Rússneska sendiráðið gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2022 19:20 Sendiráð Rússlands gagnrýndi utanríkisráðherra harðlega. Vísir/Egill Rússneska sendiráðið gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra harðlega fyrir ummæli sem hún lét falla í sjónvarpsþætti í vikunni. Í þættinum gagnrýndi ráðherra rússnesk stjórnvöld en sendiráðið vísar ummælunum á bug. „Ég er algjörlega sannfærð um að þetta stríð er ekki eingöngu á milli Rússlands og Úkraínu. Það er ekki bara það að Rússlands sé að ráðast inn í fullvalda, sjálfstætt ríki, sem gerði ekkert af sér gagnvart Rússlandi eða neinum öðrum. Það er verið að vega að þessum gildum sem við byggjum tilveru okkar á – grundvallarmannréttindum,“ sagði Þórdís Kolbrún meðal annars í þættinum Fréttavaktin á Hringbraut. Rússneska sendiráðið segir að sú fullyrðing standist ekki. Orð Þórdísar Kolbrúnar sýni einmitt tregðu íslenskra yfirvalda til að horfast í augu við „glæpi“ Úkraínumanna. Sendiráðið vísar öllu á bug „Síðustu átta ár, með þegjandi samþykki Bandaríkjamanna og evrópskra leiðtoga, hafa hersveitir Úkraínumanna drepið óbreytta borgara í Donbass. Þessar svokölluðu „hetjur“ hafa ógnað þjóð, sem ekkert hefur gert annað en að vilja tala rússnesku og neitað að deila nasískri hugmyndafræði,“ segir sendiráðið í færslu á Facebook. Sendiráðið rússneska heldur áfram og segir innrásina hafa verið eðlilega afleiðingu „margra ára misþyrmingar“ Úkraínumanna. Það þurfi ráðherra að hafa í huga. Þórdís Kolbrún gagnrýndi einnig herskyldu Rússa: „Þetta er auðvitað algjör harmsaga, það er verið að fara með rússnesk mannslíf, ungra drengja, þar sem er fókusað sérstaklega á fátækustu svæði í Rússlandi, og það er verið að fara með þessi líf eins og þetta séu einhverjar einnota vörur nánast,“ sagði ráðherra meðal annars. Þessu vísar sendiráðið einnig á bug og segir orðin ljóslega gefa skakka mynd af stöðu mála. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sendiráð á Íslandi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
„Ég er algjörlega sannfærð um að þetta stríð er ekki eingöngu á milli Rússlands og Úkraínu. Það er ekki bara það að Rússlands sé að ráðast inn í fullvalda, sjálfstætt ríki, sem gerði ekkert af sér gagnvart Rússlandi eða neinum öðrum. Það er verið að vega að þessum gildum sem við byggjum tilveru okkar á – grundvallarmannréttindum,“ sagði Þórdís Kolbrún meðal annars í þættinum Fréttavaktin á Hringbraut. Rússneska sendiráðið segir að sú fullyrðing standist ekki. Orð Þórdísar Kolbrúnar sýni einmitt tregðu íslenskra yfirvalda til að horfast í augu við „glæpi“ Úkraínumanna. Sendiráðið vísar öllu á bug „Síðustu átta ár, með þegjandi samþykki Bandaríkjamanna og evrópskra leiðtoga, hafa hersveitir Úkraínumanna drepið óbreytta borgara í Donbass. Þessar svokölluðu „hetjur“ hafa ógnað þjóð, sem ekkert hefur gert annað en að vilja tala rússnesku og neitað að deila nasískri hugmyndafræði,“ segir sendiráðið í færslu á Facebook. Sendiráðið rússneska heldur áfram og segir innrásina hafa verið eðlilega afleiðingu „margra ára misþyrmingar“ Úkraínumanna. Það þurfi ráðherra að hafa í huga. Þórdís Kolbrún gagnrýndi einnig herskyldu Rússa: „Þetta er auðvitað algjör harmsaga, það er verið að fara með rússnesk mannslíf, ungra drengja, þar sem er fókusað sérstaklega á fátækustu svæði í Rússlandi, og það er verið að fara með þessi líf eins og þetta séu einhverjar einnota vörur nánast,“ sagði ráðherra meðal annars. Þessu vísar sendiráðið einnig á bug og segir orðin ljóslega gefa skakka mynd af stöðu mála.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sendiráð á Íslandi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira