
Veður Samgöngur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21. desember 2022 10:03 Björgunarsveitarfólk á síðustu dropunum og bíður hvíldar Aftakaveður er á sunnanverðu landinu og gular og appelsíngular veðurviðvaranir í gildi víðast hvar. Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúst og bíða í ofvæni eftir því að fá hvíld eftir langa helgi. 19. desember 2022 11:52 Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. 19. desember 2022 08:28 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21. desember 2022 10:03
Björgunarsveitarfólk á síðustu dropunum og bíður hvíldar Aftakaveður er á sunnanverðu landinu og gular og appelsíngular veðurviðvaranir í gildi víðast hvar. Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúst og bíða í ofvæni eftir því að fá hvíld eftir langa helgi. 19. desember 2022 11:52
Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. 19. desember 2022 08:28