Varði aðfangadagskvöldi með ókunnugum strandaglópum í Keflavík Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. desember 2022 18:50 Alexa ásamt öðrum strandaglópum. Þau þekktust ekkert í fyrradag en vörðu aðfangadegi saman. aðsend „Þetta var ekki alveg aðfangadagurinn sem ég átti von á,“ segir Alexa, bandarísk kona sem ætlaði einungis að millilenda hér á landi í tvo klukkutíma í gær en endaði á því að verja jólunum í Keflavík þar sem flugi hennar til Bandaríkjanna var aflýst vegna veðurs. Fimbulkuldi er nú víða í Bandaríkjunum og nær óveðrið yfir mikið landsvæði, allt frá Great Lakes nærri Kanada til Rio Grande við landamæri Mexíkó. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og hefur hátt í 2.500 flugferðum verið aflýst vegna veðurs. Þúsundir verja því jólunum fastir á flugvöllum í landinu. Tveir klukkutímar urðu sólarhringur Þá var nokkur fjöldi Bandaríkjamanna á heimleið til að verja jólunum þar í landi, en er þess í stað fastur víðs vegar um heim vegna veðursins. Ein þeirra er Alexa sem millilenti hér á landi í gær á leið frá Dublin til Seattle. Hún átti að dvelja á Keflavíkurflugvelli í tvo klukkutíma en þeir urðu nær tuttugu og fjórum. Ekki alveg aðfangadagurinn sem hún ímyndaði sér. „Ég ætlaði að dvelja með fjölskyldunni en ég hitti margt fólk svo þetta er allt í lagi,“ sagði Alexa Malick. Hún kynntist nefnilega öðrum strandaglópum sem festust hér á landi á leið þeirra til Bandaríkjanna. Þau ákváðu að verja jólunum saman. Í jólamatinn var vefja frá eina staðnum sem þau fundu sem var opinn í Keflavík í gær. Jólamatnum var bjargað í Keflavík.aðsend „Við fundum einn veitingastað sem var opinn í bænum þar sem flugstöðin er. Ég fékk mér vefju. Við fengum okkur svo bjór á hótelinu. Síðan fór ég í háttinn um miðnætti og óskaði fjölskyldu minni gleðilegra jóla frá Íslandi. Síðan leið ég út af eftir langan ferðadag.“ Jólakraftaverk? Þegar við spjölluðum við Alexu var hún komin aftur á flugvöllinn og við það að ganga um borð í vélina á leið heim. Og fyrir tilviljun lenti hún í sæti við hliðina á tveimur af þessum nýju vinum sem borðuðu með henni jólamatinn í gær. Jól Fréttir af flugi Veður Reykjanesbær Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Fimbulkuldi er nú víða í Bandaríkjunum og nær óveðrið yfir mikið landsvæði, allt frá Great Lakes nærri Kanada til Rio Grande við landamæri Mexíkó. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og hefur hátt í 2.500 flugferðum verið aflýst vegna veðurs. Þúsundir verja því jólunum fastir á flugvöllum í landinu. Tveir klukkutímar urðu sólarhringur Þá var nokkur fjöldi Bandaríkjamanna á heimleið til að verja jólunum þar í landi, en er þess í stað fastur víðs vegar um heim vegna veðursins. Ein þeirra er Alexa sem millilenti hér á landi í gær á leið frá Dublin til Seattle. Hún átti að dvelja á Keflavíkurflugvelli í tvo klukkutíma en þeir urðu nær tuttugu og fjórum. Ekki alveg aðfangadagurinn sem hún ímyndaði sér. „Ég ætlaði að dvelja með fjölskyldunni en ég hitti margt fólk svo þetta er allt í lagi,“ sagði Alexa Malick. Hún kynntist nefnilega öðrum strandaglópum sem festust hér á landi á leið þeirra til Bandaríkjanna. Þau ákváðu að verja jólunum saman. Í jólamatinn var vefja frá eina staðnum sem þau fundu sem var opinn í Keflavík í gær. Jólamatnum var bjargað í Keflavík.aðsend „Við fundum einn veitingastað sem var opinn í bænum þar sem flugstöðin er. Ég fékk mér vefju. Við fengum okkur svo bjór á hótelinu. Síðan fór ég í háttinn um miðnætti og óskaði fjölskyldu minni gleðilegra jóla frá Íslandi. Síðan leið ég út af eftir langan ferðadag.“ Jólakraftaverk? Þegar við spjölluðum við Alexu var hún komin aftur á flugvöllinn og við það að ganga um borð í vélina á leið heim. Og fyrir tilviljun lenti hún í sæti við hliðina á tveimur af þessum nýju vinum sem borðuðu með henni jólamatinn í gær.
Jól Fréttir af flugi Veður Reykjanesbær Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira