Minkafaraldur í Mosfellsbæ: „Þetta eru úlfar í sauðagæru“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. desember 2022 13:35 Þessa mynd tók Freyja af minknum sem hún fangaði eftir að hann var felldur af meindýraeyði. Þar sést vel hversu vel í holdum minkurinn var og vel haldinn. Freyja Kjartansdóttir Minkar sem sloppið hafa úr minkabúi í Helgadal herja nú á íbúa Mosfellsbæjar. Síðustu daga hafa minkar drepið fjölmargar hænur og dúfur. Íbúar hafa áhyggjur af stöðunni, af því að minkarnir ráðist á gæludýr og þeir kynnu að fara ofan í barnavagna. Freyja Kjartansdóttir er íbúi í Mosfellsbæ. Hún hefur orðið vör við mikinn minkagang síðustu daga og segir óhug meðal íbúa. „Hér eru margir með hænur og fólk hefur áhyggjur af kisunum sínum. Það eru líklega óþarfa áhyggjur en maður veit aldrei. Fólk hefur líka áhyggjur af smáhundum, nágrannakona mín er með þrjá hunda og er komin með fellibúr fyrir minka í forstofuna hjá sér," segir Freyja. Rúv greindi frá því að í fyrradag hafi fuglabóndi komið af átta dauðum hænum og þrjátíu og níu dúfum, hreinræktuðum dúfum af sjaldgæfri tegund. Freyja segist hafa orðið vör við einn og einn mink í gegnum árin en aldrei svona mikið af þeim líkt og nú. Fyrir um þremur vikum varð hún vör við mink á pallinum hjá sér og tók af honum meðfylgjandi myndbönd. Eins og heyra má þá gefur dýrið frá sér vægast sagt óhugnalegt hljóð sem Freyja lýsir sem „halloween öskri. Augljóst að minkarnir koma af búinu Íbúar eru mjög ósáttir við að hafa minkabú svona nálægt byggð að sögn Freyju, sem segir augljóst að minkarnir komi af minkabúi sem staðsett er í Helgadal. „Viltur minkur er bara brúnn á Íslandi en þessir eru hvítir og gráir. Þeir eru feitir og pattaralegir með fallegan feld. Fyrst þeir koma svona að ljósi og birtu og sækjast í mannfólk er því þeir eru vanir að mannfólk fóðri þá. Annars væru þeir bara ofan í holu, kæmu upp á næturnar til að éta og væru svo farnir, en þessir eru bara að dóla sér. Ég veit um fólk sem kom að mink inni í svefnherbergi hjá sér um daginn.“ Fólk fellur fyrir krúttleikanum Freyja tekur fram að minkarnir virðist gæfir og krúttlegir, en séu það alls ekki. Þá varar hún við því að setja börn út í barnavagna. Freyja KjartansdóttirAðsend „Fyrst hann er svona gæfur myndi ég sjálf ekki vilja vera með barn úti í vagni núna. Þeir sækjast í hlýju. Fólk fellur fyrir krúttleikanum en þetta eru úlfar í sauðagæru, því miður.“ Nánar verður fjallað um minkafaraldurinn í Mosfellsbæ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dýr Mosfellsbær Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Freyja Kjartansdóttir er íbúi í Mosfellsbæ. Hún hefur orðið vör við mikinn minkagang síðustu daga og segir óhug meðal íbúa. „Hér eru margir með hænur og fólk hefur áhyggjur af kisunum sínum. Það eru líklega óþarfa áhyggjur en maður veit aldrei. Fólk hefur líka áhyggjur af smáhundum, nágrannakona mín er með þrjá hunda og er komin með fellibúr fyrir minka í forstofuna hjá sér," segir Freyja. Rúv greindi frá því að í fyrradag hafi fuglabóndi komið af átta dauðum hænum og þrjátíu og níu dúfum, hreinræktuðum dúfum af sjaldgæfri tegund. Freyja segist hafa orðið vör við einn og einn mink í gegnum árin en aldrei svona mikið af þeim líkt og nú. Fyrir um þremur vikum varð hún vör við mink á pallinum hjá sér og tók af honum meðfylgjandi myndbönd. Eins og heyra má þá gefur dýrið frá sér vægast sagt óhugnalegt hljóð sem Freyja lýsir sem „halloween öskri. Augljóst að minkarnir koma af búinu Íbúar eru mjög ósáttir við að hafa minkabú svona nálægt byggð að sögn Freyju, sem segir augljóst að minkarnir komi af minkabúi sem staðsett er í Helgadal. „Viltur minkur er bara brúnn á Íslandi en þessir eru hvítir og gráir. Þeir eru feitir og pattaralegir með fallegan feld. Fyrst þeir koma svona að ljósi og birtu og sækjast í mannfólk er því þeir eru vanir að mannfólk fóðri þá. Annars væru þeir bara ofan í holu, kæmu upp á næturnar til að éta og væru svo farnir, en þessir eru bara að dóla sér. Ég veit um fólk sem kom að mink inni í svefnherbergi hjá sér um daginn.“ Fólk fellur fyrir krúttleikanum Freyja tekur fram að minkarnir virðist gæfir og krúttlegir, en séu það alls ekki. Þá varar hún við því að setja börn út í barnavagna. Freyja KjartansdóttirAðsend „Fyrst hann er svona gæfur myndi ég sjálf ekki vilja vera með barn úti í vagni núna. Þeir sækjast í hlýju. Fólk fellur fyrir krúttleikanum en þetta eru úlfar í sauðagæru, því miður.“ Nánar verður fjallað um minkafaraldurinn í Mosfellsbæ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Dýr Mosfellsbær Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira