„Staðan er að versna“ Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2022 11:27 Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, segir að erfið færð tefji störf sorphirðumanna. Vísir Rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur segir að sorphirða í borginni hafi gengið ágætlega síðustu daga. Staðan sé hins vegar að versna og ljóst sé að reikna megi með töfum. Þetta segir Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, í samtali við fréttastofu. „Við vorum á áætlun í síðustu viku. Við unnum hins vegar ekki í gær þannig að áætlunin hliðrast núna og gerum við ráð fyrir að vinna á gamlársdag til að vinna þetta upp.“ Færðin hefur ekki verið góð á höfuðborgarsvæðinu og segir Valur að sökum þessa megi búast við töfum. „Við erum degi á eftir núna, en staðan á eftir að koma betur í ljós þegar líður á vikuna.“ Hann segir að sorphirðan hafi gengið hægt í dag. „Það hefur mikið snjóað og þetta gengur hægar en við áttum von á. En við gerum ráð fyrir að dagurinn í dag verði hægasti dagurinn. Staðan er að versna.“ Íbúar moki frá sorptunnunum Valur biðlar til fólks að fólk sé sem fyrr duglegt að moka frá tunnunum til að tryggja aðgengi fyrir sorphirðumenn. „Ef aðgengið er ekki í lagi þá gætum við þurft að skilja tunnur eftir og það er alls ekkert víst að við gætum komið aftur í einhverja aukaferð. Staðan er bara þannig,“ segir Valur. Valur segir að sorp stóraukist í kringum jólin, bæði almenna ruslið og svo náttúrulega jólagjafapappír sem hleðst upp. „Við höfum frétt af því að erfiðlega hafi gengið að losa grenndargámana, bæði vegna færðarinnar og svo berast fréttir af því að bílum sé lagt nærri grenndargámunum,“ segir Valur, en það er Terra sem sér um tæmingu á þeim. Þremur dögum á eftir áætlun Sorphirða í Hafnarfirði hefur sömuleiðis gengið brösulega og segir í færslu á Facebook-síðu bæjarins að hún sé að minnsta kosti þremur dögum á eftir áætlun. „Eins og staðan er núna er áhersla lögð á að halda stofnleiðum og stofnbrautum færum og á mokstur á bílaplönum við leikskóla bæjarins. Um leið og veður leyfir og tækifæri gefst mun starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar og verktakar hefjast handa við mokstur innan hverfa bæjarins allt í takti við áætlanir og forgang,“ segir í færslunni. Reykjavík Hafnarfjörður Sorphirða Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þetta segir Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, í samtali við fréttastofu. „Við vorum á áætlun í síðustu viku. Við unnum hins vegar ekki í gær þannig að áætlunin hliðrast núna og gerum við ráð fyrir að vinna á gamlársdag til að vinna þetta upp.“ Færðin hefur ekki verið góð á höfuðborgarsvæðinu og segir Valur að sökum þessa megi búast við töfum. „Við erum degi á eftir núna, en staðan á eftir að koma betur í ljós þegar líður á vikuna.“ Hann segir að sorphirðan hafi gengið hægt í dag. „Það hefur mikið snjóað og þetta gengur hægar en við áttum von á. En við gerum ráð fyrir að dagurinn í dag verði hægasti dagurinn. Staðan er að versna.“ Íbúar moki frá sorptunnunum Valur biðlar til fólks að fólk sé sem fyrr duglegt að moka frá tunnunum til að tryggja aðgengi fyrir sorphirðumenn. „Ef aðgengið er ekki í lagi þá gætum við þurft að skilja tunnur eftir og það er alls ekkert víst að við gætum komið aftur í einhverja aukaferð. Staðan er bara þannig,“ segir Valur. Valur segir að sorp stóraukist í kringum jólin, bæði almenna ruslið og svo náttúrulega jólagjafapappír sem hleðst upp. „Við höfum frétt af því að erfiðlega hafi gengið að losa grenndargámana, bæði vegna færðarinnar og svo berast fréttir af því að bílum sé lagt nærri grenndargámunum,“ segir Valur, en það er Terra sem sér um tæmingu á þeim. Þremur dögum á eftir áætlun Sorphirða í Hafnarfirði hefur sömuleiðis gengið brösulega og segir í færslu á Facebook-síðu bæjarins að hún sé að minnsta kosti þremur dögum á eftir áætlun. „Eins og staðan er núna er áhersla lögð á að halda stofnleiðum og stofnbrautum færum og á mokstur á bílaplönum við leikskóla bæjarins. Um leið og veður leyfir og tækifæri gefst mun starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar og verktakar hefjast handa við mokstur innan hverfa bæjarins allt í takti við áætlanir og forgang,“ segir í færslunni.
Reykjavík Hafnarfjörður Sorphirða Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira