Ætluðu að labba fimm kílómetra niður að Reynisfjöru í klofdjúpum snjó Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. desember 2022 16:45 Landeigandi veltir því fyrir sér hvort upplýsingagjöf hafi verið fullnægjandi, eða hvort ferðamenn vanmeti veðuráttuna. Vísir/Vilhelm Ferðamenn ætluðu að labba niður í Reynisfjöru, um fimm kílómetra aðra leið, í kafsnjó og fimbulkulda. Landeigandi hringdi á lögreglu sem sett hefur upp lokunarpósta við veginn. Vegurinn niður að Reynisfjöru hefur verið ófær vegna fannfergis í dag og hefur því ekki verið hægt að keyra niður að fjörunni. Ferðamenn létu snjóinn ekki stoppa sig, lögðu bílunum við þjóðveginn og ætluðu að labba niður eftir, rétt fyrir myrkur. Leiðin er um fimm kílómetra löng; tíu kílómetrar fram og til baka. Íris Guðnadóttir landeigandi segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki séð jafn mikinn snjó í fleiri áratugi. „Ég lít út um gluggann og sé 25 manna strollu sem er að ganga niður í Reynisfjöru. Og það er náttúrulega klofdjúpur snjór sums staðar og það er ekkert búið að ryðja veginn.“ Hún segist hafa haft samband við lögregluna sem þá var mætt á staðinn við afleggjarann til að passa að fleira fólk færi ekki fótgangandi niður að fjörunni. „Ég hugsa að ég rúlli bara og athugi með fólk því það er svolítið löng leið að labba til baka í myrkrinu, ef maður er orðinn kaldur, búinn að labba fimm kílómetra í miklum snjó og labba svo fimm kílómetra til baka,“ segir Íris. Á staðinn er nú mættur veghefill til að ryðja veginn en vegurinn var algjörlega ófær. Hún segir að stórar dráttarvélar hafi ekki einu sinni dugað til. „Þetta blessaðist allt saman sem betur fer. Ef veghefillinn hefði ekki komið þá hefði bara þurft að senda snjóbíl eða eitthvað slíkt til að sækja þetta fólk.“ Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hættuleg brúðkaupsmyndataka fór í sjóinn við Reynisfjöru Myndband af ferðamönnum, meðal annars brúðhjónum, í kröppum dansi við Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi ganga ferðamenn enn skuggalega nálægt ölduganginum sem leiðsögumaður segir óásættanlegt. 23. nóvember 2022 23:00 „Það sér það hver maður að við landeigendur erum ekki að fara að greiða úr eigin vasa“ Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í gærkvöldi. Einn landeigenda segir mjög gott hljóð vera í hópnum og fundinn hafa gengið vel. Strax á föstudag hefst formlegt samstarf um að efla öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. 22. júní 2022 14:35 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Vegurinn niður að Reynisfjöru hefur verið ófær vegna fannfergis í dag og hefur því ekki verið hægt að keyra niður að fjörunni. Ferðamenn létu snjóinn ekki stoppa sig, lögðu bílunum við þjóðveginn og ætluðu að labba niður eftir, rétt fyrir myrkur. Leiðin er um fimm kílómetra löng; tíu kílómetrar fram og til baka. Íris Guðnadóttir landeigandi segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki séð jafn mikinn snjó í fleiri áratugi. „Ég lít út um gluggann og sé 25 manna strollu sem er að ganga niður í Reynisfjöru. Og það er náttúrulega klofdjúpur snjór sums staðar og það er ekkert búið að ryðja veginn.“ Hún segist hafa haft samband við lögregluna sem þá var mætt á staðinn við afleggjarann til að passa að fleira fólk færi ekki fótgangandi niður að fjörunni. „Ég hugsa að ég rúlli bara og athugi með fólk því það er svolítið löng leið að labba til baka í myrkrinu, ef maður er orðinn kaldur, búinn að labba fimm kílómetra í miklum snjó og labba svo fimm kílómetra til baka,“ segir Íris. Á staðinn er nú mættur veghefill til að ryðja veginn en vegurinn var algjörlega ófær. Hún segir að stórar dráttarvélar hafi ekki einu sinni dugað til. „Þetta blessaðist allt saman sem betur fer. Ef veghefillinn hefði ekki komið þá hefði bara þurft að senda snjóbíl eða eitthvað slíkt til að sækja þetta fólk.“
Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hættuleg brúðkaupsmyndataka fór í sjóinn við Reynisfjöru Myndband af ferðamönnum, meðal annars brúðhjónum, í kröppum dansi við Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi ganga ferðamenn enn skuggalega nálægt ölduganginum sem leiðsögumaður segir óásættanlegt. 23. nóvember 2022 23:00 „Það sér það hver maður að við landeigendur erum ekki að fara að greiða úr eigin vasa“ Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í gærkvöldi. Einn landeigenda segir mjög gott hljóð vera í hópnum og fundinn hafa gengið vel. Strax á föstudag hefst formlegt samstarf um að efla öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. 22. júní 2022 14:35 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Hættuleg brúðkaupsmyndataka fór í sjóinn við Reynisfjöru Myndband af ferðamönnum, meðal annars brúðhjónum, í kröppum dansi við Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi ganga ferðamenn enn skuggalega nálægt ölduganginum sem leiðsögumaður segir óásættanlegt. 23. nóvember 2022 23:00
„Það sér það hver maður að við landeigendur erum ekki að fara að greiða úr eigin vasa“ Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í gærkvöldi. Einn landeigenda segir mjög gott hljóð vera í hópnum og fundinn hafa gengið vel. Strax á föstudag hefst formlegt samstarf um að efla öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. 22. júní 2022 14:35